Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 9

Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Finndu kraftinn Komdu þangað sem menningarstraumar frá öllum heimshornum mætast. Smakkaðu á ljúffengum götumat og kynntu þér allt það heitasta í heimi hönnunar og lista. Horfðu yfir iðandi mannlífið af toppi skýjakljúfs og finndu kraftinn. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins í stórborgum Bandaríkjanna. STÓRBORGIR BANDARÍKJANNA Verð aðra leið frá 30.900 kr. Verð frá 47.600 Vildarpunktum „Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í að tryggja réttindi barna í daglegu lífi. Það hefur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum lands- ins um stuðning við innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okk- ar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn, “ segir Bergsteinn Jóns- son, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Bergsteinn og Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri Kópavogs, undirrit- uðu í gær samstarfssamning sem fel- ur það í sér að Kópavogsbær hefur vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stefnir bæjarfélagið að því að hljóta viður- kenningu sem barnvænt sveitar- félag UNICEF á Íslandi. Með undir- rituninni skuldbinda fulltrúar Kópavogsbæjar sig til þess að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þeg- ar verk- og ákvarðanaferli eru skoð- uð og að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. „Ég er stoltur af því að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé að hefjast í Kópavogi. Sveitar- félög gegna lykilhlutverki í innleið- ingu Barnasáttmálans og við hjá Kópavogsbæ munum sinna verkefn- inu af metnaði. Innleiðing Barna- sáttmálans fellur einnig afar vel að nýsamþykktum áformum bæjarins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá bænum,“ segir Ármann. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu á eftir Akureyrarbæ. Ljósmynd/Hreinn Magnússon Skrifað undir Bergsteinn Jónsson og Ármann Kr. Ólafsson glöddust í gær. Kópavogur innleiðir Barnasáttmála SÞ  Bæjarstjórinn kveðst vera stoltur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þrjú tilboð bárust í Grandagarð 2, Alliance-húsið, ásamt bygginga- rétti. Reykjavíkurborg auglýsti húsið til sölu í byrjun september. Tilboð voru opnuð á miðvikudag- inn og skiluðu eftirfarandi fyrir- tæki inn tilboði: Átak sf. og Habilis ehf. krónur 300 milljónir króna, Fasteignaþróunarfélagið SKIPAN ehf. 650 milljónir og M3 capital ehf. og Eldborg capital ehf. 900 millj- ónir. Fram kom í auglýsingu borgar- innar að við mat á tilboðum mundi verðhugmynd gilda 50% og aðrir þættir 50%. Þessir þættir eru frumleiki og tenging við umhverfi, samfélagsleg tenging, aðgengi, hönnun, sjálfbærni og kolefnisspor. Umsækjandi átti að gera grein fyr- ir hugmyndum sínum um uppbygg- ingu á reitnum ásamt uppdráttum. Samkvæmt upplýsingum Óla Arnar Eiríkssonar, deildarstjóra hjá skrifstofu eigna og atvinnuþró- unar, mun starfshópur borgarinnar ásamt fulltrúa Faxaflóahafnar, gefa tilboðunum stig á grundvelli matsblaðs. Gert er ráð fyrir því að þessi vinna taki tvær vikur og borgarráð geti tekið málið til af- greiðslu fimmtudaginn 25. október. Alliance-húsið er steinsteypuhús, byggt á árunum 1924 til 1925, eftir teikningum Guðmundar H. Þor- lákssonar húsameistara og er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu árið 2012 fyrir 340 milljónir króna. Árið 2007 hafði borgin selt fjárfestingafyrirtæki í eigu at- hafnakonunnar Ingunnar Werners- dóttur húsið og lóð á 925 milljónir. Húsið er 2.000 fermetrar. Ytra byrði þess hefur verið gert upp í anda fyrri tíma. Í dag eru starf- rækt í húsinu og viðbyggingu Sögu- safnið, norðurljósasýning og veit- ingahúsið Matur og drykkur. Fyrr á þessu ári var samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Nýbygg- ingarnar geta orðið alls 4.200 fer- metrar. Á jarðhæð nýbyggingar verða fimm verslunar- og þjónustu- rými opin almenningi. Á annarri og þriðju hæð verða íbúðir eða hótel- herbergi. Hæsta tilboð í Alliance- húsið var 900 milljónir  Verðhugmyndin mun gilda 50% og aðrir þættir 50% Morgunblaðið/Golli Alliance-húsið Viðbyggingin verður rifin og ný hús byggð á lóðinni. Alliance-húsið » Steinsteypuhús, byggt á ár- unum 1924 til 1925. Var byggt sem saltverkunarhús. » Til stóð að rífa húsið en komið var í veg fyrir það með friðun ráðherra árið 2010. » Húsið stendur á 3.569 fer- metra lóð sem fylgir með í kaupunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.