Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 48
48 28. desember 2018Völvuspáin 2017
Angist seðla-
bankastjóra
áþreifanleg
„Það er mikill órói í kringum Má.
Angist hans er nánast áþreifan-
leg,“ segir völvan og skírskotar
þar til Más Guðmundssonar
seðlabankastjóra. Öllum er ljóst
að Már hefur átt í vök að verj-
ast undanfarin misseri í kjöl-
far þess að Hæstiréttur staðfesti
dóm úr héraði um að fella niður
15 milljóna króna stjórnvalds-
sekt á hendur Samherja þann
8. nóvember síðastliðinn. Þor-
steinn Már Baldvins-
son, forstjóri Sam-
herja, hefur farið
fram á að Már
verði leystur
frá störf-
um vegna
málsins
og meira
að segja
lýst því yfir
að hann
telji að
bankastjór-
inn eigi að vera
dæmdur til fang-
elsisvistar. Á dögun-
um fór Þorsteinn Már á fund
bankaráðs Seðlabankans og má
búast við að greinargerð ráðsins
vegna málsins verði birt í byrjun
næsta árs.
Völvan spáir því að Már
muni ekki kemba hærurn-
ar þegar greinargerðin kemur
upp. „Í draumi sá ég hann fyr-
ir mér standandi ásamt sam-
herjum sínum gegn mun öflugri
her. Þegar hermenn
andstæðingsins blésu í her-
lúðra og ruddust fram þá
leit Már aftur fyrir sig
og sá þá að félagar
hans höfðu látið sig
hverfa og hann
stóð einn gegn
ofureflinu. Eða
nokkurn veg-
inn einn, við
hlið hans stóðu
tvær konur,
önnur ung og
ljóshærð en
hinn eldri og virt-
ist halda á þykkri
bók, gott ef þetta
var ekki Grá-
gás. Þeirra
virðast
bíða sömu
örlög og Más,“
segir völv-
an ábúðar-
full. Hún og
blaðamaður
eru sam-
mála um að
draumurinn
hljóti að
þýða endalok
Más hjá Seðla-
bankanum. Hafa
verður í huga að ráðn-
ingarsamningur Más rennur út
um mitt næsta ár og því er stóra
spurningin sú hvort hann fái að
klára samninginn. „Hann mun að
sjálfsögðu reyna að hanga á emb-
ættinu eins og hundur á roði, enda
væri annað of mikil niðurlæging.
En það mun reyna verulega á
og með öllu óvíst að það
takist. Hann mun þó
ná að forðast fang-
elsisvist eins og
hatursmenn
hans þrá,“ segir
völvan.
Ekki öll
kurl kom-
in til grafar
í Braggamálinu
Braggamálið svokallað beindi
kastljósinu að gjörspilltum
emb-
ættis-
mönnum
innan stjórn-
kerfisins og að sögn völvunnar
eru ekki öll kurl komin til graf-
ar. „Það á ýmislegt eftir að
koma upp á yfirborðið varðandi
verk Hrólfs Jónssonar. Meðal
annars mun mál tengt honum
og Valsmönnum vekja athygli.
Þá mun Braggamálið einnig
enda á borði lögreglunnar,“
segir völvan.
Sala ríkiseigna
vekur athygli
Þá segir hún að fleiri dæmi um
spillta embættismenn muni koma
upp á yfirborðið, sérstak-
lega tengd sölu ríkis-
eigna. „Þorsteinn
Sæmunds-
son, þing-
maður Mið-
flokksins,
hefur verið
óþreytandi
við að berj-
ast fyrir upp-
lýsingum um
hverjir keyptu
fullnustueignir
Íbúðalánasjóðs á
árunum eftir hrun. Þor-
steini verður ágengt í þessari bar-
áttu sinni og upplýsingarnar munu
vekja verulega athygli,“ segir völvan.
Hvítbók veldur
usla
Þá sér völvan mikla ólgu í kringum
útgáfu hvítbókar um heilbrigðis-
mál. „Það verður mikill núning-
ur milli Svandísar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra og sjálfstætt
starfandi sérfræðilækna. Deilan
mun að mestu leyti fara framhjá
almenningi en mun valda ráð-
herranum talsverðum vandræð-
um,“ segir völvan.
Styttist í nýjan
biskup
Mikið hefur gengið á innan ís-
lensku þjóðkirkjunnar undanfar-
ið. Meðlimum fækkar á hverju ári
og ýmis hneykslismál hafa kom-
ið upp á yfirborðið, til dæmis mál
sem varðar séra Þóri Stephensen
sem vakti mikla athygli á síðasta
ári. Viðbrögð kirkjunnar hafa ver-
ið slæleg og æðstu leiðtogar hlotið
skömm í hattinn fyrir, sérstaklega
Agnes M. Sigurðardóttir, bisk-
up Íslands. „Ég sé áframhaldandi
óróa innan þjóðkirkjunnar og sér-
staklega í kringum Agnesi. Það er
sístækkandi fylkingin innan kirkj-
unnar sem telur að hún sé ekki
hæf til að gegna embættinu. Að-
allega vegna þess að hún er of
hrædd við að taka erfiðar ákvarð-
anir og takast á við brýn en óþægi-
leg verkefni. Þá hefur hún safn-
að að sér hirð ráðgjafa sem eru
of íhaldssamir að mati margra
annarra presta. Það skilur til
dæmis enginn hvernig Auður Eir
Vilhjálmsdóttir er í áhrifastöðu
innan þjóðkirkjunnar. Agnes gæti
tórað út árið en það styttist í að
nýr biskup verði vígður. Leitin að
arftakanum er þegar hafin,“ segir
völvan.
Meðlimir trú-
félags brjóta
á réttindum
starfsmanna
Þá sér völvan stórt hneykslis-
mál varðandi annað trúfélag.
„Það kemur í ljós að valdamiklir
einstaklingar innan safnaðarins
hafi brotið á réttindum erlends
starfsfólks. Svikið það um rétt-
mæt laun og haldið úti eins konar
þrælastarfsemi,“ segir völvan.
Nýtt öflugt
bókhaldskerfi í skýinu
frá manninum sem færði
okkur Dynamics Ax
Prófaðu
frítt í
30 daga
www.uniconta.is
Lagast að þínum þörfum
Erik Damgaard
Stofnandi Uniconta