Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  235. tölublað  106. árgangur  UM STURLUN- INA Á BAK VIÐ STUÐIÐ TÓNLISTARÆVINTÝRI MÚSIN ÁSTSÆLA MAXÍMÚS MÚSÍKÚS 52TÍU LAGA FALL 55 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Nei, núna!“ voru viðbrögðin sem Michael Ridley, sérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum J.P.Morgan, fékk sunnudagsmorguninn 5. októ- ber árið 2008, þegar hann tjáði full- trúa Seðlabanka Íslands gegnum síma að hann gæti komið til fundar við ríkisstjórn Íslands strax að morgni mánudags. Rúmum fimm tímum síðar var hann kominn um borð í einkaþotu ásamt tveimur samstarfsmönnum. Vélinni var beint til Reykjavíkur og verkefnið var aðeins eitt, að sannfæra ríkis- stjórnina um að ekki væri unnt að bjarga íslenska bankakerfinu. Þá um helgina höfðu linnulaus funda- höld staðið yfir með öllum helstu hagsmunaaðilum landsins og öllum steinum snúið við í leit að lausn út úr þeim vanda sem steðjaði að bankakerfinu. „Ég vissi að vandinn væri mikill og að bankarnir myndu falla. Ég var auk þess sannfærður um að rík- isstjórnin gæti í raun ekki komið neinum vörnum við,“ segir Michael Ridley í samtali við Morgunblaðið í dag, nú þegar 10 ár eru liðin frá setningu neyðarlaganna. Þar lýsir hann þeirri hröðu atburðarás sem olli því að örfáum klukkustundum eftir að fyrrnefnt símtal barst frá Seðlabanka Íslands var hann stadd- ur á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem ríkisstjórn Íslands fór yfir þá stöðu sem sífellt virtist vonlaus- ari. Ridley telur að fundurinn hafi opnað augu þeirra sem ekki höfðu þá þegar gert sér grein fyrir að ekki yrði unnt að bjarga bönkunum. „Ég held að sumir ráðherrarnir hafi verið búnir að átta sig á stöð- unni og að hinir hafi gert það á þessum fundi.“ Í Rannsóknarskýrslu um banka- hrunið kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi iðnaðarráðherra, að fulltrúar J.P. Morgan hefðu haldið því fram á fundi aðfaranótt mánudagsins 6. október 2008 að mögulega væri hægt að bjarga Kaupþingi. Morgunblaðið bar þessa fullyrðingu undir Ridley, sem segir óhugsandi að hann eða samstarfsmenn hafi haldið þeirri skoðun fram. Þeir hafi verið sannfærðir um að engum banka yrði bjargað úr því sem kom- ið var. Í einkaþotu með hraði  Seðlabanki Íslands sendi eftir þremur fulltrúum J.P. Morgan 5. október 2008  Talið var nauðsynlegt að koma stjórnvöldum í skilning um alvarleika stöðunnar Með bankahruninu, samdráttar- skeiðinu og efnahagsbatanum sem fylgdi í kjölfarið hafa orðið ein- hverjar mestu þjóðfélagsbreyt- ingar síðan í síðari heimsstyrjöld. Íbúum landsins hefur fjölgað um 34 þúsund síðan í ársbyrjun 2009. Sú fjölgun er mikið til komin vegna mikils aðflutnings erlendra ríkis- borgara. Ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega og samsetning þjóðarframleiðslunnar breyst. Samhliða grundvallarbreyt- ingum í efnahagsmálum hafði hrunið mikil áhrif í stjórnmálum. Fjöldi framboða bauð fram í alþing- is- og sveitarstjórnarkosningum. Þau eru nær öll horfin af sjónar- sviðinu. Ný framboð eru enn að koma fram. baldura@mbl.is »18-21 Breytt þjóðfélag  Mestu umskipti frá stríðslokum Samkvæmt lýsingum núverandi og fyrrverandi starfsmanna Eflingar stéttarfélags hafa þau Sólveig Anna Jóns- dóttir, formað- ur Eflingar, og Viðar Þor- steinsson framkvæmda- stjóri gjör- breytt vinnustaðnum og vinnuand- anum til hins verra. Þau eru sögð stjórna með ofríki og hótunum. Fjármálastjóri Eflingar í áratugi er kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Ástæðan mun vera sú að hún neit- aði að greiða Öldu Lóu Leifs- dóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalista- flokksins, háan reikning, nema hann væri fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Áður hafði Alda Lóa fengið greiddar um fjórar milljónir króna og hafði sú greiðsla verið samþykkt af stjórn. agnes@mbl.is » 14 Mikil átök á skrifstofu Eflingar  Lykilstarfsmenn í veikindaleyfi Framkvæmdir eru hafnar á Kirkjusandi og er ÍAV að byggja þar þrjú hús. Byrjað er að steypa eitt húsið og var verið að ljúka sprengingum fyr- ir grunn að öðru húsi. Grjótið úr klöppinni myndar stóra hóla. Vinna við þriðja húsið hefst innan skamms, að sögn Sigurðar R. Ragnars- sonar, forstjóra ÍAV. Um er að ræða íbúðar- og skrifstofuhúsnæði, verslunarrými og bílakjall- ara. Fleiri hús eru fyrirhuguð á svæðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprengt, grafið og steypt á Kirkjusandi Tíu ár frá hruninu  Viðtal við Michael Ridley hjá fjárfestingarbankanum J. P. Morgan »22  Breytingarnar og uppbygg- ingin eftir hrunið »18-21  Áratugur árangurs »26  Mannlífið í landinu á fyrstu mánuðunum eftir hrunið í máli og myndum í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  Umfjöllun um sakamál sem tengjast bankahruninu o.fl. greinar og fréttamyndskeið verða birt yfir helgina á mbl.is, fréttavef Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.