Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 60
25%
afsláttur
af völdum vörum.
Slammfræðingarnir Ólöf Rún Bene-
diktsdóttir og Jón Magnús Arnars-
son stýra ljóðaslammsnámskeiði í
Gerðubergi í dag kl. 13-16. Þau
munu hjálpa þátttakendum að setja
saman sitt fyrsta slammljóð og
kenna aðferðir til að fá hugmyndir,
vinna texta og bæta flæði. Jón fór
með sigur af hólmi í Ljóðaslammi
Borgarbókasafnins í fyrra. Nauð-
synlegt er að skrá sig fyrir fram
með því að senda póst á vertumed-
@borgarbokasafn.is.
Ljóðaslamm með
slammfræðingum
LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Staðan á íslensku landsliðsmönn-
unum í knattspyrnu sem Erik Ham-
rén valdi í gær fyrir leikina gegn
Frakklandi og Sviss er mun betri en
þegar hann valdi sinn fyrsta hóp
fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu
fyrir mánuði. Færri eru meiddir og
nokkrir sem voru meiddir síðast eru
í fínu formi, til að mynda Jóhann
Berg Guðmundsson. »1
Betri staða á landsliðs-
mönnum nú en síðast
Tvennir tónleikar til heiðurs tón-
listarmanninum David Bowie
verða haldnir í Eldborg í Hörpu
annað kvöld og á mánudagskvöld.
Á fyrra kvöldinu kemur fram átta
manna hljómsveit með hinn
þekkta gítarleikara Adrian Belew
innanborðs og 8. október sama
hljómsveit með þrjátíu liðs-
mönnum Sin-
fóníu-
hljómsveitar
Norður-
lands, Sin-
foniaNord.
Bowie heiðraður í
tvígang í Eldborg
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigrún Pétursdóttir er gallharður 98
ára gamall stuðningsmaður enska
knattspyrnuliðsins Arsenal og miss-
ir helst ekki af leik. „Ég byrjaði
snemma að fylgjast með fótbolta, en
hafði lengi svo mikið að gera að ég
mátti ekki almennilega vera að því
að sinna honum fyrr en ég hætti að
leika hjá leikfélaginu, þegar ég var
níræð,“ segir hún.
Evrópuleikur Qarabag og Arsenal
var á dagskrá í fyrrakvöld og eins og
venjulega þegar Arsenal á sjón-
varpsleik komu Vala Gísladóttir,
dótturdóttir hennar, og Óðinn
Þórðarson, sonur hennar, til hennar
að horfa á leikinn. „Amma, þeir eru
með víkingaklappið,“ segir Óðinn
um áhorfendurna í fyrri hálfleik.
„Hver leyfði þeim það?“ svarar hún
að bragði og afsakar sig, segist vera
farin að heyra illa.
Sigrún man vel eftir Albert Guð-
mundssyni og er sammála því að
hann hafi verið bestur á sínum tíma.
„Ég held að hann hafi verið það,
strákurinn,“ segir hún. Segist sjálf
ekkert hafa verið í íþróttum, nema
hvað hún hafi spilað brids og golf fyr-
ir nokkrum árum.
Eitt lið þunnur þrettándi
„Ég byrjaði að fylgjast með hand-
boltalandsliðinu, þegar fótbolta-
landsliðið var ekki gjaldgengt, og
horfi á allt sem ég get,“ segir hún yfir
bragðdaufum kafla. „Ekki bara á
Arsenal enda væri það þunnur þrett-
ándi ef ég horfði bara á eitt lið. Guð
minn almáttugur.“
Sigrún var ráðskona á Bessastöð-
um í forsetatíð Kristjáns Eldjárns og
Vigdísar Finnbogadóttur, samtals í
22 ár. „Ég stjórnaði stóru búi, hugs-
aði um mat kvölds og morgna og ekki
var tími til annars.“
Leikfélag eldri borgara naut
krafta Sigrúnar í 30 ár. „Ég lék
þangað til ég varð níræð. Þá var
komið nóg og ég steinhætti. Ég byrj-
aði að spila golf á níræðisaldri, en átt-
aði mig ekki á því hvað ég var orðin
gömul, og varð að kaupa golfbíl. En
það var æðislega gaman í golfinu.“
Sigrún heldur með Arsenal af því
að sonur hennar, Sigurjón Magnús-
son rithöfundur, gerði það. „Ég
hermdi bara eftir honum.“ Óðinn
ákvað svo að fylgja langömmu sinni
og Vala slóst í hópinn.
Mörg gullkornin falla og Sigrún
lætur leikmennina heyra það. „Al-
vörufótboltaunnandi verður að
kunna að koma fyrir sig orði,“ segir
hún. Segist samt vera að missa sjón-
ina og fylgi leikmönnunum því illa
eftir. Þá koma Óðinn og Vala til
skjalanna og lýsa því sem fyrir augu
ber. „Ég á erfitt með að muna nöfn
leikmannanna og því nefni ég þá bara
auðveldum nöfnum eins og til dæmis
Magnús [Monreal] og gufuskipið
[Özil]. Sá síðarnefndi var rosalega lé-
legur þegar hann byrjaði með Arsen-
al en hann hefur gert marga góða
hluti síðan.“
Arsenal vann 3:0 sigur í Aserbaid-
sjan og Sigrún hælir liðinu. „Þetta
var öruggt og ég held áfram að glápa
á hvern einasta leik á meðan ég sé
boltann,“ segir Sigrún.
Morgunblaðið/Hari
Þrír ættliðir Vala Gísladóttir, Sigrún Pétursdóttir og Óðinn Þórðarson fylgdust með Arsenal í fyrrakvöld.
Glápir á hvern leik á
meðan hún sér boltann
Sigrún Pétursdóttir 98 ára er forfallinn fótboltaunnandi