Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 86

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2018, Side 86
86 MATUR 28. desember 2018 við gömlu höfnina Eilíf hamingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 við gömlu höfnina Eilíf hamingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 við gömlu höfnina Eilíf hamingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 við gömlu höfnina Eilíf h mingja Kæst stórskata og tindabykkja með öllu tilheyrandi. Steingrímur í ef irrétt á aðeins 2.350 kr. Skatan er í boði 1. des milli 11.30 og 14.00, og 17.des.–23. des. alla daga, allan daginn. Siginn fiskur og selspik með tilheyrandi. Steingrímur í eftirrétt á aðeins 1.950 kr. Siginn fiskur er annan hvern þriðjudag frá 4. des.–23. des. í hádeginu milli 11.30–14.00. Sægreifinn við Geirsgötu Tekið er á móti pöntunum fyrir Þorláksmessu í 553-1500 HÁDEGISTILBOÐ VIRKA DAGA GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT, HUMARSÚPA & BRAUÐ 2.850 Ein athyglisverðasta grein á matarvef DV á árinu var viðtal við Rakel Eyfjörð Tryggvadóttur, fyrrverandi eggjabónda. Rakel flutti á jörð fyrir norðan árið 2011 og gerðist eggjabóndi. Í febrúar 2017 gafst hún hins vegar upp á sál og lík- ama. Í viðtali við DV lýsti Rakel þessum grimma eggjaiðnaði. „Þegar unginn kemur í hús þá er hann ekki farinn að verpa. Hann er fluttur í litl- um plastkössum og er tuttugu til þrjátíu ungum þjappað saman í kassa. Þeir geta varla andað og alls ekki hreyft sig. Þeir eru síðan settir inn í búrin með hama- gangi því annars gæti fuglinn dáið, bæði út af ferðalaginu, þorsta og kvíða eða þrengsla. Margir fuglar deyja í ferlinu, kremjast, væng- eða fótbrotna. Þá þarf að snúa þá úr hálsliðnum og henda þeim í ruslið,“ sagði Rakel og skóf ekkert af lýs- ingunum. „Leita þarf að dauðum hænum í búr- um daglega, en ég veit að margir gera það ekki, hvorki í búr- né gólfframleiðslu. Þær hænur rotna því bara með þeim sem eru á lífi. Velferð hænsna er langt undir því sem telst mannlegt. Í sumum búrum er ekki einu sinni mokað út skít heldur látið anga af ammoníakfýlu svo dögum skiptir, eða mánuðum. Hænan þjáist frá fæðingu til dauða. Hún fæðist í búri og drepst þar ef hún er ekki gösuð eða snúin úr hálslið.“ Ketó-æðið mikla Það var enginn maður með mönnum á árinu nema að prófa að vera á ketó-mataræðinu, eða svokölluðu lágkolvetna mataræði. Snýst mataræðið um að velja fituríkan mat frem- ur en þann kolvetnaríka, en flestir á ketó halda sig undir 20 til 50 grömmum af kolvetn- um á dag. Ku mataræðið vera grennandi en bæta einnig lífsgæði þeirra sem það prófa. Þetta ketó-æði kristallaðist í frétt um að sala á smjöri hefði aukist um rúmlega níutíu prósent síðustu tíu ár og sala á rjóma um fjörutíu prósent á sama tímabili. Bjarni Ragn- ar Brynjólfsson, skrifstofustjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, þakkaði ketó- mataræðinu fyrir þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. Talandi um æði, þá greip einnig Oatly-æðið landann, en Oatly eru haframjólkurvör- ur framleiddar úr sænskum höfrum. Oatly virtist hverfa úr íslenskum matvöruverslun- um trekk í trekk, en ekki var aðeins um Oatly-skort að ræða hér á landi heldur um heim allan. Klaustursmálið svokallaði er klárlega mál ársins 2018, en einn angi þess var ansi sérstak- ur. Meðal þeirri sem töluðu óviðurkvæmilega á Klaustri var Gunnar Bragi Sveinsson, sem dró tónlistarmanninn Friðrik Ómar inn í ölæðisumræðuna. „Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið- riki Ómari,“ sagði hann og vísaði í það þegar Geir H. Haarde var skipaður sendiherra í Washington. Gunnar Bragi sagðist síðar í viðtali á Rás 2 harma þessi ummæli. Þegar fréttir af Klaustursupptökunum, og fyrrnefndum ummælum Gunnars Braga, bárust brá Friðrik Ómar á leik á Instagram-síðu sinni og sneri óviðeigandi orðum Gunnars Braga upp í grín. Söngvarinn tók sig til, bræddi smjör í potti og prófaði að steikja smokk upp úr smjörinu. Næsta morgun sagðist hann í viðtali við K100 hafa tek- ið þessum orðum þingmannsins létt, en það væri hins vegar styttra síðan hann notaði smjör en smokk. Matreiðslumaðurinn Úlfar Eysteinsson lést þann 10. október, 71 árs að aldri. Úlfar var einn ástsælasti matreiðslumaður þjóðarinnar og útskrifaðist frá Hótel- og veitinga- skólanum árið 1967. Hann stofnaði veitingastaðinn Pottinn og pönnuna árið 1982, í félagi við aðra, og stofnaði síðar staðina Sprengisand og Úlfar og ljón. Hann opnaði veitingahúsið Þrjá frakka þann 1. mars árið 1989, og er sá staður enn opinn. Úlfar skildi eftir sig eiginkonuna, Ingibjörgu Ólöfu Magnúsdóttur tækniteiknara, og börnin Stefán og Guðnýju Hrönn sem hann átti með fyrri eiginkonu sinni, Sigríði Jónsdóttur sem lést árið 1997. Súkkulaðifréttir voru einnig áberandi á árinu sem er að líða, en beðið var eftir bleika rúbínsúkkulaðinu með mikilli eftirvæntingu. Rúbínrauða súkkulaðið er upprunnið frá svissneska súkkulaðiframleiðandanum Barry Callebaut, sem hefur eytt undanförnum þrettán árum í að þróa það. Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus var handvalinn af Barry Callebaut til að setja súkkulaðið á markað á Íslandi, sem hann og gerði á árinu. Súkkulaðið fór misvel ofan í fólk, en fallegt er það. Þá komst íslenski súkkulaðiframleiðandinn Omnom í fréttirnar seinnipart nóv- ember, en mjólkursúkkulaði framleiðandans, Milk of Nicaragua, vann gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í súkkulaðigerð sem besta mjólkursúkkulaði í heimi. „Hænan þjáist frá fæðingu til dauða“ Úlfar Eysteinsson 1947–2018 Steikti smokk upp úr smjöri Besta súkkulaði í heimi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.