Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
Nú er áratugur liðinn
frá falli íslensku bank-
anna, fyrirtækja sem
voru orðin óhemjustór
miðað við stærð hag-
kerfisins. Nógu stór til
að gjaldþrot þeirra
teldist meðal þeirra
stærstu í sögunni. Það
bættist svo við að Ís-
land varð líka pólitískt
fórnarlamb atburða-
rásarinnar í hinni al-
þjóðlegu fjármálakrísu. Það var m.a.
vegna beitingar breskra hryðju-
verkalaga og tilrauna erlendra ríkja
og alþjóðastofnana til að þvinga ís-
lenskan almenning til að greiða
skuldir hinna föllnu fyrirtækja.
Ógæfa Íslands fólst þó ekki síður í
því að hér á landi litu sumir á banka-
hrunið fyrst og fremst sem pólitískt
tækifæri og hófu innanlandsátök þeg-
ar við þurftum sem mest á því að
halda að sameinast út á við til að
verja sameiginlega hagsmuni þjóðar-
innar.
Dregin var upp sú mynd að efna-
hagshrunið væri séríslenskt fyrir-
bæri og til marks um að íslenskt sam-
félag væri og hefði alltaf verið
ómögulegt. Á sama tíma og við þurft-
um að beita öllum kostum fullveldis-
ins, þjóðrækni og samtakamáttar
landsmanna varð til hugmyndin um
„ónýta Ísland“.
Hið helga hrun
Fljótlega eftir fall bankanna og þá
atburði sem því tengdust fór að birt-
ast tilhneiging til að gera bankahrun-
ið að nánast helgum viðburði í pólit-
ískum tilgangi. Sú afstaða hefur tekið
á sig ýmsar myndir. Atburðarás sem
kallaði á rökræðu og greiningu var
fljótlega gerð að goðsagnakenndri
opinberun þar sem ströng helgiskrift
útlistaði hvernig væri
leyfilegt að tjá sig um
atburðina.
Þannig jafnaðist það
á við trúvillu að tala um
„svokallað hrun“ enda
þótti slíkt tungutak gefa
til kynna efasemdir um
helgi atburðarins. Eitt
af því sem oft hefur tal-
ist til hrunspjalla er að
halda því fram að at-
burðarásin hafi átt sér
eðlilegar og jafnvel fyr-
irsjáanlegar skýringar.
Slíkt þykir gera lítið úr
því að um hafi verið að ræða einstaka
opinberun, sameiginlegt áfall og nýtt
upphaf.
Að læra ekki af reynslunni
Það að læra af reynslunni virðist
ekki vera einn af stærstu kostum
mannsins. Með því að líta fram hjá
aðdragandanum og augljósum áhrifa-
þáttum er dregið úr getunni til að
læra af reynslunni af bankahruninu.
Ef til vill þarf það þó ekki að koma á
óvart.
Þau sem helst höfðu mært hina ís-
lensku útrás skiptu um hlutverk á
einni nóttu og mörkuðu sér sess sem
atvinnugagnrýnendur hins óvænta
hruns og alls sem því tengdist. Þau
sem höfðu þakkað eigin stefnu og
EES-samningnum útrásina og vöxt
bankanna voru til dæmis fljót að
finna nýjar skýringar á öllu saman og
boða inngöngu í ESB sem einu lausn-
ina.
Ekki svo óvænt
Í raun hafði þó lengi verið furðu
augljóst í hvað stefndi þótt erfiðara
hafi verið að spá fyrir um hvernig og
hversu snögglega það myndi gerast.
Eftir að alþjóðafjármálakrísan hófst
árið 2007 leið varla sá dagur að ég
ræddi ekki við einhvern af kunn-
ingjum mínum og vinum um atburða-
rásina. Samtölin og skeytasending-
arnar snerust jafnan um að furða sig á
því hversu lengi menn kæmust upp
með að láta eins og allt væri með
felldu og um viðbragðaleysi stjórn-
kerfisins og stjórnmálanna.
Það var til að mynda hægt að fylgj-
ast með viðskiptum íslensku bank-
anna með eigin hlutabréf eða annarra
banka á opnum vefsíðum á netinu.
Viðskipti sem augljóslega voru gerð til
að halda uppi virði hlutabréfanna.
Margir sendu skeyti fram og til baka
um þessar tilfæringar og grínuðust
með hversu fáránlega augljós at-
burðarásin væri. Sumir tilburðir
bankanna við að sýna fram á styrk
sinn fram á síðustu stundu þóttu
hreinlega spaugilegir.
Síðasta gleðistundin
Þegar íslenska karlalandsliðið í
handbolta sneri heim af Ólympíu-
leikunum í Peking sumarið 2008, með
silfurverðlaun, var efnt til hátíð-
arhalda í miðborg Reykjavíkur. Ég og
vinur minn, sem síðar átti eftir að
koma mikið við sögu við úrlausn hafta-
mála, sammæltumst um að fara í bæ-
inn „til að upplifa síðustu gleðistund
þjóðarinnar“ í bili. Þá var orðið full-
ljóst í hvað stefndi. Með falli Lehman
Brothers um miðjan september varð
það svo ekki lengur umflúið.
Það sem hafði gerst var ekki ein-
stakur íslenskur atburður. Það var
óhjákvæmileg afleiðing dæmigerðrar
lánsfjárbólu, nokkurs konar pýra-
mídasvindls sem byggðist á samspili
eignaverðsþenslu og óhefts aðgengis
að lánsfé sem svo stöðvaðist skyndi-
lega svo bólan sprakk.
Alþjóðakrísa
Útrásin og hinn hraði vöxtur ís-
lensku bankanna hafði verið afleiðing
af þessari alþjóðlegu þróun og þeir
urðu svo að fórnarlömbum hennar.
Bankarnir höfðu nýtt það frelsi og þá
hvatningu sem EES-samningurinn
veitti þeim til að taka þátt í þróuninni.
Stundum er sagt að á sínum tíma
hafi orðið til sú ótrúlega mýta að ís-
lensku bankarnir hafi verið betri en
aðrir í viðskiptum og haft einhverja
formúlu sem aðrir þekktu ekki.
Raunin er þó sú að þeir voru ákaflega
góðir í því sem flestallir bankar voru
að gera á þeim tíma, taka sífellt meira
fé að láni og lána það svo aftur út á
hærri vöxtum. Gallinn var bara sá að
bankar voru að gera einstaklega
óskynsamlega hluti.
Þó áttu íslensku bankarnir ekki
metin í þessum efnum. Sem dæmi má
nefna að þegar bankahrunið skall á
reyndist Danske Bank hafa verið enn
áhættusæknari en Kaupþing. Fjöldi
annarra banka, gamalla og nýrra, í
flestum löndum hins vestræna heims,
hafði leikið sama leik. Munurinn var
sá að vegna smæðar Íslands voru hin-
ir áhættusæknu íslensku bankar
óvenjustórir miðað við stærð hag-
kerfisins. Það var því ekki raunhæft
fyrir íslenska ríkið að dæla fjármagni
skattgreiðenda inn í bankana til að
halda þeim á floti.
Fórnarlömb og
tækifærismennska
Margir höfðu farið illa út úr banka-
hruninu. Einkum heimili með verð-
tryggðar skuldir eða gengislán og
þeir sem höfðu treyst bönkunum fyr-
ir ævisparnaði sínum. Flest af þessu
fólki bar harm sinn í hljóði og þráði
fyrst og fremst réttlæti á meðan aðrir
litu á áfallið sem pólitískt tækifæri.
Þeir eygðu möguleika á að endur-
hanna samfélagið eftir sínu höfði,
framkvæma byltingu.
Í því skyni þótti ýmsu til fórnandi.
Þannig mátti fallast á ólögmætar
kröfur erlendra ríkja, ríkja sem höfðu
sjálf aukið á tjónið. Því meira tjón,
þeim mun meiri staðfesting á þörfinni
fyrir byltingu og endurskoðun á
grundvallarreglum réttarríkisins. Af
því leiddu jafnvel tilraunir til að fá
fyrri valdhafa dæmda til fangelsis-
vistar.
Fyrir vikið gekk það gegn kenni-
setningunni að benda á hina erlendu
þætti bankahrunsins og leggja
áherslu á varnir samfélagsins út á við.
Þetta viðhorf virðist enn ríkjandi í
sama hópi eins og sést best á við-
brögðum við skýrslu Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands um al-
þjóðlega áhrifaþætti bankahrunsins.
Á sama tíma eru álitsgjafar sem
leiddu orðræðuna um ónýta Ísland
látnir útskýra málið fyrir lands-
mönnum aftur og aftur. Stundum
virðist sem álit manna sé þeim mun
eftirsóknarverðara því oftar sem þeir
hafa haft rangt fyrir sér.
Niðurstaðan
Áfram heldur svo innihaldslaust tal
um hvernig eigi að bregðast við skorti
á trausti á stjórnmálum. Svar núver-
andi ríkisstjórnar er að skipa nefnd
um málið og leggja til aukið kerfis-
ræði. Raunin er hins vegar sú að það
sem brást fyrir 10 árum var einmitt
skortur á pólitískri forystu og gallað
kerfisræði. Lausnirnar fólust í pólit-
ískri sýn og lýðræðislegum ákvörð-
unum byggðum á stjórnarskrá og
fullveldi landsins.
Eftir Sigmund Dav-
íð Gunnlaugsson »Það sem hafði gerst
var ekki einstakur ís-
lenskur atburður. Það var
óhjákvæmileg afleiðing
dæmigerðrar lánsfjár-
bólu, nokkurs konar
pýramídasvindls sem
byggðist á samspili eigna-
verðsþenslu og óhefts
aðgengis að lánsfé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Orsakir og afleiðingar
Ísland hefur val um
að vera í fremstu röð
þjóða um heilbrigði eða
eftirbátur annarra vest-
rænna ríkja sem mun
orsaka lakari heilsu
þjóðarinnar. Hér á landi
búum við að sterkum
grunni í menntun heil-
brigðisstétta og aðstöðu
en okkur skortir fram-
tíðarsýn um rekstur og
árangur í heilbrigðis-
málum.
Á skömmum tíma hefur verið leyst
farsællega úr erfiðri efnahagsstöðu Ís-
lands, hagur okkar hefur vænkast og
þá verður samstundis ákall um aukin
fjárframlög. Það þarf hins vegar að
svara spurningunni hvort framfarir
heilbrigðiskerfisins felist eingöngu í
auknum framlögum eða hvort rétt sé
að hugsa um nýjar aðferðir með hag-
ræðingu og betri þjónustu að leiðar-
ljósi. Er nauðsynlegt að ríkisvaldið sé
rekstraraðili þjónustunnar á sama
tíma og það er einnig greiðandi henn-
ar? Ríkisspítali mun ávallt verða til
staðar og veita ákveðna þjónustu.
Hann er hins vegar ekki alltaf best til
þess fallinn að leysa öll verkefni eins
og dæmin sanna.
Samkeppni umfram aðgerðarleysi
Stundum er mannauður ríkisspítala
einfaldlega of dýr, eins og t.d. þegar
sjúklingum er sinnt á bráðadeild sem
frekar eiga að sækja þjónustu á
heilsugæslu. En opinber heilsugæsla
hefur brugðist, biðtími er allt of lang-
ur og því leita sjúklingar til dýrustu
starfsmanna heilbrigðiskerfisins. Það
er ljóst að ef ekki verður gert sköru-
legt átak til að laga aðgengi að ákveð-
inni grunnþjónustu eins og t.d. öldr-
unarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu
og að sérfræðilæknum mun sinnuleys-
ið kosta íslenskt þjóðfélag mikið og þá
ekki bara í krónum talið.
Það er þungur baggi fyrir
samfélagið að bera ef
margir hverfa af vinnu-
markaði og geta ekki tek-
ið þátt í daglegu lífi.
Spurningin er hvort fela
beri eingöngu ríkinu að
leysa þann vanda eða
auka samkeppni og frelsi
á markað til að auka að-
gengi allra og þar með
hag þeirra?
Villan um frelsið
Þá kemur að umræðunni sem
vinstra fólk vill aldrei heyra nefnda,
samkeppni í heilbrigðismálum. Sú
staðreynd að blandaður rekstur sé oft
á tíðum heppilegri, hagkvæmari og
betri en ríkisrekstur getur ekki staðist
í þeirra huga. Fyrir þeim heftir frjáls
markaður aðgang eða lokar jafnvel að-
gengi að þjónustu. Á meðan þær full-
yrðingar dynja yfir okkur horfum við
upp á biðlista, dýrari lausnir eins og
að senda fólk í aðgerðir erlendis eða
eins og áður segir að bráðadeild sinni
verkefnum heilsugæslunnar. Kerfið,
eins og það er í dag, er einmitt að úti-
loka aðgengi að grunnþjónustu.
Sjúklingar sem hafa sótt þjónustu
einkarekinnna heilbrigðisstofnana um
árabil hafa yfir fáu að kvarta, þá allra
síst greiðsluþátttöku eða þjónustu. Ef
eitthvað er þá vilja þeir meira af slík-
um rekstri, t.d. fleiri úrræði á borð við
SÁÁ, Domus Medica, Orkuhúsið og
einkareknar heilsugæslustöðvar. Væri
ríkið að skrúfa frá krananum ef það
býður þjónustu út til einkaaðila?
Hvort er betra að gera eina aðgerð er-
lendis eða þrjár á einkarekinni stofu
hérlendis fyrir sömu upphæð? Þá er
ótalið óhagræðið fyrir sjúklinginn sem
þarf að ferðast til útlanda. Kerfið er í
dag tvöfalt, annars vegar greiðsluþátt-
taka ríkis með tilheyrandi biðlista og
hins vegar möguleikinn að greiða úr
eigin vasa og fá þjónustu strax. Augn-
steinaaðgerðir eru dæmi um slíkt og í
því felst ójöfnuður, í boði vinstri fólks.
Heilbrigðismálin á oddinn
Það hlýtur að vera markmið og
hlutverk heilbrigðiskerfis að vinna á
hagkvæman hátt með því að sinna og
útskrifa sjúklinga frekar en að raða
þeim á biðlista. Ríkið hefur tækin til
að stýra aðgengi einfaldlega með
greiðsluþátttöku sinni og að gera þá
kröfu að læknar útskrifi fólk úr kerf-
inu. Eru það ekki meðmæli með heil-
brigðisþjónustu ef fólk fær meina
sinna bót í stað þess að festast og
jafnvel týnast í kerfinu?
Við höfum séð það glöggt í háskóla-
samfélaginu að samkeppni er af hinu
góða. Það kallar á auknar kröfur um
gæði kennslu, aðstöðu og samkeppni
um nemendur sem þjónustuna sækja.
Það sem mestu skiptir er að allir hafa
aðgang og frelsi til að velja. Það gilda
engin önnur lögmál í heilbrigðiskerf-
inu. Ísland á að vera í forystu um
framfarir í heilbrigðisþjónustu. Við
höfum allt til brunns að bera annað en
að standa eingöngu vörð um opinber-
an rekstur. Við eigum að vera kerfið
sem aðrir líta til og vilja læra af.
Landssamband sjálfstæðiskvenna
stendur fyrir fundaröð um heilbrigð-
ismál í október þar sem rætt verður
um núverandi stöðu og horft til þess
hvernig má efla heilbrigði öllum til
heilla. Við hvetjum alla áhugasama til
að mæta á fundarröð sambandsins.
Heilbrigði er okkar mál og fyrir því á
Sjálfstæðisflokkurinn að tala.
Eftir Völu Pálsdóttur »Hvort er betra að gera
eina aðgerð erlendis
eða þrjár á einkarekinni
stofu hérlendis fyrir sömu
upphæð?
Vala Pálsdóttir
Höfundur er formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna.
Heilbrigði er okkar mál
Haustganga Nú fer að færast hauströkkur yfir landið en í staðinn
tekur gróður á sig venjubundinn fjölbreytileika árstíðarinnar. Í
Fossvogskirkjugarði þróast haustlitirnir sem annars staðar.
Kristinn Magnússon