Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Page 64
Sérblað völvunnar 28. desember 2018KYNNINGARBLAÐ Bjóðum venjuleg kerfi og einnig sérhönnuð kerfi fyrir aðstæð-ur þar sem krafist er sérstaks styrkleika vegna vindálags Cover Aluproducts hefur verið frumkvöðull í hönnun á glerbrauta- prófílum síðan á níunda áratug síðustu aldar og er kerfið orðið vel þekkt um allan heim. Cover er finnskt gæðafyrirtæki og hafa Íslendingar tekið vel við sér því á aðeins þrem- ur árum hafa verið sett upp um yfir fimm hundruð svalir og sólstofur um allt land. „Við erum með glerhandriða lausnir fyrir verktaka með möguleika fyrir svalalokun fyrir kaupendur íbúða. Cover Iceland býður einnig upp á kaup á heilum kerfum á hagstæðu verði,“ segir Þuríður Kristín hjá Cover Iceland. Hentar íslenskum aðstæðum Cover hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður þar sem getur orðið ansi vindasamt, kalt og blautt eins og við höfum mörg hver feng- ið að reyna á eigin skinni bæði í allt sumar og líka síðasta vetur. Í dag gera svo flestir íslenskir arkitektar og verkfræðingar kröfur um sérstakt vindálagsþol því það hefur sýnt sig að hérlendis geta vindhviður orðið afar snarpar og sterkar vegna ýmissa landfræðilegra skilyrða. Cover Iceland býður meðal annars handrið og svalalokunarkerfi sem er sérstaklega hannað og þróað kerfi fyrir íslenskt veðurfar og er sérstaklega vindþolið. Þá er glerið allt að 20 mm og 15 mm í svalalokum. Bilum milli glerja er lokað með PVC-þéttilista sem kemur í veg fyrir að snjór og vatn komist inn. Þannig býður Cover Iceland 100% vatns- og vindþétt svalalokunarkerfi. „Cover-svalalokunarkerfin veita skjól allan ársins hring og lengja til muna þetta stutta sumar sem okkur á norðurhveli jarðar býðst ár hvert. Þannig eykur Cover notagildi sval- anna og jafnframt verðmæti fast- eignarinnar,“ segir Þuríður. Öryggi og hljóðeinangrun Glerið sem notað er í Cover-kerfin er fjórum sinnum sterkara en venjulegt gler af sömu þykkt. „Öryggið felst í því að ef það brotnar þá molnar það í ótal litla mola í stað hvassra stærri brota í venjulegu gleri. Einnig geta glerjaðar svalir með einföldu gleri minnkað hávaða að utan um 7 desíbel. Og ef um er að ræða 2500 Herz-hávaða þá minnkar hljóðið um 13,5 desíbel,“ segir Þuríður. Hágæða kerfi Hjólabúnaðurinn er eitt af aðals- merkjum Cover-glerbrautarkerfisins en hjólalegurnar gera glerbrautar- kerfið afar þægilegt í notkun. Hjólin eru jafnstór að ofan og neðan sem gerir það að verkum að Cover-svala- lokunarkerfið er skröltfrítt og glerflek- inn er algjörlega njörvaður niður, sem er nauðsyn hér á landi. Glerflekarnir hanga ekki í efri braut heldur renna til á jafnstórum hjólum í efri og neðri braut sem tryggir jafnt álag og úti- lokar glamur og stirðleika. Þarf ekki lengur að moka snjó „Það nýjasta hjá okkur eru svo renni- hurðir og glerskálar með þaki. Einnig er hægt að fá stök þök svo sem yfir tröppur og skýli við útidyr. Þá þarf ekki að moka snjóinn úr tröppunum,“ segir Þuríður. Nánari upplýsingar má nálgast á www.covericeland.is CoverIceland ehf. Auðbrekka 10, 200 Kópavogur (+354) 519-7771 – 777-7001 covericeland@covericeland.is n Cover Iceland svala- og handriðalausnir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.