Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 68
68 28. desember 2018Völvuspáin 2017 Frægir fjölga sér Dáður matgæðingur og fjölmiðla- kona, sem nýlega fann ástina í örmum ungs manns, tilkynnir um að brátt muni þau fjölga mann- kyninu. Fréttinni verður vel tekið enda hafa vegir ástarinnar hjá fjölmiðlakonunni verið þyrnum stráðir. Einn frægasti sjónvarpsmaður Íslands tilkynnir einnig að von sé á erfingja. Sá er kominn á fimm- tugsaldurinn og því ekki seinna vænna. Að auki eru flestir vinir hans orðnir ráðsettir fjölskyldu- menn og því var aðeins einn kostur í stöðunni. Eiður finnur ástina og nýtt starf Eiður Smári Guðjohnsen gengur út en erlend snót heillar kappann upp úr skónum. Í kjölfarið til- kynnir knattspyrnuhetj- an að hann hafi tekið við útsendarastarfi hjá bresku liði. Ímynd hinnar fullkomnu eigin- konu hrynur Þekkt sjónvarpskona skilur við maka sinn á árinu. Það veldur miklu upp- námi hjá aðdáendum hennar enda sjónvarpskonan dáð af almenningi og hefur yfir sér ímynd hinnar full- komnu eiginkonu og móður. Logi söðlar um Logi Bergmann Eiðsson tilkynnir um starfslok sín hjá Árvakri og út- varpsstöðinni K100. Síðar á árinu snýr hann aftur á skjáinn í metnað- arfullu verkefni hjá Sjónvarpi Sím- ans. Rangfeðraður Íslendingur stígur fram Þjóðþekktur Íslendingur vekur gríðarlega athygli á árinu þegar viðkomandi stígur fram og seg- ir frá því að hann sé rangfeðr- aður. „Fleiri stíga fram í kjöl- farið og mikil umræða geisar um þetta þjóðfélagsmein sem enginn hefur þorað að ræða fyrr. Sá er hóf umræðuna mun verða hylltur sem hetja í kjölfar- ið,“ segir völvan. Svala finnur lífsförunaut Ástarlíf Svölu Björgvins- dóttur verður áfram á allra vörum á næsta ári. Fyrst verður greint frá skilnaði hennar en síðan finnur hún aftur ástina síðar á árinu. „Hún mun finna lífsförunaut sinn,“ segir völvan. Losti ráðherrans Ástamál ráðherra verða í brennidepli en upp kemst um náið samband hans við sam- herja í pólitík. „Það er ekki gott að segja hvort þar sé um að ræða aðstoðarmann eða annan þingmann. Málið verð- ur allt hið óþægilegasta enda tíðkast sjaldan að fjalla um málefni hjartans, eða öllu held- ur lostans, hjá valdamönnum í samfélaginu,“ segir völvan. Íslensk klám- bylting Íslenska klámmyndaleikkonan Tinna Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Tindra Frost, setur allt á hliðina þegar kynlífsmyndband sem er tekið upp hér á landi er frumsýnt. Um það segir völvan: „Í kjölfarið kemur í ljós að fleiri ís- lenskir klámmyndaleikarar hafa látið ljós sitt skína á erlendum vett- vangi þó að þeir hafi farið huldu höfði hingað til.“ Insta-par á hvers manns vörum Tvær gríðarlega vinsælar samfé- lagsmiðlastjörnur opinbera sam- band sitt á árinu og verður parið í fjölmiðlum í kjölfarið. „Þetta verð- ur nýtt ofurpar og verður umdeilt eftir því.“ Birni Braga fyrir- gefið Upprisa Björns Braga Arnarssonar hefst á næsta ári. Hann mun nota tímann fjarri sviðsljósinu til þess að verða umfangsmeiri í útgáfu bóka auk þess sem hann mun hefj- ast handa við framleiðslu á hvers konar skemmtiefni fyrir leiksvið og sjónvarp. „Fórnarlamb Björns Braga fyrirgaf honum og þjóðin mun smátt og smátt taka hann aft- ur í sátt.“ Bylting í rapp- senunni Tveir ungir karlkyns rapparar stíga fram og opinbera ástarsamband sitt. „Samkynhneigð hefur verið tabú í hinni karllægu íslensku rappsenu og því vekur yfirlýs- ing rapparanna mikla og jákvæða athygli.“ Skilnaður í kjarabaráttu- stormi Vinstrisinnaður áhrifamaður í stjórn- og verkalýðsmálum til- kynnir um hjónaskilnað sinn. Tíð- indin verða kunngerð í miðjum kjarabaráttustormi. Í kjölfarið dregur leiðtoginn sig í hlé frá opin- berri umræðu í nokkrar vikur. Ljótur skilnaður Annar skilnaður skekur þjóðina en um er að ræða þekkt par á besta aldri úr íslenskri trúarkreðsu. „Í kjölfarið fara þau að atyrða hvort annað í fjölmiðlum. Þetta verður frekar blóðugt,“ segir völvan. UMHVERFISVÆNI RUSLAPOKINN www.igf.is SEGÐ U NE I VIÐ P LAST I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.