Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við viljum með þessum degivekja athygli á atvinnu-málum fatlaðra og þörf-inni á því að atvinnuleit- endur með skerta starfsgetu fái aukin tækifæri á vinnumarkaði. Á þessum degi gefst fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að bjóða at- vinnuleitendum með skerta starfs- getu að vera gestastarfsmenn í einn dag eða hluta úr degi. Með því vilj- um við opna augu fyrirtækja fyrir starfskröftum og starfshæfni fólks með skerta starfsgetu og sýna um leið fólki sem að öllu jöfnu vinnur önnur störf hve verkefnin og störfin eru fjölbreytt úti á vinnumark- aðnum. Við hér hjá Vinnumálastofn- un erum til dæmis með starfsmann með skerta starfsgetu sem sér alfar- ið um kaffistofurnar hjá okkur, og hann stendur sig með mikilli prýði. Að vera í vinnu og taka ábyrgð á sínu starfi skiptir miklu máli. Það að þurfa að standa sig, að mæta til vinnu og vera þannig þátttakandi í samfélaginu og leggja sitt af mörk- um er þörf sem við höfum öll. Við viljum öll þjóna einhverjum tilgangi og fá að gera eitthvað,“ segir Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, verkefnisstjóri Fyrirmyndardagsins sem Vinnu- málastofnun hélt í fimmta sinn í gær. „Fyrirmynd þessa dags er sótt til Írlands þar sem hann gengur undir nafninu „The Job Shadow Day“. Dagurinn var fyrst haldinn á Íslandi árið 2014 en síðan þá hafa fjölmargir atvinnuleitendur og vinnustaðir tekið þátt í deginum og unnið þannig gegn staðalímyndum sem hamla því að fólk með skerta starfsgetu fái fjölbreytt störf við hæfi,“ segir Emilía Sjöfn og bætir við að Fyrirmyndardagurinn sé haldinn um allt land. „Það eru um 130 atvinnuleitendur víða um land sem taka þátt. Þeir vinnuveitendur sem hafa tekið þátt í þessum degi vilja margir gjarnan vera með aftur, sem segir sitt. En við leitum líka sí- fellt til nýrra vinnuveitenda og bjóð- um þeim að taka þátt og langflestir vinnustaðir taka mjög vel í þetta.“ Reynum að verða við óskum Emilía Sjöfn segir að gesta- starfsmenn fái innsýn í fjölbreytt Flott á fundi Auður Andrea Skúladóttir, gestastarfs- maður hjá velferðarráðuneytinu, fylgdist með á fundi. Gengið í verkin Helgi Magnússon var gestastarfsmaður á lagernum hjá Rúmfatalagernum og dró ekki af sér. Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið gegn staðal- ímyndum Gaman Hrannar Halldórsson, gestastarfsmaður í Húsdýragarðinum, naut þess að gefa hana korn úr lófa. Að mæta til vinnu og vera þannig þátttakandi í sam- félaginu og leggja sitt af mörkum er þörf sem við höf- um öll. Á Fyrirmyndardeginum fá atvinnuleitendur með skerta starfsgetu að vera gestastarfsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.