Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 34
34 28. desember 2018 Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta ANNÁLL - NÓVEMBER Klausturfokk Lík Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fór- ust á fjallinu Pumo Ri í Nepal árið 1988, fundust. DV rifjaði upp málið í vor og komst þá að því að þeir höfðu líklega komist fyrstir allra upp þessa hlið fjallsins. Íslensk fjölskylda lenti í óskemmtilegri uppákomu í bíl- ferð í Los Angeles-borg. Ókunnur maður miðaði á þau skammbyssu í nokkrar mínútur. Hrafnhildur P. Þor- steinsdóttir, móðirin í fjölskyldunni, tjáði DV að þau hefðu grátið og öskrað af hræðslu. Tveir Íslendingar, Brynjar Smári Guð- mundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir á flugvellinum í Melbo- urne í Ástralíu með sjö kíló af kókaíni. Markaðsvirði fíkniefnanna var talið vera um 220 milljónir króna. Brynjar Smári er geysivinsæl stjarna á Instagram með um 17 þúsund fylgjendur. DV greindi frá því að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi keypt einbýlishús en leigi áfram íbúð hjá Brynju, hússjóði Öryrkja- bandalagsins. Þeir sem vilja fá leigða íbúð hjá Brynju mega ekki eiga fasteign við umsókn. Inga sagði að húsið, sem er á Ólafsfirði, sé vísir að einhverju sem gæti talist sumarhús. DV greindi einnig frá því að Inga héldi hunda í íbúð Brynju þrátt fyrir bann. Tryggvi Ingólfsson, sem lamaður er fyrir neðan háls, fékk ekki að snúa aftur á dvalarheimilið í heimabyggð sinni Hvolsvelli. Tryggvi fór í aðgerð á Landspítalanum og hefur þurft að dúsa þar síðan, langt frá eiginkonu sinni. Kostnaðurinn sem fellur á ríkið er um 350 þúsund krónur á dag. Nóróveirusýking kom upp hjá gestum á Skelfiskmarkaðnum í Reykjavík. Alls voru þetta þrettán manns af átján sem höfðu borðað ostrur. Heilbrigðiseftirlitið tók staðinn út og talið var að hráefnið sjálft væri ástæð- an. Huldumanneskja, sem síðar reyndist vera Bára Halldórsdóttir, hljóðritaði sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins að sumbli á Klaustri bar. Í upptökunum sem birtar voru yfir nokkurra daga skeið mátti heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og fleiri tala á ósmekkleglegum nótum um nafngreind- ar konur og fólk úr minnihlutahópum. Einnig mátti heyra Gunn- ar Braga lýsa hvernig hann skipaði í sendiherrastöður gegn því að fá stöðu í framtíðinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.