Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Umsvif mjólkurframleiðslu fyrir- tækisins Örnu hafa aukist gríðarlega á þeim fimm árum sem fyrirtækið hefur verið í rekstri. Arna hóf starf- semi í september árið 2013 en sé horft til fyrsta heila rekstrarárs fyrirtækisins, þar sem rekstrar- tekjur voru 110 milljónir, nemur hlutfall söluaukn- ingar Örnu um 900% á fimm ár- um. Hálfdán Ósk- arsson, fram- kvæmdastjóri og stofnandi Örnu, segir að búast megi við því að rekstrartekjur fyrir- tækisins verði 1,1 milljarður í ár. Því er um tíföldun á sölutekjum að ræða. Fjöldi starfsmanna hefur einnig far- ið úr fjórum starfsmönnum í 22. „Það er ansi mikið fyrir þúsund manna bæjarfélag eins og Bolungarvík,“ segir Hálfdán er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans. Haustjógúrtin vinsælust Fyrirtækið er enn þá á fullri ferð í fasa vaxtar en söluaukningin á milli áranna 2016 og 2017 var rúmlega 54% samkvæmt ársreikningi Örnu fyrir árið 2017. Rekstrartekjur fyrir- tækisins voru 556 milljónir árið 2016 en 858 milljónir í fyrra. Ofan á það leggst áætluð 28% söluaukning í ár miðað við fyrra ár. „Það er meiri sala í okkar vörum og öflugri dreifing. Við höfum einnig meira vöruúrval og það skiptir máli í þessum bransa,“ segir Hálfdán. Aðspurður hvort ein- hver vara sé vinsælli en önnur nefnir Hálfdán sérstaklega Haustjógúrt Örnu. „Við erum með árstíðabundna vöru sem heitir Haustjógúrt þar sem við framleiðum jógúrt með aðalblá- berjum sem við tínum hérna í fjöll- unum. Það er vinsælasta vara okkar. Svo selst gríska jógúrtin okkar, bæði bragðbætt og hrein, mjög vel. En heilt yfir er góð sala í öllum vöru- flokkum,“ segir Hálfdán, en fyrir- tækið leggur áherslu á laktósafríar vörur. Hraður vöxtur kostar sitt Hagnaður fyrirtækisins var 21,6 milljónir árið 2016 og dregst saman um 30% á milli ára, og var 15 millj- ónir árið 2017. Segir Hálfdán að hraður vöxtur kosti einfaldlega sitt, sér í lagi í matvælageiranum. „Fyrirtækið er fimm ára þessa dagana. Við erum á fullu að byggja upp og stækka. Það kostar sitt að vaxa svona hratt. Að vera yfir núll- inu er mjög fínt hjá þetta gömlu fyrirtæki í þessum geira. Í matvæla- framleiðslu. Við erum mjög sátt við það,“ segir Hálfdán. „Við mátum það sem 10 ára verk- efni að byggja þetta fyrirtæki upp og erum á fullu í því,“ segir hann. Spurður hvort rekstur fyrirtækis- ins hafi gengið framar vonum segir Hálfdán að forsvarsmenn fyrirtæk- isins hafi ætíð verið bjartsýnir. „Við vorum alltaf bjartsýnir. En reyndar hefur söluaukningin verið hraðari en við reiknuðum með. En neytendur hafa staðið með okkur í þessu. Það hefur verið gríðarlegur vöxtur og er enn á þessu ári,“ segir Hálfdán. Ostagerð á Ísafirði Stærstur hluti framleiðslu Örnu fer fram í Bolungarvík en Hálfdán segir að ostagerð á Ísafirði hafi verið í bígerð í rúmt ár og verði komin í fullan rekstur um áramót. „Við erum að byggja fyrirtækið upp í Bolungarvík og höfum fjárfest í tækjum og tólum til að búa til fjöl- breyttari og betri vörur,“ segir Hálf- dán og bætir við. „Við leigjum gamla mjólkur- samlagshúsið á Ísafirði og erum að fara að setja þar upp ostagerð sem verður væntanlega komin í fullan rekstur um áramótin. Það er hús sem hentar vel undir ostagerð.“ Rekstrartekjur tífaldast Morgunblaðið/Kristinn Mjólkurvörur Rekstrartekjur Örnu hafa vaxið afar hratt undanfarin ár.  Vöxtur mjólkurframleiðslufyrirtækisins Örnu hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum  Ostagerð á Ísafirði verður komin í gang um áramótin Arna ehf. » Rekstrartekjur Örnu voru 110 milljónir árið 2014 og stefna í að vera 1.110 milljónir í ár. Er það 900% aukning á fimm árum. » Tekjurnar jukust um 54% á milli 2016 og 2017 og stefnir í yfir 20% aukningu í ár. Hálfdán Óskarsson ans við NIB sé að ræða en eldri samningar eru frá árunum 2015 og 2017. Henrik Normann, forstjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segja í tilkynning- unni að samstarfið hafi bæði reynst farsælt og árangursríkt. „Með því fáum við í senn bætt lánskjör og getum betur stutt við sjálfbæran og stöðugan vöxt íslenskra fyrir- tækja,“ segir Lilja. tobj@mbl.is Landsbankinn hefur fengið lán að upphæð 75 milljónir bandaríkja- dala frá Norræna fjárfestingar- bankanum, NIB. Lánið, sem er til sjö ára, og er að andvirði rúmra 8,5 milljarða íslenskra króna, er sam- kvæmt tilkynningu frá bankanum ætlað til fjármögnunar á litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi og verkefnum tengdum umhverfis- málum. Í tilkynningunni segir einnig að um þriðja lánasamning Landsbank- NIB lánar Landsbanka milljarða  Ætlað íslenskum fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Fé Lánið verður meðal annars notað í verkefni tengd umhverfismálum. 6. október 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.78 114.32 114.05 Sterlingspund 147.69 148.41 148.05 Kanadadalur 88.35 88.87 88.61 Dönsk króna 17.531 17.633 17.582 Norsk króna 13.82 13.902 13.861 Sænsk króna 12.583 12.657 12.62 Svissn. franki 114.7 115.34 115.02 Japanskt jen 0.9949 1.0007 0.9978 SDR 158.15 159.09 158.62 Evra 130.73 131.47 131.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.3381 Hrávöruverð Gull 1199.45 ($/únsa) Ál 2166.0 ($/tonn) LME Hráolía 85.99 ($/fatið) Brent Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum VIÐBÓTARHÚSNÆÐISLÁN Kynntu þér tækifærin á framtidin.is LÁTUM DÆMIÐ GANGA UPP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.