Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 36
36 28. desember 2018 BILASALA REYKJAVIKUR BILASALA REYKJAVIKUR SÍMI: 587 8888 / BÍLDSHÖFÐI 10 / WWW.BR.IS LAND ROV R DISCOVERY SPORT HSE LUXURY DYNAMIC BLACK PACK Árgerð 2018, ekinn 7 Þ.KM, dísel, BÍLL MEÐ ÖLLU! sjálfskiptur 9 gírar. Verð 7.690.000. Rnr.436035. HYUNDAI IX35. Árgerð 2014, ekinn 129 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 2.190.000. Rnr.435948. SKODA OCTAVIA G-TEC BENSIN/METAN Árgerð 2016, ekinn 36 Þ.KM, bensín, 6 gírar. Verð 2.690.000. Rnr.436087. ANNÁLL - DESEMBER Klaustursmál, kratar í klípu og köld drottning Tveir þingmenn Flokks fólksins, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, voru reknir úr flokknum. Ólafur og Karl sátu á Klaustri og tóku þátt í umtali um Ingu Sæland, formann flokksins, og nutu ekki trausts eftir það. Ákváðu þeir eftir þetta að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra steig fram í viðtali í Kastljósi og lýsti upplifun sinni á Klaustursmálinu. Fjölmörg ummæli þriggja Mið­ flokksmanna beindust að henni með mjög klúrum hætti. Lilja lýsti sínum fyrri félögum sem ofbeldis­ mönnum sem mættu ekki hafa dagskrárvald yfir umræðunni. Hreyfði viðtalið við mjög mörgum. Margrét Þórhildur Danadrottning kom til Ís­ lands til að vera viðstödd fullveldishátíðina. Bar það helst á góma að öldruð drottningin hafi ver­ ið látin dúsa úti í miklum kulda og roki á meðan löng athöfn fór fram. Urðu margir Danir móðg­ aðir vegna meðferðar á hennar hátign. Bára Halldórsdóttir steig fram sem uppljóstrarinn á Klaustri. Bára er samkynhneigð kona með fötlun og blöskraði það tal sem hún heyrði hjá þingmönnunum. Eftir að Bára steig fram stefndu fjórir þingmenn Miðflokksins henni fyrir dóm. Héldu þeir fram að Bára hefði haft vitorðsmenn við að hljóðrita samtalið. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var settur í tveggja mánaða straff af flokk sínum. Bára Huld Beck, blaðamaður Kjarnans, tilkynnti kynferðislega áreitni af hans hálfu til flokksins og var það tekið fyrir hjá siðanefnd. Upplýst var að siðanefnd Samfylkingarinnar hefði verið verið stofnuð vegna mála sem upp komu tengd þingmanninum Helga Hjörvari sem sat árin 2003 til 2016. Var hann sakaður um alvarlega kynferðislega áreitni af nokkrum konum. Mikil reiði braust út vegna meðferðar ungs manns, Jóhanns Þórs Arnarssonar, á kattarhræi. Félagi hans hafði keyrt á köttinn fyrir slysni og tekið upp óviðeigandi myndskeið af leik með hræið. Athæf­ ið varðaði ekki við lög en þeir sem komu við sögu fengu að kenna á reiði netverja og fengu margar hótanir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.