Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 48
48 28. desember 2018Völvuspáin 2017 Angist seðla- bankastjóra áþreifanleg „Það er mikill órói í kringum Má. Angist hans er nánast áþreifan- leg,“ segir völvan og skírskotar þar til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Öllum er ljóst að Már hefur átt í vök að verj- ast undanfarin misseri í kjöl- far þess að Hæstiréttur staðfesti dóm úr héraði um að fella niður 15 milljóna króna stjórnvalds- sekt á hendur Samherja þann 8. nóvember síðastliðinn. Þor- steinn Már Baldvins- son, forstjóri Sam- herja, hefur farið fram á að Már verði leystur frá störf- um vegna málsins og meira að segja lýst því yfir að hann telji að bankastjór- inn eigi að vera dæmdur til fang- elsisvistar. Á dögun- um fór Þorsteinn Már á fund bankaráðs Seðlabankans og má búast við að greinargerð ráðsins vegna málsins verði birt í byrjun næsta árs. Völvan spáir því að Már muni ekki kemba hærurn- ar þegar greinargerðin kemur upp. „Í draumi sá ég hann fyr- ir mér standandi ásamt sam- herjum sínum gegn mun öflugri her. Þegar hermenn andstæðingsins blésu í her- lúðra og ruddust fram þá leit Már aftur fyrir sig og sá þá að félagar hans höfðu látið sig hverfa og hann stóð einn gegn ofureflinu. Eða nokkurn veg- inn einn, við hlið hans stóðu tvær konur, önnur ung og ljóshærð en hinn eldri og virt- ist halda á þykkri bók, gott ef þetta var ekki Grá- gás. Þeirra virðast bíða sömu örlög og Más,“ segir völv- an ábúðar- full. Hún og blaðamaður eru sam- mála um að draumurinn hljóti að þýða endalok Más hjá Seðla- bankanum. Hafa verður í huga að ráðn- ingarsamningur Más rennur út um mitt næsta ár og því er stóra spurningin sú hvort hann fái að klára samninginn. „Hann mun að sjálfsögðu reyna að hanga á emb- ættinu eins og hundur á roði, enda væri annað of mikil niðurlæging. En það mun reyna verulega á og með öllu óvíst að það takist. Hann mun þó ná að forðast fang- elsisvist eins og hatursmenn hans þrá,“ segir völvan. Ekki öll kurl kom- in til grafar í Braggamálinu Braggamálið svokallað beindi kastljósinu að gjörspilltum emb- ættis- mönnum innan stjórn- kerfisins og að sögn völvunnar eru ekki öll kurl komin til graf- ar. „Það á ýmislegt eftir að koma upp á yfirborðið varðandi verk Hrólfs Jónssonar. Meðal annars mun mál tengt honum og Valsmönnum vekja athygli. Þá mun Braggamálið einnig enda á borði lögreglunnar,“ segir völvan. Sala ríkiseigna vekur athygli Þá segir hún að fleiri dæmi um spillta embættismenn muni koma upp á yfirborðið, sérstak- lega tengd sölu ríkis- eigna. „Þorsteinn Sæmunds- son, þing- maður Mið- flokksins, hefur verið óþreytandi við að berj- ast fyrir upp- lýsingum um hverjir keyptu fullnustueignir Íbúðalánasjóðs á árunum eftir hrun. Þor- steini verður ágengt í þessari bar- áttu sinni og upplýsingarnar munu vekja verulega athygli,“ segir völvan. Hvítbók veldur usla Þá sér völvan mikla ólgu í kringum útgáfu hvítbókar um heilbrigðis- mál. „Það verður mikill núning- ur milli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og sjálfstætt starfandi sérfræðilækna. Deilan mun að mestu leyti fara framhjá almenningi en mun valda ráð- herranum talsverðum vandræð- um,“ segir völvan. Styttist í nýjan biskup Mikið hefur gengið á innan ís- lensku þjóðkirkjunnar undanfar- ið. Meðlimum fækkar á hverju ári og ýmis hneykslismál hafa kom- ið upp á yfirborðið, til dæmis mál sem varðar séra Þóri Stephensen sem vakti mikla athygli á síðasta ári. Viðbrögð kirkjunnar hafa ver- ið slæleg og æðstu leiðtogar hlotið skömm í hattinn fyrir, sérstaklega Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands. „Ég sé áframhaldandi óróa innan þjóðkirkjunnar og sér- staklega í kringum Agnesi. Það er sístækkandi fylkingin innan kirkj- unnar sem telur að hún sé ekki hæf til að gegna embættinu. Að- allega vegna þess að hún er of hrædd við að taka erfiðar ákvarð- anir og takast á við brýn en óþægi- leg verkefni. Þá hefur hún safn- að að sér hirð ráðgjafa sem eru of íhaldssamir að mati margra annarra presta. Það skilur til dæmis enginn hvernig Auður Eir Vilhjálmsdóttir er í áhrifastöðu innan þjóðkirkjunnar. Agnes gæti tórað út árið en það styttist í að nýr biskup verði vígður. Leitin að arftakanum er þegar hafin,“ segir völvan. Meðlimir trú- félags brjóta á réttindum starfsmanna Þá sér völvan stórt hneykslis- mál varðandi annað trúfélag. „Það kemur í ljós að valdamiklir einstaklingar innan safnaðarins hafi brotið á réttindum erlends starfsfólks. Svikið það um rétt- mæt laun og haldið úti eins konar þrælastarfsemi,“ segir völvan. Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.