Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 ✝ Bergvin Odds-son, útgerðar- maður í Vest- mannaeyjum, fæddist í Neskaup- stað 22. apríl 1943. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 22. sept- ember 2018. Foreldrar hans voru Magnea Berg- vinsdóttir, f. 26.2. 1917, d. 1.10. 2001, og Oddur A. Sigurjónsson, f. 23.7. 1911, d. 26.3. 1983. Systkini Bergvins eru Rósa, f. 10.2. 1940, Guðmundur, f. 22.4. 1943, Hrafn, f. 2.11. 1945, Svanbjörg, f. 5.10. 1951, og Lea, f. 27.9. 1955. Eftirlifandi eiginkona Berg- vins er María Friðriksdóttir, f. 1.3. 1943. Börn þeirra eru: 1) Lúðvík, f. 29.4. 1964, kvæntur Þóru Gunnarsdóttur, f. 16.3. 1965. Börn þeirra eru Jóhanna Lea, f. 10.12. 2002, og Bjarni Þór, f. 27.7. 2004. 2) Magnea, f. 9.5. 1965, gift Þorvarði Æ. Hjálmarssyni, f. 9.10. 1962. Börn Magneu af fyrra hjónabandi eru Tómas Ingi, f. 22.12. 1995, og María, f. 22.12. 1995. 3) Har- ár. Árið 1986 keypti hann félaga sína út úr útgerðinni og stjórn- aði henni til loka árs 2017. Árið 2005 keypti Bergvin og gerði út litla trillu, Glófaxa II. VE 301. Við andlátið var fjöl- skyldan með í smíðum nýjan 12 tonna plastbát, sem hefur fengið nafnið Glófaxi VE 300. Bergvin var jafnaðarmaður. Hann tók nokkurn þátt í pólitík- inni í Vestmannaeyjum fyrir jafnaðarmenn. Bergvin tók þátt í störfum LÍÚ og sat í stjórnum og ráðum hinna ýmsu fyrirtækja og félaga í Eyjum og víðar. Má þar nefna Vinnslustöðina hf., Vörð hf., Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Verðandi og Út- vegsbændafélag Vestmanna- eyja. Bergvin hafði mikinn áhuga á íþróttum og var dyggur stuðn- ingsmaður ÍBV. Bergvin var fé- lagi í Kiwanisklúbbnum Helga- felli í Vestmannaeyjum, auk þess að starfa náið með Félagi eldri borgara í Eyjum. Á síðari hluta æviskeiðs síns tók hann svo upp á því að syngja og söng hann til að mynda með gömlum félögum sem kölluðu sig Brælubelli. Útför Bergvins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 6. október 2018, klukkan 14. Meira: mbl.is/andlat aldur, f. 21.8. 1972, í sambúð með Sól- veigu B. Magnús- dóttur, f. 28.11. 1970. Synir Har- aldar af fyrra hjónabandi eru Bergvin, f. 24.10. 1994, Baldur, f. 17.1. 1999, og Birk- ir, f. 20.10. 2004. Bergvin var útgerðarmaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum. Bergvin kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Maríu Friðriks- dóttur frá Skálum á Langanesi, 1962. Bergvin lauk námi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1964. Það sama ár fluttu hin nýgiftu hjón til Eyja og bjuggu þar allan sinn búskap. Bergvin stundaði sjómennsku hjá frænda sínum, Helga Bergvins, og fleiri útgerðum fyrst eftir komuna til Eyja. Árið 1969 tók hann við skipstjórn á Ver VE, aðeins 26 ára gamall. Árið 1974 stofnaði hann, í félagi við bróður sinn og mág, útgerðarfélag sem gerði út fiskiskipið Glófaxa VE 300. Sam- anlagt var Bergvin skipstjóri á fiskiskipum í Eyjum í næstum 40 Elsku pabbi minn er dáinn. Það verður erfitt að skilja að þú eigir ekki eftir að koma til okkar á Skólaveginn kl. 11 á hverjum morgni. Það er víst alveg á hreinu að ég vann í foreldralottóinu, því betri pabba var ekki hægt að fá og og með Dúllu sína sér við hlið voru honum allir vegir færir. Fjölskyldan var honum allt sem og fólkið á Eyjunni okkar fögru, mátti ekkert aumt sjá og um- hyggjan fyrir samfélaginu var mikil. Hann var sannur vinur vina sinna og á hverjum degi var hann á ferðinni að fylgjast með mann- lífinu, fiskiríinu, pólitíkinni eða að snúast í kring um fjölskylduna. Hann fór víða á hvíta bílnum sín- um og hvert sem hann fór hafði hann yfirleitt forgang í umferð- inni. Lagið „Kóngur einn dag“ var honum mjög hugleikið enda lýsir það honum best, hann var kóngur alla daga. Pabbi keypti útgerð árið 1974 með bróður sínum Hrafni og Valla mági sínum. En árið 1986 keypti hann útgerðina einn og rak hana til ársins 2017 ásamt fjölskyldunni. Ég var ekki gömul þegar hann fól mér bókhaldið og hinn daglega rekstur útgerðarinnar. En pabbi fylgdist alltaf vel með og það var undir hans leiðsögn að útgerðin óx og dafnaði. Traust var eitt sem hann kenndi okkur snemma og það voru margir sem fengu að byrja sinn sjómannsferil undir hans stjórn. Hann hafði þó alltaf skoðanir á hlutunum og lét þær heyrast hvar sem hann var. Eftir að pabbi kom í land árið 2008, tóku við ný viðfangsefni. En hann hafði róið sem skipstjóri á bátum sínum sem báðir hétu Gló- faxi VE 300. Pabbi var aldrei að- gerðalaus þótt honum fyndist hann ekki hafa neitt að gera í landi, en smám saman fann hann sér nýja rútínu. Hann átti trilluna Glófaxa 11 VE 301 sem hann réri á sér til ánægju, oft með Hrafni bróður sínum en þeir voru alla tíð miklir vinir. Sjórinn var hans líf og yndi. Þótt hann væri kominn í land þá hringdi hann reglulega í skip- stjórana á Glófaxa til þess að ráð- leggja þeim hvar best væri að leggja netin og það sýnir best hvernig karakter hann var, alltaf til í að gefa góð ráð og hjálpa til eftir bestu getu. Meira segja eftir að við seldum bátinn hélt hann áfram að hringja í skipstjórann á skipinu til þess að gefa góð ráð. Fjölskyldan, börnin og barna- börnin voru honum svo kær. Bræður hans og systur sóttu mik- ið til hans, enda gott að leita til hans með vandamál. Það leið ekki sá dagur að hann hringdi ekki í Hrafn bróðir sinn þar sem spjall- að var um trilluna, veðrið og fékk hjá honum góð ráð varðandi bát- inn sem nú er í smíðum. Sárt er að hugsa til þess að hann fái ekki að sjósetja og róa á nýja bátnum sínum vegna svikinna loforða á framkvæmd við smíði bátsins. Hann lifði fyrir það nú undir það síðasta, að spá í hvað þyrfti að kaupa í nýja bátinn, og því miður tókst okkur ekki að klára bátinn fyrir hann, en það verður stefnt að því á næstunni að klára skipið fyrir þig, elsku pabbi. Mamma og pabbi bjuggu allan sinn búskap á Illugagötunni. Samheldnin á Illugagötunni var engu lík og gott að alast upp við það að þér stóðu allar dyr opnar. Þegar við héldum upp á afmæli mömmu og pabba síðasta vor, voru nágrannarnir á Illugagöt- unni mættir til þess að gleðjast með þeim hjónum á þessum tíma- mótum. Margs er að minnast en að horfa til baka mun minninginn um góðan og kærleikríkan pabba standa eftir. Hann hafði sterkar skoðanir á flestu og fékkst þú allt- af að vita hvar hann stóð og sann- leikurinn sjaldnast langt undan. Þó mun alltaf standa upp úr okk- ar vinátta í öllu, sama hvað gekk á. Hvort sem maður gerði eitt- hvað rangt eða í fljótfærni stóð hann alltaf með sínum. Hvíldu í friðu, elsku pabbi minn, minningin um þig mun lifa með okkur um aldur og ævi. Þín dóttir Magnea. Það er oft sagt að maður velji sér ekki ættingja heldur sitji uppi með þá. En ég get sagt að í mínu tilfelli var ég einstaklega heppinn með þá föðurúthlutun sem ég fékk og hefði örugglega ekki get- að valið betur sjálfur. Hugsunin um að geta hvorki hitt þig eða aldrei talað við þig aftur er mjög erfið og nánast óbærileg. Við vorum vanir að hittast á hverjum morgni í kaffispjalli og fara yfir öll heimsins mál. Það fór þó mikil tími í að tala um bátinn sem við fjölskyldan vorum að láta smíða og var þér hjartans mál. Vorum við búnir að hanna hann fram og til baka og alltaf duttu inn nýjar hugmyndir. Það er því sárara en orð fá lýst að þú skyldir aldrei ná að fara neinn róður á nýja bátnum þínum sem þú varst búinn að bíða svo spenntur eftir að fá að prufa. En við lofuðum þér að klára bátinn og það skulum við gera fyrir þig. Íþróttir voru þér sérstaklega hugleiknar þótt þú hafir aldrei náð neinum frama í þeim sjálfur en fannst afskaplega skemmti- legt að fylgjast með þeim og þá sérstaklega fótbolta. Um fótbolta gátum við rætt endalaust þar sem þú varst mikill Tottenham-maður og ég Arsenal-maður, því gátum við rökrætt endalaust um ensku knattspyrnuna. En þó myndi það bara gleðja mig núna að þínir menn myndu ná góðum árangri í vetur svona til heiðurs þér. Það verður skrítið að fara ekki upp á Illó og horfa á enska boltann með þér í framtíðinni. En um eitt gátum við verið al- veg sammála um, það var liðið okkar ÍBV. Þú og mamma voru einn af aðal stuðnings- og styrkt- araðilum félagsins hvort sem um var að ræða fótbolta eða hand- bolta, enda hafði ÍBV sæmt þig silfurmerki félagsins. Veit ég að hvíta pickup bílsins verður sárt saknað á heimaleikjum á Há- steinsvelli í framtíðinni. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur. Þér fannst alltaf best þegar öll fjölskyldan var saman kominn upp á Illó, þar sem boðið var í mat og fleira. Barnabörnin voru mjög hænd að þér og sóttu í að heim- sækja ykkur. Ég veit að missir þeirra er mikill; þ.e. að geta ekki komið upp á Illó og hitt þig eða farið með þér á rúntinn á hvíta pikkanum. Það var líka alltaf nóg að gera á Illó á öllum stórhátíð- um, þó held ég það sé ekki á neitt hallað þegar minnst er á áramót- in. Áramótin á Illó voru engu lík og gleðin og spenningurinn í kringum þau er eitthvað sem á eftir ylja manni um hjartaræt- urnar um ókomna tíð. Enda voru flugeldakaupin mögulega sá stuðningur við sam- félagið sem þú hafðir mest gaman af en þá breyttist þú í barn í orðs- ins fyllstu merkingu. Það er mjög dýrmætt fyrir okkur systkinin að hafa náð því að halda upp á 150 ára afmæli ykkar mömmu. Við náðum að koma ykk- ur á óvart og sú veisla var ógleymanleg. Munu minningar úr þeirri veislu ylja okkur um ókomna framtíð. Elsku pabbi, þú kenndir mér svo margt, þú varst alltaf traust- ur og heiðarlegur og einstaklega gott að leita til þín. Síðustu vikur hafa verið hafa verið alveg ein- staklega erfiðar frá því þú veikt- ist og þar til að kallið þitt kom. Það má samt segja að þetta hafi verið í þínum anda að vera ekkert að „gaufa“ neitt við hlutina, held- ur bara klára þetta. Söknuðurinn er mikill en ljúfar minningar um einstakan mann munu lifa að eilífu. Farðu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Haraldur. Það er ekki bara eitthvað eitt sem kemur upp í huga manns, þegar maður hugsar til Bedda á Glófaxa. Stuttu eftir að ég flutti til Vestmannaeyja gat maður ekki annað en tekið eftir stórum hvítum amerískum pikkup með einkanúmerinu V300. Ég spurði vinnufélagana hver ætti þennan stóra flotta bíl. Svarið var Beddi á Glófaxa. Seinna lágu leiðir þannig að ég fór að vinna fyrir fjölskyld- una hans Bedda. Upp úr því kynntist ég konu minni, henni Magneu Bergvins. Eftir það lágu leiðir okkar oft saman. Beddi átti margar gull- setningarnar eins og, sem dæmi, þegar ég var orðinn heimavanur á hans heimili. Eitt sinn sagði hann við mig „var ég búinn að kynna þig fyrir sjeniver“ eða Bedda- blöndunni? Sem hann kunni afar vel við. Þótt furðulegt sé fannst mér hann vera í lagi. Oft töluðum við um samferða- fólk okkar sem hann og ég þekkt- um frá Norðfirði. Minnið sem Beddi hafði var alveg einstakt. Alltaf gat ég flett upp í honum eins og í bók, ef ég þurfti að spyrja um fólk eða tengsl manna. Beddi var ljúfur, góður, ákveð- inn, hreinskilinn og talaði ís- lensku með öllu andlitinu þegar það átti við. Þetta eru bestu lýs- ingarorðin sem ég finn og lýsa vel tengdapabba mínum. Hvíl í friði. Þinn Þorvarður (Doddi). Skipstjórinn á Hafrúnu NK 80, Kiddi í Dagsbrún, var afi minn og þeirrar gerðar að hann talaði var- lega um fylgdarmenn sína og tölti varlega lífsins veg. Mér er það minnisstætt að það fallegasta sem hann gat skreytt nokkurn mann með var að viðkomandi væri duglegur. Í þessari lýsingu afa míns á samferðamönnum sín- um fólst ótal margt, s.s. að við- komandi væri harðduglegur, ákveðinn, áreiðanlegur, greindur, traustsins verður og að viðkom- andi hefði forskot á meðal- manninn. Beddi var enginn meðalmaður, hann var duglegur! Um hádegisbil var bankað upp á í Dagsbrún, afi minn gekk til dyra og tekur á móti skólastjóra barnaskólans í Neskaupstað og býður honum til stofu. Ung að ár- um sat móðir mín við eldhúsborð- ið og hlustaði á skólastjórann sinn biðja afa um hásetapláss fyrir tví- burana sína, Bergvin og Guð- mund. Tæpum 30 árum síðar slær tengdafaðir minn á þráðinn til bróður síns, Bedda á Glófaxa, og biður hann um að taka mig að sér. Einkennilegt hvernig hringrás lífsins er en að símtali loknu var ég orðinn stoltur háseti á Glófaxa VE 300. Á einhvern heillandi hátt eru minningar mínar um Bedda á Glófaxa hjúpaðar þakklæti. Beddi var vissulega ekki aðalsmaður en samt var hann kóngurinn. Silki- slakur, brosandi, göngulagið af- slappað, axlaböndin á sínum stað og á leið sinni úr Illugagötunni sé ég hann líta sposkan í spegilinn og blikka auga þ.s. fötin fóru hon- um honum vel, þau þorðu ekki annað. Það sem einkenndi Bedda um- fram annað var heiðarleiki og gjafmildi. Hann var mannvinur af bestu gerð en umfram allt vottaði ekki fyrir falsi né yfirborðs- mennsku. Hann var hreinn og beinn, hann var allra. Tvíburabræðurnir Guðmund- ur og Beddi áttu með sér einstakt samband og ég get ekki varist þeirri hugsun að þeir hafi í raun verið einn og hinn sami, tvö ein- tök af sama manninum. Bræðurn- ir deildu áhugamálum sínum og studdu þétt við ungmenna- og æskulýðsstarf og gerðu það svo vel að eftir var tekið. Gilti einu hvort um var að ræða góðan eða slæman árangur hjá ÍBV eða Breiðabliki, bræðurnir voru sem einn og studdu sitt lið með ráðum og dáð. Beddi var rammur að afli og ég sé hann fyrir mér halda uppi himnafestingunni svo við hin Bergvin Oddsson FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HARALDUR SIGURÐSSON fyrrv. bankafulltrúi á Akureyri lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 28. september. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. október klukkan 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Elísabet Kemp Guðmundsdóttir Eva Þ. Haraldsdóttir Gunnar Jóhannsson Ásdís H. Haraldsdóttir Sigurður V. Guðjónsson Ragna Haraldsdóttir Leó Jónsson Sigurður St. Haraldsson Thamar M. Heijstra barnabörn, barnabarnabörn ÞORSTEINSSON Ólafur Þorsteinn Gíslason lést í Newport, Rhode Island, miðvikudaginn 3. október. Minningarathöfn verður ákveðin síðar. Katherine A. Gíslason Erika Gíslason Stefán Gíslason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Núpalind 6, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans miðvikudaginn 3. október. Útför auglýst síðar. Kristjana Bjarnadóttir Þorsteinn Sigurðsson Ólöf Bjarnadóttir Guðlaugur G. Jónsson Ása Bjarnadóttir Árni Valur Árnason Elín Hreindal Bjarnadóttir Birna Bjarnadóttir Gísli Örn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÁSKELL SIGURÐSSON, Austurkór 65, lést á hjartadeild Landspítalans miðvikudaginn 3. október. Útför verður auglýst síðar. Rebekka Alvars Guðríður Magnúsdóttir Karen Rakel Óskarsdóttir Stefán Þór Helgason Guðríður Svava Óskarsdóttir Halldór Benjamín Guðjónsson Alvar Óskarsson Eydís Örk Sævarsdóttir Edith Ósk Óskarsdóttir Kristinn Dan Guðmundsson Kristín Eva Óskarsdótti Ágúst Birgisson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir minn, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN GUÐBERGSSON, Aðalstræti 130, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði fimmtudaginn 4. október. Þuríður G. Ingimundardóttir Brynjar Þór Þorsteinsson Guðríður Leifsdóttir Patrekur Bergmann Brynjarsson Filippía Brynjarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.