Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 I nghildur Einarsdóttir fædd- ist á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 6.10. 1958: „For- eldrar mínir voru bændur á Hjaltastað í Hjaltastaða- þinghá en hættu búskap þegar ég var fimm ára. Þau voru síðustu ábú- endur í „Gamla læknishúsinu“ en á Hjaltastað var tvíbýli. Sveitin átti alltaf ríkan sess á æskuheimili mínu. Farið var í árlegar ferðir austur á Hérað að heimsækja ættingja. Faðir minn var frá Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá og þar var ég í sveit í nokkur sumur hjá föðurbróður mín- um, Sævari Sigbjarnarsyni. Mamma var frá Ásgrímsstöðum í sömu sveit og átti fjölda ættingja fyrir austan. Nú hefur hópur ættingja minna stofnað félag um húsið og eru í óða- önn að gera þar allt upp. Ég vitja því enn æskuslóðanna árlega, en nú með börnin og barnabörnin.“ Inghildur var í Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, fluttti til Reykjavíkur 18 ára og hefur verið þar síðan, lengst af. Hún og eiginmaður hennar stofnuðu heimili í Reykjavík, voru búsett í Svíþjóð í fjögur ár meðan hann var í sérnámi, bjuggu síðan í Vestmanna- eyjum og í Stykkishólmi en enduðu í Reykjavík. Inghildur lærði rafvirkjun í Sví- þjóð, kenndi í Vestmannaeyjum og í Stykkishólmi, lauk stúdentsprófi frá öldungadeild MH 1994 og BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1998. Þá hóf hún störf hjá Vinnueftirlitinu og hefur starfað þar síðan. Hún tók þó tvisvar ársleyfi, fyrst haustið 2003 til að ljúka MSc-námi í vinnuvist- fræði við Loughborough University á Englandi, og aftur ársleyfi árið 2008 er þau hjónin fóru til Malaví í Afríku þar sem hann starfaði fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands: „Ég átti sem sagt 20 ára starfs- Inghildur Einarsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu – 60 ára Fjölskyldan Talið frá vinstri: Inghildur Síta, Rannveig Heiðrún, Soffía Elín Stella, Sigríður Stella, Brynjólfur, afmælisbarnið og Guðbrandur Elling. Hér er fjölskyldan í svonefndum Jórunnarlundi í Hjaltastaðaþinghá. Heldur tryggð við for- feðra- og æskuslóðirnar Afmælisbarnið Inghildur Einars- dóttir deildarstjóri. BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S V E F N S Ó F A R TURI kr. 149.800 frá Innovation Living Denmark Sindri Þór Kárason hljóðmaður á 30 ára afmæli í dag. Hann hefurverið sjálfstætt starfandi í hljóðupptökum og hljóðvinnslu enstarfar núna eingöngu við sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerð. Meðal verkefna sem hann hefur unnið við eru þættirnir um Stellu Blómkvist og Ófærð en þar var hann í hljóðupptöku. Sindri hefur störf hjá Sagafilm næstkomandi nóvember. „Það er nóg um að vera hjá Sagafilm um þessar mundir og mörg spennandi verkefni að fara í gang.“ Sindi hefur starfað sem hljóðmaður frá 2012, en hann var í námi á Englandi 2010-2012 í hljóðvinnslu. „Ég ætlaði mér að verða tónlistar- pródúsent, en hljóðblöndun og hljóðhönnun kvikmynda heillaði mig meir,“ en Sindri hafði bæði verið í hljómsveitum og hljóðblöndun í tónlistinni áður en hann fór út í nám. Áhugamál Sindra eru fótbolti og fjölskyldan. Hann spilaði með Hamri í Hveragerði upp í meistaraflokk en lætur sér núna nægja að horfa á boltann og þá helst leiki með Liverpool. „Ég bjó í Manchester þegar ég var í náminu en náði ekki að fara á Anfield en fór á leik með Liverpool á Old Trafford. Það var fyrsti leikurinn undir stjórn Kenny Dalglish, og var bikarleikur sem tapaðist.“ Eiginkona Sindra er Erna Jóna Guðmundsdóttir, sálfræðinemi í HR, er pappírsbrúðkaup hjá þeim í dag. Dóttir þeirra er Jóna Maren sem er rúmlega þriggja mánaða. „Ég veit ekki hvað ég geri í dag, hún ætlar að vera með eitthvað óvænt, þannig að tíminn leiðir það í ljós.“ Feðginin Sindri ásamt Jónu Maren en hann er núna í fæðingarorlofi. Fagnar pappírs- brúðkaupi í dag Sindri Þór Kárason er þrítugur í dag Hannes Þórður Hafstein og Þorri Orrason héldu tombólu í Reykjavík og færðu Rauða krossinum afraksturinn, alls 11.638 krónur auk 22 Banda- ríkjadala. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.