Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Finndu kraftinn Komdu þangað sem menningarstraumar frá öllum heimshornum mætast. Smakkaðu á ljúffengum götumat og kynntu þér allt það heitasta í heimi hönnunar og lista. Horfðu yfir iðandi mannlífið af toppi skýjakljúfs og finndu kraftinn. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins í stórborgum Bandaríkjanna. STÓRBORGIR BANDARÍKJANNA Verð aðra leið frá 30.900 kr. Verð frá 47.600 Vildarpunktum „Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í að tryggja réttindi barna í daglegu lífi. Það hefur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum lands- ins um stuðning við innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okk- ar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn, “ segir Bergsteinn Jóns- son, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Bergsteinn og Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri Kópavogs, undirrit- uðu í gær samstarfssamning sem fel- ur það í sér að Kópavogsbær hefur vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stefnir bæjarfélagið að því að hljóta viður- kenningu sem barnvænt sveitar- félag UNICEF á Íslandi. Með undir- rituninni skuldbinda fulltrúar Kópavogsbæjar sig til þess að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þeg- ar verk- og ákvarðanaferli eru skoð- uð og að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. „Ég er stoltur af því að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé að hefjast í Kópavogi. Sveitar- félög gegna lykilhlutverki í innleið- ingu Barnasáttmálans og við hjá Kópavogsbæ munum sinna verkefn- inu af metnaði. Innleiðing Barna- sáttmálans fellur einnig afar vel að nýsamþykktum áformum bæjarins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá bænum,“ segir Ármann. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu á eftir Akureyrarbæ. Ljósmynd/Hreinn Magnússon Skrifað undir Bergsteinn Jónsson og Ármann Kr. Ólafsson glöddust í gær. Kópavogur innleiðir Barnasáttmála SÞ  Bæjarstjórinn kveðst vera stoltur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þrjú tilboð bárust í Grandagarð 2, Alliance-húsið, ásamt bygginga- rétti. Reykjavíkurborg auglýsti húsið til sölu í byrjun september. Tilboð voru opnuð á miðvikudag- inn og skiluðu eftirfarandi fyrir- tæki inn tilboði: Átak sf. og Habilis ehf. krónur 300 milljónir króna, Fasteignaþróunarfélagið SKIPAN ehf. 650 milljónir og M3 capital ehf. og Eldborg capital ehf. 900 millj- ónir. Fram kom í auglýsingu borgar- innar að við mat á tilboðum mundi verðhugmynd gilda 50% og aðrir þættir 50%. Þessir þættir eru frumleiki og tenging við umhverfi, samfélagsleg tenging, aðgengi, hönnun, sjálfbærni og kolefnisspor. Umsækjandi átti að gera grein fyr- ir hugmyndum sínum um uppbygg- ingu á reitnum ásamt uppdráttum. Samkvæmt upplýsingum Óla Arnar Eiríkssonar, deildarstjóra hjá skrifstofu eigna og atvinnuþró- unar, mun starfshópur borgarinnar ásamt fulltrúa Faxaflóahafnar, gefa tilboðunum stig á grundvelli matsblaðs. Gert er ráð fyrir því að þessi vinna taki tvær vikur og borgarráð geti tekið málið til af- greiðslu fimmtudaginn 25. október. Alliance-húsið er steinsteypuhús, byggt á árunum 1924 til 1925, eftir teikningum Guðmundar H. Þor- lákssonar húsameistara og er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu árið 2012 fyrir 340 milljónir króna. Árið 2007 hafði borgin selt fjárfestingafyrirtæki í eigu at- hafnakonunnar Ingunnar Werners- dóttur húsið og lóð á 925 milljónir. Húsið er 2.000 fermetrar. Ytra byrði þess hefur verið gert upp í anda fyrri tíma. Í dag eru starf- rækt í húsinu og viðbyggingu Sögu- safnið, norðurljósasýning og veit- ingahúsið Matur og drykkur. Fyrr á þessu ári var samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Nýbygg- ingarnar geta orðið alls 4.200 fer- metrar. Á jarðhæð nýbyggingar verða fimm verslunar- og þjónustu- rými opin almenningi. Á annarri og þriðju hæð verða íbúðir eða hótel- herbergi. Hæsta tilboð í Alliance- húsið var 900 milljónir  Verðhugmyndin mun gilda 50% og aðrir þættir 50% Morgunblaðið/Golli Alliance-húsið Viðbyggingin verður rifin og ný hús byggð á lóðinni. Alliance-húsið » Steinsteypuhús, byggt á ár- unum 1924 til 1925. Var byggt sem saltverkunarhús. » Til stóð að rífa húsið en komið var í veg fyrir það með friðun ráðherra árið 2010. » Húsið stendur á 3.569 fer- metra lóð sem fylgir með í kaupunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.