Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 V ð f á 2024 SLT L iðLé t t ingur Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is er r 2.890.000 án vsk. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margt í veðráttu á norðurslóðum síðastliðið sumar rímar ágætlega við þær sviðsmyndir loftslagsbreytinga sem kynntar hafa verið. Víða á Norðurlöndunum og við Eystrasalt féllu hitamet í langvarandi og óvenju- legri þurrkatíð. Þessu fylgja svo breytingar á loftstraumum; svo að í júní og júlí síðastliðnum var fyrir- stöðuhæð yfir Skandinavíu svo suð- vestlægar áttir með rigningu voru ríkjandi hér á landi langt fram eftir sumri. Til viðbótar þessu var sjór suðvestan við landið óvenju kaldur miðað við árstíma og suðvestanáttin því kaldari en ella. Þetta segir Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Ís- lands. Breytileikinn meiri en áður Á dögunum héldu forstjórar veð- urstofa Norður- og Eystrasaltsland- anna hér á landi sinn árlega sameig- inlega fund. Loftslagsbreytingar voru þar til umræðu; meðal annars hvernig megi vinna gegn þeim. Segja veðurfræðingar að nú verði fólk sem byggir hin norrænu lönd að vera viðbúið ýmsum breytingum í veðr- áttu, svo sem hitabylgjum og úr- komuflóðum eftir langvarandi úr- komukafla. Einnig meiri ákefð úrkomu sem leiði til asaflóða. Slíkt auki kröfur um viðvaranir vegna af- takaveðurs, skipulega aðlögun að loftslagsbreytingum og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Vísindamenn eru alltaf mjög var- færnir ef setja á atburði dagsins í dag í samhengi við loftslagsbreytingar. En vissulega gefur veðráttan í sumar tilefni til þess að spyrja réttmætra spurninga um hvort nú séu að verða straumhvörf. Ég skal ekki segja, en almennt er það svo að skotvindarnir í háloftunum sveiflast talsvert og það er klárlega meiri breytileiki í veðr- áttu nú en áður,“ segir Árni. Nákvæmari veðurspár og eflt eftir- lit með ástandi lofthjúpsins er sömu- leiðis, að sögn Árna Snorrasonar, mikilvægt svo meta megi áhættu og fyrirbyggja vá. Með öðrum orðum kallar þetta á auknar rannsóknir. Margt sé í deiglunni á vegum Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) sem til framfara horfi. Þá standi til að þjónusta veðurstofa land- anna sem fyrr eru nefnd verði bætt með því að byggja upp sameiginleg spákerfi í samvinnu við veðurstofur á Írlandi og Hollandi. Á það að vera komið í gang eftir fimm ár. En aftur að veðráttu og náttúrufari á líðandi stundu. Undanfarið hafa reglulega borist fréttir af borgar- ísjökum fyrir norðan land, klumpum sem hafa verið sjaldséðir hér við land í seinni tíð. Í þessu sambandi minnir Árni Snorrason á að borgarís hafi um allar aldir leitað óreglulega að Ís- landsströndum. Á síðustu tuttugu ár- um eða svo hafi skriðhraði jökla á Grænlandi hins vegar aukist sem hafi leitt af sér meiri kelfingu. Undanfarin ár hafi svo verið minna um hafís við austurströnd Grænlands svo borg- arísjakana reki nú greiðar en ella út á haf og með vestlægum áttum að Ís- landsströndum. „Brýnt er að efla veðurathuganir og rannsóknir á veðráttu á norður- slóðum; bæði vegna loftslagsbreyt- inganna og eins siglinga. Skemmti- ferðaskip fara oft að austurströnd Grænlands og norður að Svalbarða, en öryggisatriði vegna þeirra siglinga hafa verið í skoðun að undanförnu. Reyndar er alltaf mjög eftirsóknar- vert að fá betri veðurgögn frá skipum á hafi úti. Við höfum að undanförnu vakið máls á því við útgerðarfélög og óskað samstarfs. Þannig sjáum við fyrir okkur að koma mætti mælitækj- um fyrir um borð í skipum og bátum, hvort heldur sem þau eru á grunnslóð eða lengra úti,“ segir Árni og heldur áfram: „Fyrir vísindin eru veðurgögn utan af hafi algjört gull, svo miklu ræður hitastig sjávar alltaf um veðráttu. Svör við mörgum spurningum veður- fræðinnar er að finna í hafinu. Auknum fjármunum sem við fáum til rannsóknarstarfs, til dæmis í gegnum alþjóðlegt samstarf, munum við verja til að fylgjast með veðráttu úti á sjó og eins til að efla háloftarannsóknir á Keflavíkurflugvelli. Þar er skotið á loft loftbelgjum sem svo senda frá sér upplýsingar, sem eru afar mikilvæg gögn. Þær rannsóknir gera veður- stöðina í Keflavík einhverja þá mikil- vægustu í Evrópu. Allt kemur þetta svo heim og saman við áherslurnar í starfi Norðurskautsráðsins þar sem Finnar eru nú með forystu. Þeir vildu efla veðurfræðirannsóknir á vegum ráðsins og þeirri stefnu vildum við sjá Íslendinga fylgja þegar við tökum við formennsku í ráðinu næsta vor.“ Stígandi eða fallandi? Á vegum Veðurstofunnar eru tugir veðurathugunarstöðva hringinn um landið; sumar mannaðar en æ fleiri sjálfvirkar. Í athugunum þar, eins og við þekkjum til dæmis úr veður- fréttum í útvarpinu, eru teknar upp- lýsingar um hita, vindátt, útkomu, skýjafar og skygni og hvernig loftvog stendur. Er hún stígandi eða fall- andi? „Veðurathuganir eru tölfræðileg gögn sem svo eru nýtt, meðal annars við gerð líkana sem gera okkur kleift að gera spár langt fram í tímann. Núna erum við til dæmis komin með líkön sem gefa að minnsta kosti vís- bendingar um veðráttu einn mánuð fram í tímann. Það eru gögn sem Landsvirkjun fær hjá okkur og vænt- anlega fleiri þegar fram líða stundir. Eru þessar spár meðal annars byggð- ar á gögnum frá Evrópsku reiknimið- stöðinni sem er í Reading á Englandi. Og vegna þessa þurfum við fleiri þætti inn í veðuratuganir svo sem mælingar á varmageislun hvort held- ur er úr háloftum eða frá jörðu. Bættar mælingar á loftvog til dæmis á hafi úti væru einnig mjög þarfar,“ segir Árni . Spár tryggi innviði Mikilvægasta hlutverk Veðurstofu Íslands er að miðla upplýsingum um veður til almennings; spám og fróð- leik eins og við á hverju sinni. Æ fleiri leita þessa á vefsetrinu vedur.is sem er í stöðugri þróun. Hefur þróunin verið í þá átt að veðurspár og viðvar- anir taki meira til áhrifa veðurs og auðveldi þannig almenningi, ferða- mönnum og samfélaginu öllu að gera viðeigandi ráðstafanir, þegar að- stæður krefjast þess, samanber mál- tækið að fáir kunna sig að heiman í góðu veðri að búa. „Fólk er gjarnan óviðbúið snjó og röskun á samgöngum eins og gerðist núna í vikunni með fyrstu haustlægð- inni. Þessi þarf að bregðast við. Því höfum við líka verið að þróa nákvæm- ar skammtímaspár og kynntum þær nýlega fyrir sveitarfélögunum hér á höfuðborgarsvæðinu og raunar fleir- um; aðilum sem allir eiga mikið undir traustum spám þannig að tryggja megi að innviðir samfélagsins haldist uppi hvernig sem viðrar,“ segir Árni Snorrason að síðustu. Veðráttan rímar við sviðsmyndir  Loftslagsbreytingar kalla á rannsóknir og viðbrögð  Veðurstofur marga landa hefja samstarf  Breytileiki er meiri  Vilja fá mælitæki um borð í íslensk skip  Gögn af hafinu eru gull Ljósm/Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Borgarísjaki Hamraborg sem var í mynni Eyjafjarðar nú á dögunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þingvellir Veðráttan og litir náttúrunnar eru síbreytileg. Haustsvipur er nú kominn á gróðurinn og Botnssúlurnar hafa sett upp hvítan koll. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veðurstofan Vísindamenn eru varfærnir við að setja atburði líðandi stundar í samhengi við loftslagsbreytingar. Veðrátta í sumar gefur þó tilefni til þess að spyrja hvort nú séu að verða straumhvörf, segir Árni Snorrason. Hjá Veðurstofu Íslands er áhugi fyrir því að koma á laggirnar lofts- lagsetri, en slík eru starfrækt á Norðurlöndum og er reynslan góð. Þar geta almenningur, vísindafólk og stefnumótendur nálgast upplýs- ingar um áhrif og afleiðingar lofts- lagsbreytinga. Sem dæmi má nefna upplýsingar sem nýta má til stefnu- mótunar um landnýtingu og skipu- lag í kjölfar breyttrar veðráttu. Flóðahætta og hækkandi sjávar- staða kallar t.d. á ýmsar fyrirbyggj- andi aðgerðir, sem byggjast verða á bestu þekkingu. Í samræmi við heimsmarkmið Skv. minnisblaði sem hefur verið kynnt umhverfisráðherra yrði loftslagssetrið sjálfstæð eining inn- an Veðurstofunnar. Fulltrúar stofn- ana umhverfis-, atvinnuvega- og menntamálaráðuneytis sem og fulltrúar orku- og samgöngu- kerfisins sætu þar í fagráði þar sem línurnar yrðu lagðar. Miðað er við að starfsmenn setursins verði tveir og árlegur kostnaður við starfsem- ina 37 millj. kr. Tillögur um setrið eru nú í skoðun í stjórnkerfinu. „Starfsemi loftslagsseturs myndi samrýmast til dæmis heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna í lofts- lagsmálum; svo sem efla allan við- búnað og auka þekkingu á þeim breytingum sem eiga sér stað í náttúrunni vegna áhrifa loftslags- breytinga,“ segir Árni Snorrason. Í síðasta mánuði kynnti ríkis- stjórnin aðgerðaáætlun Íslendinga í loftslagsmálum, sem hefur það markmið að draga úr losun gróður- húsalofttegunda og stuðla að auk- inni kolefnisbindingu. Megin- punktarnir í þessari áætlun eru rafvæðing samgangna og átak í kolefnisbindingu með eflingu skóg- ræktar, landgræðslu og endur- heimt votlendis. Réttar áherslur „Áherslurnar eru réttar að mínu mati, en styrkja þarf vísindalega undirstöðu tillagnanna. Einnig þarf að forgangsraða rannsóknum vegna aðlögunar, en Veðurstofunni hefur verið falið að koma með rannsóknaáætlun í samvinnu við hagsmunaaðila,“ segir forstjóri Veðurstofu Íslands. Loftslagssetur við Veðurstofuna verði sett á laggirnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óveður Flóðahætta og hækkandi sjávar- staða kalla á fyrirbyggjandi aðgerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.