Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Side 51
5125. jan 2019 TÍMAVÉLIN - ERLENT Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! UMDEILDUSTU BORÐSPIL SÖGUNNAR Ekki eru öll borðspil góð og þroskandi afþreying. Sum þeirra eru umdeild, vafasöm, úr takti við tímann eða beinlínis ógeðfelld. Flest þessara spila eru einföld og hönnuð til að setja fram ákveðinn boðskap eða áróður frekar en að hafa skemmtanagildi. DV skoð- aði nokkur af umdeildustu borðspilum sögunnar. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Fjöldinn allur að kynferðisleg- um spilum hefur verið fram- leiddur í gegnum tíðina og fæst þeirra vakið athygli. Hið þýska Busen Memo frá árinu 2001 er undantekning. Spilið er í raun hefðbundið Memo-spil, sem eru vinsæl hjá börnum, nema að takmarkið er að para saman vinstra og hægra kven- mannsbrjóst. Beat the Border tengist ekki innflytjendum, Trump eða múrnum hans á neinn hátt. Spilið kom út árið 1971 og fjallar um að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna og selja þau í ákveðnum borgum. Hægt er að kaupa fölsuð skilríki og ráða óheiðarlega lög- fræðinga til að hjálpa sér við að komast á leiðarenda. Spilið The Sinking of the Titanic kom út árið 1975 og vakti svo mikla reiði að nafninu var á endan- um breytt í Abandon Ship. Takmarkið er að koma far- þegunum úr skipinu og í björgunarbáta áður en það sekkur. Þegar þangað er komið safna þeir vistum og reyna að komast eins hratt og þeir geta að björgunar- skipinu. Sá sem kemst þang- að fyrst vinnur, hinir deyja. Spilið Public Assistance kom út árið 1980 sem áróður gegn velferðar- kerfinu í Bandaríkjunum. Takmarkið er að hala inn sem mesta pen- inga í félagslega kerfinu og með óheiðarlegum hætti, svo sem í formi í bóta af ýmsum toga eða með vændi, eiturlyfjasölu, ránum og fjár- hættuspili. Leikendur tapa ef þeir fá vinnu og gerast skattgreiðendur. Spilið er algjörlega handahófskennt líkt og slönguspilið. Spilið What Shall I Be? The Exiciting Game of Career Girls var hann- að fyrir ungar stúlkur árið 1966. Átti það að enduspegla að konur væru í sífelldum mæli að fara út á vinnumarkaðinn. Í spilinu er tak- markið að verða leikkona, fyrirsæta, hjúkrunarfræðingur, kennari, flugfreyja eða ballettdansari. Hægt er að fá ákveðin persónuein- kennaspjöld sem henta misvel fyrir hvert starf. Til dæmis hentar yfir- vigtar spjaldið illa flugfreyjur, fyrirsætur og ballettdansara. Þýskaland nasismans gat af sér mörg borðspil og frægast þeirra er Juden Raus! frá árinu 1936. Spilið seldist í bílförmum en flokk- urinn sjálfur kom ekki að hönnun þess. Borðið sjálft sýnir borg um- lukta veggjum. Takmarkið er að ferðast um borgina, safna gyðingum og koma þeim á brautarstöðvar til að senda þá til Palestínu. Saga þessa spils er mjög á huldu. Samkvæmt kassanum á það að hafa verið gefið út árið 1935 en erfitt hefur verið að sannreyna það. Hins vegar eru til nýjar prentanir af spilinu sem seldar hafa verið á síðum hægriöfgamanna. Darkies in the Melon Patch er einfaldlega slönguspilið með staðalmynd- um af svörtu fólki í Bandaríkj- unum á fyrri hluta 20. aldar. GYÐINGAR BURT! FÉLÓ-SPILIÐ HVAÐ Á ÉG AÐ VERA? SÍGÓ- SPILIÐ Vitaskuld er Camel the Game frá árinu 1992 aðeins aug- lýsing fyrir sígaretturisann. Þess vegna urðu þeir að setja aldursmörkin við 21 ár á kass- ann. Þetta er einfalt spil þar sem leikendur reyna að para saman það sem kemur upp á teningum við kort. BARMAMINNI SVERTINGJAR Í MELÓNUGARÐINUM YFIR LANDAMÆRIN TITANIC SEKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.