Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Page 56
56 25. jan 2019 F yrir langa löngu lifði og hrærðist greifynja nokkur í Ungverjalandi. Sú hét Elísabet (eða Erszebet) Bathory og var af einni auðugustu ætt ríkisins. Elísabet fæddist 7. ágúst, 1560, og segir fátt af henn­ ar högum fyrr en hún er varð gjaf­ vaxta. Fimmtán ára að aldri giftist hún greifa að nafni Ferenz Nada­ sdy og bjuggu þau í Cachtice­ kastalanum í norðvesturhluta Ungverjalands. Blóðþyrst, en ekki gæðablóð Fljótlega kom í ljós að Bathory greifynja var ekkert gæðablóð. Hún var hins vegar blóðþyrst með eindæmum og segir sagan að hún hafi drepið ungar konur, tæmt þær af blóði sem hún síðan baðaði sig upp úr. Hún hefði tekið upp á því eftir að hafa löðrungað eina þjón­ ustustúlku af þvílíkum ofsa að hún blóðgaðist. Einn blóðdropi hafi slest á handlegg Elísabetar og sýndist henni sem staðurinn þar sem blóðdropinn lenti yrði fyrir vikið ljósari og litarhaftið fallegra. Hefst handa rétt um tvítugt Þetta segir sagan, en á sennilega ekki við rök að styðjast, því síðar þegar réttað var yfir vitorðsmönn­ um greifynjunnar var aldrei minnst á „blóðbað“. Enn fremur er talið að illvirki Elísabetar hafi ha­ fist þegar hún var rétt um tvítugt og ósennilegt að hún hafi þá þegar látið áhyggjur af öldrun halda fyrir sér vöku. Ekki er þó fráleitt að flest fórnarlamba hennar hafi verið þurrausin blóði, enda búin að undirgangast langvarandi og hroðalegar pyntingar. Sadismi og sifjaspell Faðir Elísabetar var hermaður og móðir hennar var systir Pól­ landskonungs. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið samansafn djöfladýrkenda, lesbía, drykkju­ rúta, sadista og morðingja sem víl­ uðu ekki fyrir sér að stunda sifja­ spell ef þeim bauð svo við að horfa. Að sögn trúði Elísabet á galdra og fjölkynngi ýmiss konar sem innihélt blóðfórnir, en sennilega myrti hún og pyntaði einfald­ lega vegna þess að hún var haldin kvalalosta. Hún komst upp með það vegna stöðu sinnar innan að­ alsins og í þónokkuð langan tíma. Dáðist að eigin spegilmynd Elísabet átti það til að fá köst og hafa verið leiddar líkur að því að um hafi verið að ræða flogaköst, sem ekki voru óþekkt með öllu innan ættar hennar. Í þá tíð var talað um að fólk væri „andsetið“ ef það fékk viðlíka köst. Elísabetu leiddist og hún var hégómagjörn. Hún tók ýmis með­ ul til að vinna bug á höfuðverk sem herjaði tíðum á hana og varði löngum stundum fyrir framan spegil og dáðist að sjálfri sér. Bræðin bitnaði á þjónustufólkinu Greifinn var fjarri góðu gamni, stundum svo mánuðum skipti, og eitthvað þurfti greifynjan að finna sér til dundurs. Sagt er að kveikj­ an að illverkum Elísabetar hafi verið verið að tengdamóðir henn­ ar nuddaði henni sýknt og heilagt nuddað henni upp því að hún var barnlaus. Elísabet hafi þá látið gremju sína bitna á þjónustufólk­ inu og komist á bragðið. Reyndar eignaðist Elísabet börn um síðir, fjögur talsins, hið fyrsta er hún var 25 ára. Leitað í sveitunum Eftir því sem árin liðu jókst kvala­ losti Elísabetar og svo fór að hún færði út kvíarnar og leitaði fórnar­ lamba út fyrir raðir þjónustu­ liðsins og veggi kastalans. Nokkrir trúir starfsmenn voru sendir út af örkinni og kembdu þeir sveitirnar í leit að ungum kon­ um sem hentuðu greifynjunni. Var þeim stundum sagt að þeirra biði þernustarf og ef þær bitu ekki á agnið var þeim byrluð ólyfjan eða þær yfirbugaðar með öðru móti og færðar í kastalann. Frjótt ímyndunarafl Ungu konurnar áttu aldrei aftur­ kvæmt í heimahagana og þess var skammt að bíða að orðrómur um hinna illu greifynju bærist frá þorpi til þorps. Nadasdy greifi sagði skilið við jarðlífið árið 1604 og morðæði Elísabetar náði nýjum hæðum í kjölfarið. Við pyntingarnar beitti Elísabet hin ýmsu tól; nálar, hnífa, svipur og rauðglóandi skörunga. Ungu konurnar voru afklæddar og þeim haldið föstum af tryggum hjálpar­ mönnum Elísabetar. Þegar allt var klárt hófst greifynjan handa og var skortur á ímyndunarafli henni ekki til trafala í pyntingunum. Fékk aldrei nóg Elísabet stakk nálum í geirvörtur 146 ára fangelsisdóm fékk Bandaríkjamaðurinn Ricky Abeyta, frá Chimayo í Nýju-Mexíkó, fyrir að myrða sjö manns þann 26. janúar 1991. Kærasta Abeyta hafði sagt skilið við hann og bætt gráu ofan á svart með því að fara fram á nálgunarbann. Það hugnaðist Abeyta engan veginn og þegar tveir lögreglumenn hugðust afhenda honum úrskurðinn um nálgunarbannið skaut hann þá með köldu blóði. Það hafði strangt til tekið engin áhrif því þá þegar hafði Abeyta myrt kær- ustu sína, Ignacitu, 19 ára dóttur hennar, Maryellen, og sex ára son Maryellen, barnsföður Maryellen og eina konu að auki. Þrettán ára sonur Ignacitu slapp lifandi úr þessum hildarleik, en særður. SAKAMÁL ÚTSALA AFSLÁTTUR 10-70% HREIÐUR.ISAuðbrekka 6, 200 Kópavogur KVALALOSTI OG BLÓÐÞORSTI n Elísabet Bathory var alræmd n Grimmd greifynjunnar þekkti engin takmörk n Pyntingaloturnar stóðu klukkustundum saman „Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið samansafn djöfladýrkenda, lesbía, drykkjurúta, sadista og morðingja. Dáðist að eigin fegurð Elísabet sat löngum stundum fyrir framan spegil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.