Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Qupperneq 39
28. desember 2018 39Völvuspáin 2019
sem horfir. Það mun ýta enn
frekar undir óánægjuna með
ríkisstjórnarsamstarfið. Stjórn-
völd munu beita sér grimmt í
kjarasamningabaráttunni og
almannarómur verður sá að
þau dragi taum atvinnurek-
enda. Stuðningsmenn íhalds-
ins og Framsóknarmanna
munu mala af ánægju á með-
an kjósendur Vinstri grænna
munu hvæsa. Hún sér fyrir
sér gríðarleg innbyrðis átök í
flokknum og álagið á Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra
verður afar mikið.
Hefur áhyggjur
af Katrínu
Völvan segir að framundan sé
erfitt ár hjá Katrínu. Fyrir utan
að sinna þeim fjölmörgu, viða-
miklu verkefnum sem forsætis-
ráðuneytið krefst þá þarf hún að
slökkva elda í gríð og erg innan
Vinstri grænna, enda er hluti
grasrótarinnar afar ósáttur við
stjórnarsamstarfið. Þá verð-
ur hún fyrir óvægri gagnrýni á
samfélagsmiðlum og þrátt fyr-
ir þykkan skráp þá nær slíkt
að lokum í gegn. „Ég hef
áhyggjur af Katrínu og
held að hún verði
að hugsa meira
um sjálfa sig og
það sem skipt-
ir máli. Ég sé
hrikta í stoðum
einkalífs henn-
ar en allt ætti að
fara vel ef tekist er
strax á við vanda-
málið,“ segir völvan.
Framtíð Fram-
sóknarflokksins
Þá munu verða umskipti innan
Framsóknarflokksins. Það hef-
ur öllum verið ljóst að Lilja Al-
freðsdóttir er framtíð flokks-
ins og hún mun taka við sem
formaður á næsta ári. Að sögn
völvunnar fer Sigurður Ingi
Jóhannsson þó ekki frá glað-
ur í bragði. „Hann kann því
vel að vera í forystunni, þó að
sú forysta hafi komið óvænt
upp í hendurnar á hon-
um. Þetta er traustur
og góður maður,
en ekki einhver
sem sópar að
sér atkvæð-
um. Það get-
ur hins vegar
Lilja gert
og að lok-
um ákveð-
ur Sigurður
Ingi að hlusta
hinar háværu
raddir innan flokks-
ins og stíga til hliðar úr
formannssætinu. Hann er þó
hvergi nærri hættur í pólitík,“
segir völvan. Hún slær þó einn
varnagla. „Ég skynja einhverj-
ar tengingar Lilju við Seðla-
banka Íslands. Það var nokk-
uð skýrt í draumum mínum.
Lilja starfaði þar á árum áður
og þekkir þar hvern krók og
kima. Það gæti því vel verið að
innra með henni bærist áhugi
á stóli seðlabankastjóra.“ Hún
segir að þótt allt virðist með
kyrrum kjörum innan þing-
flokks Framsóknarflokksins
þá kraumi óánægja þar eins
og annars staðar. „Það eru
nokkrir þingmenn sem telja
að þeir eigi að hljóta stærri
vegsemdir, til dæmis Þórunn
Egilsdóttir. Það er þó
algjört ofmat enda
eru flestir sam-
mála um að Þór-
unn sé illgresi í
grænum garði
Framsóknar-
flokksins,“ segir
völvan án þessa
að blikna.
Hneyksli varð-
andi viðskipti
Engeyinga
Það er kátt innan Sjálfstæðis-
flokksins enda gengur Sjálf-
stæðismönnum allt í haginn
þessa dagana. Völvan segir að
leiðtogar Sjálfstæðisflokksins
þurfi nánast að klípa sig dag-
lega til þess að vera fullvissir
um að stjórnarsamstarfið sé
ekki einhvers konar draum-
ur. Allt gengur flokknum í hag,
helstu mál fljúga í gegn og
samstarfsflokkarnir eru und-
anlátssamir. Þá hafa hin
ýmsu hneykslismál
haldið kastljósinu
frá helstu for-
ystumönn-
um flokksins.
Það á þó eft-
ir að breyt-
ast. „Hing-
að til hefur
ekkert bitið á
Bjarna Bene-
diktsson. En um
mitt næsta ár mun
koma upp hneyksl-
ismál sem tengist af-
skiptum Bjarna að
viðskiptum fjöl-
skyldumeðlima.
Þetta mál mun
reynast Bjarna
afar erfitt. Ég
sé að um hann
leika vindar elds
og íss. Skyndilega
er hann einn,“ segir
völvan.
Ágúst Ólafur
bíður færis
Völvan segist skynja að
stemmingin innan Samfylk-
ingarinnar, að minnsta kosti í
þingflokknum, sé góð en
þó eru blikur á lofti.
Leiðtogar flokks-
ins liggi und-
ir feldi um
hvernig eigi
að tækla
mál Ágústs
Ólafs
Ágústsson-
ar. „Ágúst
Ólafur vill
taka aftur sæti
á þingi eftir hið
sjálfskipaða leyfi
sitt. Hann mun þó reyna
að draga endurkomuna þar til
ljóst er hvað verði um Gunn-
ar Braga og Bergþór. Ef þeir
segja af sér þá er staða hans
mun erfiðari. Ef ekki þá mun
það gera Ágústi Ólafi kleift að
snúa aftur en þó eru
ekki allir í forystu
flokksins sátt-
ir við það.
Ég skynja
að Logi
Einars-
son, for-
maður
Sam-
fylk-
ingar-
innar,
vill að
þing-
maður-
inn segi
af sér, hann
er góður í að
segja það sem al-
múginn vill heyra,“
segir völvan.