Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 32
32 28. desember 2018 Faxafen 12 • Sími 534 2727 • alparnir.is HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA ALLAR VETRARVÖRURNAR KOMNAR Í HÚS VIÐ HJÁ ÍSLENSKU ÖLPUNUM ÓSKUM YKKUR FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI ANNÁLL - OKTÓBER Dýr strá, Björn Bragi og hasar í Sjómannafélaginu Reynir Bergmann Reynisson, einn af þekktustu snöppurum lands- ins, lýsti baráttu sinni við eiturlyfjafíkn í einlægu viðtali við DV. Fyrir tuttugu árum prófaði hann kókaín í fyrsta skipti og þá breyttist líf hans til hins verra. Reynir ræddi þessa baráttu og sagði fíkniefna- heiminn svartari en fólk gæti ímyndað sér. Meira en tuttugu konur sökuðu Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson meðhöndlara um kynferðisbrot. Leituðu þær til lögmanns til að sjá um málið fyrir sig en áður hafði Jóhannes verið kærður til lögreglu af minnst þremur konum. Jóhannes, sem með- höndlar margar stjörnur, hafnaði ásökununum. Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir steig fram í DV og sagði frá nauðgun samstarfsmanns og brott- rekstri í kjölfar hennar. Katrín starfaði hjá Fjár- sýslu ríkisins og í fyrstu virtist sem yfirmenn hennar hafi ætlað að sýna henni skilning. En þegar hún var að reyna að vinna úr áfallinu sneru þeir við henni bakinu. Heiðveig María Einarsdóttir bauð sig fram til forystu í Sjómannafé- lagi Íslands. Framboðinu var hins vegar hafnað á grundvelli þess að hún hefði ekki verið í félaginu undanfarin þrjú ár. Áhöld voru uppi um hvort sú lagabreyting ætti sér stoð enda var hún ekki auglýst fyrr en Heiðveig boðaði framboð sitt. Í lok mánaðarins var Heiðveigu vikið úr stéttarfélagi sínu sem hefur ekki gerst í marga áratugi. DV greindi frá að Kristinn Sigurjónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefði látið óviðeigandi um- mæli um konur falla á Facebook-síðu. Sagði hann að konur reyndu að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðileggja þá vinnustaði. Kristni var skömmu síð- ar vikið frá störfum og í kjölfarið hóf hann málaferli gegn skólanum fyrir ólögmæta uppsögn. Braggamálið rúllaði áfram. DV greindi frá því að Reykjavíkurborg hefði greitt 757 þúsund krónur fyrir strá sem plantað var við bragg- ann. Þetta voru höfundarréttarvarin strá sem keypt voru frá Danmörku. Einnig kom fram að tegundin yxi nú þegar á Íslandi og væri ágeng og óæskileg planta. DV greindi frá að Íslendingar ættu kvenkyns klámstjörnu, Tinnu Gunnarsdóttur. Hún starfar í Bretlandi og gengur undir nafninu Tindra Frost. Tinna er framarlega í sínu fagi og hefur unnið til verðlauna. Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson var gripinn við að þukla á stúlku undir lögaldri á veitingastað á Akur- eyri. Stúlkan tók atvikið upp á myndband og komst það í dreifingu á netinu. Í kjölfarið baðst Björn Bragi afsökunar og sagði af sér sem kynnir spurningakeppninnar Gettu betur á RÚV.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.