Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Blaðsíða 34
34 28. desember 2018
Nýtt öflugt
bókhaldskerfi í skýinu
frá manninum sem færði
okkur Dynamics Ax
Prófaðu
frítt í
30 daga
www.uniconta.is
Lagast að þínum þörfum
Erik Damgaard
Stofnandi Uniconta
ANNÁLL - NÓVEMBER
Klausturfokk
Lík Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fór-
ust á fjallinu Pumo Ri í Nepal árið 1988, fundust. DV rifjaði upp
málið í vor og komst þá að því að þeir höfðu líklega komist fyrstir
allra upp þessa hlið fjallsins.
Íslensk fjölskylda lenti í óskemmtilegri uppákomu í bíl-
ferð í Los Angeles-borg. Ókunnur maður miðaði á þau
skammbyssu í nokkrar mínútur. Hrafnhildur P. Þor-
steinsdóttir, móðirin í fjölskyldunni, tjáði DV að þau
hefðu grátið og öskrað af hræðslu.
Tveir Íslendingar, Brynjar Smári Guð-
mundsson og Helgi Heiðar Steinarsson,
voru handteknir á flugvellinum í Melbo-
urne í Ástralíu með sjö kíló af kókaíni.
Markaðsvirði fíkniefnanna var talið vera
um 220 milljónir króna. Brynjar Smári er
geysivinsæl stjarna á Instagram með um 17
þúsund fylgjendur.
DV greindi frá því að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi
keypt einbýlishús en leigi áfram íbúð hjá Brynju, hússjóði Öryrkja-
bandalagsins. Þeir sem vilja fá leigða íbúð hjá Brynju mega ekki eiga
fasteign við umsókn. Inga sagði að húsið, sem er á Ólafsfirði, sé vísir
að einhverju sem gæti talist sumarhús. DV greindi einnig frá því að
Inga héldi hunda í íbúð Brynju þrátt fyrir bann.
Tryggvi Ingólfsson, sem lamaður er fyrir neðan háls, fékk ekki að
snúa aftur á dvalarheimilið í heimabyggð sinni Hvolsvelli. Tryggvi
fór í aðgerð á Landspítalanum og hefur þurft að dúsa þar síðan,
langt frá eiginkonu sinni. Kostnaðurinn sem fellur á ríkið er um
350 þúsund krónur á dag.
Nóróveirusýking kom upp hjá gestum á Skelfiskmarkaðnum í Reykjavík. Alls voru þetta þrettán manns af
átján sem höfðu borðað ostrur. Heilbrigðiseftirlitið tók staðinn út og talið var að hráefnið sjálft væri ástæð-
an.
Huldumanneskja, sem síðar reyndist vera Bára Halldórsdóttir,
hljóðritaði sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins að sumbli
á Klaustri bar. Í upptökunum sem birtar voru yfir nokkurra daga
skeið mátti heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga
Sveinsson og fleiri tala á ósmekkleglegum nótum um nafngreind-
ar konur og fólk úr minnihlutahópum. Einnig mátti heyra Gunn-
ar Braga lýsa hvernig hann skipaði í sendiherrastöður gegn því að fá
stöðu í framtíðinni.