Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Síða 84
84 28. desember 2018MATUR Betri Svefn Gjaldþrot, niðurgangur og smjörsmokkur Í mat er þetta helst: n Það vantaði ekki matarfréttirnar á árinu n Sviptingar í veitingahúsabransanum Ein mest lesna fréttin á nýstofnuðum matarvef DV á árinu sem er að líða er uppljóstrun Garðars Gunnlaugssonar um matarvenjur fyrrverandi eiginkonu sinnar, Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. „Ásdís fær sér beikon pullu með kar­ töflusalati,“ tísti Garðar til að leiðrétta rangfærslur annars tístara sem fullyrtu að glamúrfyrirsætan fengi sér pylsu með öllu þegar hún vildi gera vel við sig. Mat­ arvefurinn leitaði til Ásdísar Ránar, sem staðfesti þetta. „Ef ég fæ mér pylsu, sem gerist kannski einu sinni til tvisvar á ári, þá vil ég hafa hana svona.“ Sigmar Vilhjálmsson, oftast kenndur við Hamborgara­ fabrikkuna, var mikið í fréttum á árinu. Hann seldi til að mynda öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni, en salan kom mörgum á óvart. Það sem vakti hins vegar mun meiri athygli voru deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftast er kenndur við Subway, sem reknar voru fyrir dómstólum í vor. Sigmar og Skúli voru í samstarfi fyrir einhverjum árum áður en upp kom ósætti á milli þeirra eftir sölu tveggja lóða á Hvolsvelli árið 2016. Sigmar tjáði sig um málið á Face­ book daginn fyrir dóm. „Ég mun líklega aldrei fá til baka þá fjár­ muni sem ég hef lagt í þetta mál, enda er þetta ekki rekið áfram af mér vegna pen­ inga. Þetta mál er spurning um „prinsipp“ og mannorð. Þetta mál er spurning um það hvort maður ætli að láta vaða yfir sig og láta snúa sig niður í krafti pen­ inga og hótana um ærumeiðingar, eða standa í lappirnar og láta menn svara fyrir gjörðir sínar.“ Svo fór að Sigmar bar sigur úr býtum í Héraðsdómi Reykja­ víkur. 48 viðskiptavinir Skelfiskmarkaðarins veiktust af matareitrun í lok október og byrjun nóvember. Mengaðar ostrur ollu eitruninni, en nóróveirur greindust í þeim. Ostrurnar sem í boði eru á veitinga­ staðnum eru innfluttar frá Spáni og ræktaðar áfram til manneldis í Skjálfandaflóa, nánar til tekið á Húsavík. Var þetta í fyrsta sinn sem nóróveira var staðfest í ostrum á Íslandi, en Ágúst Reynisson, einn eigenda staðarins, var skiljanlega í áfalli þegar að blaðamaður DV náði sambandi við hann. „Það kom upp einhver veira. Síðan við heyrðum af fyrsta tilvik­ inu þá höfum við verið dag og nótt að vinna í þessu. Við erum nýr veitingastaður og búið að vera erfið fæðing, þó það sé brjálað að gera. Að sjálfsögðu viljum við ekki fá fréttir af þessu.“ Marga hryllti við fréttaskýringu Kveiks um plast, en meðal þess sem fréttakonan Sigríður Halldórsdóttir kafaði ofan í var magn örplasts í vatni. Sigríður fór með vatn úr þvottavél á rannsóknarstofu Matís þar sem það var síað. Svanhildur Hauksdóttir, starfsmaður Matís, leitaði svo eftir plastögnum í þvottavatninu. Kom í ljós að mikið var af plastögnum í þvottavatninu en Sigríður fékk Svanhildi einnig til að rannsaka kranavatn af reykvísku heimili. Í því sýni voru að meðaltali 27 örplastsagnir í hverjum lítra drykkjar­ vatns, en rannsóknir Veitna fyrr á árinu sýndu fram á að ekki væru nema 0,2 til 0,4 agnir í hverjum lítra kranavatns. Sá varnagli var þó sleginn í Kveik að þátturinn hefði einungis látið kanna eitt sýni af einu heimili. Þessar niðurstöður komu Sigríði þó í opna skjöldu. „Þetta er bara svo hræðilegt,“ sagði hún í þættinum. Kom fram að óljóst væri hvaðan plastið kæmi og hvaða áhrif það hefði á lands­ menn. Akureyrska bakaríið Kristjánsbakarí hefur framleitt svokallaða Bragga – tveggja laga súkkulaðiköku, fyllta með smjörkremi og húð­ aða með súkkulaðihjúp – síðan í kringum 1970. Bragginn varð óvænt afar vinsæll í október á árinu sem er að líða í skugga hins umdeilda braggamáls er varðaði braggann í Nauthólsvík sem fór langt fram úr kostnaðaráætlun. Sala á Bragganum tífaldaðist þegar braggamálið kom upp, en Kristjánsbakarí ákvað að bregða á leik og bauð líka upp á uppgerða bragga með innfluttum stráum frá Svíþjóð. „Við ákváðum að nýta okkur umtalið og skjóta aðeins á þetta glórulausa mál,“ sagði Viktor Sigurjónsson, sölu­ og markaðsstjóri Kristjánsbakarís, í samtali við matarvef DV á sínum tíma. „ Okkur fannst þetta fyndið þar sem við áttum vöru sem heitir það sama. Maður verður að taka smá grín á þetta – það má ekki taka lífinu of alvarlega.“ Viktor og félagar í Kristjánsbakaríi nýttu þetta tækifæri til hins ýtrasta og færðu meira að segja borgarfulltrúum Bragga sem rann ljúflega niður. Gjaldþrot og Gordon Margir veitingastaðir fóru á hausinn á ár­ inu, svo sem LOF, veitingastaðurinn á Hótel Holti, Egill Jacobsen, Nora Magasin, Ugly Pizza, Laundromat Café, steikhúsið Argentína og Borðið. Veitingastaðurinn Sumac átti hins vegar góðu gengi að fagna á árinu, ásamt öðr­ um stöðum, en stjörnukokkurinn Gordon Ramsay kallaði Sumac meðal bestu veitingastaða á Íslandi. Gordon sagði ís­ lenska laxinn vera besta fisk í heimi. Það er nú ekki amalegt. Okrið í Þrastalundi Þær voru svo ófáar fréttirnar sem voru fluttar af verðlagn­ ingu á veitingastaðnum Þrastalundi á árinu. Morgun­ blaðið sagði til að mynda frá því að 750 millilítrar af ís­ lensku vatni kostuðu þar 750 krónur á meðan lítrinn kostaði 850 krónur. Mörgum blöskraði þetta, þar á meðal Bubba Morthens. „Þrastalundur brunch auglýsing er að drepa mig, og 750 millílítra vatnsflaska kostar 750 krónur. Ætli það séu dyraverðir þarna með haglabyssur og kokkurinn stendur yfir manni með hnúajárn og eigandinn kemur syngjandi í salinn stolt siglir fleygið mitt,“ tísti Bubbi. Þá var einnig sagt frá okurverði á núðlupakka frá Knorr sem var seldur í Þrastalundi á 750 krónur. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöll­ um þegar blaðamaður Vísis spurðist fyrir um verðið á núðlum og lækkaði verðið niður í 450 krónur. Ásdís Rán og beikonpylsan Uppköst og niðurgangur eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn Spurning um „prinsipp“ og mannorð Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is „Þetta er bara svo hræðilegt“ Græddu á braggamálinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.