Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 30
30 28. desember 2018ANNÁLL - SEPTEMBER Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Collagen Beauty formula Inniheldur 500 mg af kollageni ásamt náttúrulegri bætiefnablöndu sem styður við kollagenframleiðslu húðarinnar. Regluleg inntaka getur hægt á öldrunareinkennum og dregið úr líkum á að fínar línur og hrukkur fari að myndast of snemma. Minni hrukkur og frísklegri húð 3 mánaða skammtur Natures Aid Collagen 5x10 copy.pdf 1 30/11/2017 15:16 Orka Náttúrunnar, Orri Páll og stolin kynlífsdúkka Agnes Sigurðardóttir, biskup Ís­ lands, bað séra Þóri Stephen­ sen að koma ekki aftur fram fyrir kirkjunnar hönd. Varð hann við þeirri beiðni. DV hafði áður greint frá því að séra Þórir hefði játað kynferðisbrot gegn barni fyrir þolanda og bisk­ upi sjálfum. Sólveig Austfjörð Bragadóttir steig fram í einlægu viðtali í DV og opnaði sig um morðið á syni sínum. Sonur hennar, Hartmann Her­ mannsson, var aðeins sjö ára þegar eldri drengur hrinti honum í Glerá á Akureyri árið 1990. Sólveig kenndi gerandanum Ara ekki um heldur kerfinu sem brást. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, bauð konu 200 þúsund krónur til að losna undan pínlegum réttar­ höldum. Hafði Ásgerður nafngreint konuna í útvarpsviðtali sem olli konunni kvíða. Konan hafði áður lýst yfir vonbrigðum með mataraðstoð Fjölskylduhjálparinnar fyrir jól. DV kannaði vændismark­ aðinn í miðbæ Reykjavík­ ur. Blaðamenn fylgdust með húsum þar sem vitað var að vændiskonur hefðu aðsetur, leiguíbúðum og gistiheim­ ilum. Þangað komu meðal annars íslenskir fjölskyldu­ menn til að kaupa þjónustu. Einar Bárðarson steig fram og greindi frá kynferðislegri áreitni á ónefndum vinnustað. Síðar kom í ljós að vinnustað­ urinn var Orka Náttúrunnar og að eiginkonu Einars, Ás­ laugu Thelmu Einarsdóttur, hafði verið sagt upp. Varð mál­ ið mjög umtalað næstu vikur og mánuði. Síðar kom í ljós að Áslaugu hafði verið sagt upp á faglegum forsendum. Lögreglan rannsakaði mál þar sem erlendir svikahrappar hótuðu einhverfum pilti ofbeldi ef hann greiddi ekki 150 þúsund krónur. Var hann narraður til að hafa milligöngu um sölu smáhunds en eyddi peningunum sjálfur. Hundurinn sem um ræddi var ekki raunverulegur. Svikahrapparnir létu hins vegar kné fylgja kviði og réðust á móður drengsins. Tvær ungar stúlkur keyrðu í gegnum hurð kynlífshjálpartækja­ búðarinnar Adam & Eva og stálu úr búð­ inni. Þær fóru hins vegar ekki í búðarkass­ ann heldur tóku kyn­ lífsdúkku sem metin var á 300 þúsund krón­ ur. Bíllinn og dúkkan fundust samdægurs en þjófarnir voru á bak og burt. Bandarísk lista­ kona, Meagan Boyd, sak­ aði trommarann Orra Pál Dýrason úr Sigur Rós um að hafa brotið kyn­ ferðislega á henni árið 2013. Átti hið meinta brot sér stað á hótelherbergi í Los  Angeles þar sem liðs­ menn Sigur Rósar voru við upptökur. Orri neitaði ásökunum en hætti engu að síður í Sigur Rós.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.