Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 ✝ Jónas GunnarFriðriksson fæddist 16. ágúst 1932 í Borgarnesi. Hann lést á heimili sínu í Gig Harbor í Washington-ríki í Bandaríkjunum 20. ágúst 2018. Foreldrar Jón- asar voru Friðrik Þorvaldsson, f. 10. desember 1896 í Álftártungukoti í Álftanes- hreppi, d. 18. janúar 1983, og kona hans Helga Guðrún Ólafs- dóttir, f. 3. maí 1890 á Ölvalds- stöðum, d. 19. október 1984. Börn þeirra hjóna urðu sex; ein stúlka og fimm drengir. Jónas var þeirra yngstur, en hin voru Eðvarð, f. 28. október 1918, Guðmundur Trausti, f. 11. júní 1920, Þorvaldur „Thor“, f. 4. desember 1921, Elsa, f. 23. júlí 1929, og Ólafur Helgi, f. 16. október 1930. Allir bræðurnir eru nú látnir og er Elsa því ein eftir. Allir bræðurnir fóru til Bandaríkjanna að sækja sér menntun. Eðvarð starfaði sem mjólkurfræðingur í Kanada og eignaðist sex börn með konu sinni Barböru Old Friðriksson. Guðmundur Trausti var raf- magnsverkfræðingur í Reykja- vík og Bandaríkjunum. Eigin- kona hans var Guðrún Sigur- veig Jónsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Þorvaldur „Thor“ Friðriksson var foringi fyrrverandi alþingismann, f. 14. apríl 1940, kvæntan Hrefnu Filippusdóttur. Jónas og Valgerður eignuð- ust þrjá syni; 1) Gunnar, sem er borgarverkfræðingur í Bre- merton WA., kvæntur Karen Delvo bókara og eiga þau tvær dætur. 2) Friðrik, sem er of- ursti í landgönguliði sjóhersins (marines) og yfirmaður her- stöðvarinnar í Pendleton, San Diego. Kona hans er Elisabet Saldana og eiga þau tvær dæt- ur og eitt barnabarn. 3) Jónas, menntaskólakennari og for- ystumaður í æskulýðsmálum. Hann er kvæntur Tabithu Voi- les lyfjafræðingi og eiga þau tvo syni og eina dóttur. Jónas var borgaralegur starfsmaður Bandaríkjahers og hafði umsjón með dísilraf- stöðvum hersins og lagna- málum í herstöðvum á Ber- múdaeyjum og á eynni Adak í Alaska. Þegar Jónas komst á eftirlaun lá leið hans til Gig Harbor í Washington-ríki, þar sem hann festi kaup á húsi í fögru umhverfi. Valgerður varð eftir á Adak í nokkur ár vegna starfa sinna fyrir Alaska Airlines, en Jónas og dreng- irnir komu þangað hvert sumar til ýmissa starfa. Síðan fluttu þau öll í nýja húsið. Jónas hlaut margvíslegrar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Síðustu árin átti Jónas við mikil veik- indi að stríða. Valgerður ann- aðist hann heima þar til yfir lauk. Bálför hans hefur farið fram, en minningarathöfn verður á heimili þeirra í dag, 6. október 2018. Jónas verður svo jarðsunginn í kyrrþey á Ís- landi. í Bandaríkjaher og er jarðsettur í heiðursgrafreit í Arlington. Eigin- kona hans var Jo- an Nelouise Cain og eignuðust þau tvö börn. Elsa Friðriksdóttir, hús- freyja í Reykjavík. Eiginmaður henn- ar er Guðmundur Óskar Jóhannsson, kaupmaður og rithöfundur, sem rak Sunnubúðina í Hlíð- unum í Reykjavík um langt skeið. Elsa og Óskar eiga fjög- ur börn. Ólafur Helgi var sjón- varpsvirki í Reykjavík og síðar í Kanada. Hann kvæntist Maríu Viborgu Hálfdánardóttur og eignuðust þau tvö börn. Jónas Friðriksson kvæntist Valgerði Þorbjörgu Gunnars- dóttur bankastarfsmanni, f. 8. desember 1942. Þau giftust 24. apríl 1965, en þá starfaði Jónas á Keflavíkurflugvelli við rekst- ur dísilrafstöðva varnarliðsins. Foreldrar Valgerðar voru Gunnar Hans Stefánsson, fulltrúi forstjóra á Ferðaskrifs- stofu ríkisins, f. 24. mars 1915 á Ósi á Skógarströnd, d. 31. janúar 1951, þá farþegi í Glit- faxa, sem fórst á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur, og kona hans Ásta Árna- dóttir frá Aðalvík á Ströndum, f. 6. júlí 1911, d. 4. júní 2002. Þau eignuðust tvö börn; Val- gerði og Árna Gunnarsson, Kær vinur og mágur, Jónas Friðriksson, lést 86 ára gamall, hinn 20. ágúst sl. á heimili sínu í bænum Gig Harbor, skammt frá borginni Seattle í Washington- ríki. Hann kvæntist systur minni, Valgerði Þorbjörgu Gunnarsdóttur, 24. apríl 1965 og eignuðust þau þrjá drengi; Gunnar, bæjarverkfræðing í Bremerton, Jónas, menntaskóla- kennara í Battle Ground, og Friðrik, ofursta og yfirmann Pendleton-herstöðvarinnar í San Diego. Jónas vann fyrir Bandaríkja- her sem borgaralegur sérfræð- ingur í rekstri dísilrafstöðva og skipulagi lagnamála. Hann starf- aði upphaflega fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og síðar á eynni Adak í Alaska og á Ber- múdaeyjum. Á Adak var Val- gerður umboðsmaður Alaska Airlines. Tvisvar fluttu þau til Alaska og jafnoft til Bermúda. Þegar Jónas komst á eftirlaun, flutti fjölskyldan til Gig Harbor og bjó þar síðan. Jónas var hávaxinn og sterk- byggður, ljúfur og hlýr í fram- göngu og þau hjón gestrisin svo af bar. Þess arna nutu ættingjar og vinir. Rausnarlegra heimili var vandfundið. Þar bjó dóttir mín á meðan hún stundaði há- skólanám og þau hjón reyndust henni sem bestu foreldrar. Jónas var glaðsinna og brá sjaldan skapi. Hann fylgdist grannt með fréttum frá Íslandi og var stoltur af uppruna sínum í Borgarnesi. Hin síðari árin átti knattspyrnan hug hans allan. Hann fylgdist með flestum leikj- um Evrópuliða og öllum leikjum íslenska landsliðsins. Á Bermúda tóku þau hjón eitt sinn á móti ís- lenskum knattspyrnumönnum sem þar léku og héldu þeim mikla veislu. Fátt var Jónasi mikilvægara en eiginkona, sem hann elskaði og dáði, svo og líf sonanna og fjölskyldna þeirra. Á milli þeirra allra ríkti mikið og gagnkvæmt traust. Jónas var kletturinn í lífi þeirra og Valgerður stoð og stytta. Einhver sagði, að karl og kona væru sköpuð til að full- komna hvort annað, ekki til að verða eins. Þannig var það hjá Jónasi og Valgerði, enda þurfti mikið til vegna stöðugra búsetu- skipta. Sjaldan leið Jónasi betur en þegar öll fjölskyldan var saman- komin í húsinu í Gig Harbor. Barnabörnin áttu greiða leið í fang hans og fátt var þeim of gott. Veisluborðin hennar Val- gerðar voru dæmafá og þar liðu mörg kvöld langt inn í nóttina. Þrátt fyrir langa útivist, átti Ísland hug hans allan. Ég hygg hann hafi ósjaldan hugsað til landsins með trega og nokkrum söknuði. Þó var nýja landið hon- um gott og þar var hann farsæll. En Ísland var hans móðurjörð og hér mun hann hvíla að lokum. Hann gekk stundum í bol með áletruninni: „Ég vil heldur vera á Íslandi.“ Það mun ekki bregðast og moldin íslenska mun taka honum vel og veita hvíld. Jónas var mikill veiðimaður, þegar hann var ungur í Borgar- nesi og á eynni Adak. Og nú er hann horfinn til nýrra veiði- lendna. Þar fór hreinlyndur og hjartahlýr maður, sem öllum vildi vel og var svo mörgum góður. Þakkir fyrir líf hans verða lengi bornar fram. Samúðarkveðjur sendum við vestur um haf og til fjölskyld- unnar hér á landi, einkum til Elsu, systur bræðranna fimm, sem lifir þá alla. Meira: mbl.is/andlat Árni Gunnarsson. Margir mæla lífsgæði sín í efnalegum auði. Þegar aldurinn færist yfir og það fer að rökkva þá hugleiða þeir störfin sem þeir hafa unnið, minnast heimila sinna, bílanna sem þeir hafa átt og ekið og kannski peninganna sem þeir eiga í bankanum. Það eru trúlega hinir lánsömu, sem gera sér grein fyrir því að auður verður ekki reiknaður á efnalegri mælistiku. Að skapa og njóta kærleiksríkrar fjölskyldu og næra nána vináttu, er án efa réttur mælikvarði á auð. Það var einmitt samkvæmt þessari stiku, sem nýlátinn faðir minn reyndist bæði auðugur og velmegandi. Hann var einstakur faðir sem kenndi okkur bræðrunum að meta tilgang og gildi þess að vera dugandi í hverju verki, ábyrgir og að sýna hverjum manni samúð. Hann naut ylsins sem umvafði hann í hópi sjö barnabarna og barnabarna- barns. Hann var ástríkur og trúr eig- inmaður sem varð ástfanginn af Valgerði Gunnarsdóttur fyrir 60 árum. Sá kærleikur, sem ávallt ríkti á milli föður míns og móður, var hreinn og fagur og var grundvöllur allrar fjölskyldunn- ar. Þau nutu vináttu- og kær- leikssambands sem allir leita en ekki er öllum gefið. Gunnar, Friðrik og Jónas Jónassynir. Ýmislegt veldur straumhvörf- um í lífi fjölskyldna; vinningur í happdrætti HÍ hafði mikil áhrif á fjölskyldu Jónasar. Faðir hans Friðrik ákvað að nota vinninginn til að byggja nýtt hús í Borgar- nesi, selja það og koma börnum sínum til mennta í Danmörku. En síðari heimsstyrjöldin útilok- aði menntun í hersetinni Dan- mörku – og þess vegna fóru eldri bræðurnir til Bandaríkjanna – hvar þeir urðu að ganga í herinn en ella snúa aftur til Íslands. Í æskunni í Borgarfirði voru bræðurnir allir mjög uppátektarsamir. En systirin Elsa fékk það hlutverk að vera prúða og stillta barnið. Ýmsar mergjaðar sögur rifjuðust upp 6. júlí 1996 í Borgarnesi þegar systkinin komu öll saman í síð- asta sinn. Þessar sögur eru allar nánast ótrúlegar, en nokkuð margar þó sannar eins og að þeir bræður hafi keyrt upp fossinn í Langá á 1946 jeppa með spili að framan. Fjórir bræðranna unnu um skeið á Keflavíkurflugvelli. Eiginkona Lilla, Joan, var fyrsti fjölskyldumeðlimur bandarísks hermanns sem fékk að koma til Íslands. Á Vellinum var hægt að smakka hamborgara, kjúklinga- leggi, franskar kartöflur og 7up gos mörgum árum áður en þetta var fáanlegt annars staðar á Ís- landi. Okkur þótti alltaf mikill ævin- týrablær yfir Jónasi og þeim bræðrum öllum. Eftir herþjón- ustu vestra réðst Jónas til starfa fyrir herinn, fyrst um sinn á Keflavíkurflugvelli en síðan Ber- muda-eyjum og Adak-eyjum við Alaska og loks til Washington- fylkis. Fjölskyldan heimsótti Ís- land nokkuð títt og dásamlegt var að koma til þeirra í Gig Har- bor. Þráðurinn slitnaði aldrei. Sem betur fer, því það var mikið lán að fá að njóta nærveru Jón- asar og fjölskyldunnar allrar; synirnir bera foreldrum sínum fagurt vitni og þegar Jónas kvaddi höfðu hjónin eignast 11 afkomendur. Fyrsta barna- barnabarnið var fætt. Það sem einkenndi Jónas var gleði og hlátur. Öllum leið vel í nálægð hans, ungum sem öldn- um. Og mjög margir sóttu í nær- veru hans og vináttu. Þegar Jón- as var ungur í Borgarnesi fékk hann greiddan aðgang inn á kvikmyndir vegna þess að hlátur hans var svo smitandi að allar grínmyndir urðu margfalt skemmtilegri. En kvikmynda- stjórinn vildi hann ekki á sorg- legar, dramatískar myndir, því Jónas hló jafn innilega að drama- tískum atriðum. Og ein langlíf- asta minningin af Jónasi er af Guðmundi og Jónasi saman á ferð um landið, við veiðar eða aðra skemmtan, hvar þeir gerðu að gamni sínu og hlógu. Hlátur- rokur þessar voru börnunum mikið gleði- og aðdáunarefni – og þessar rokur óma enn. Friðrik pabbi Jónasar inn- stillti í börnin að allir hefðu eitt- hvað framyfir mann sjálfan. Enda ræddi hann jafnt við róna og ráðherra af sömu virðingu hvar sem hann kom. Jónas og systkin hans hafa fylgt þessu for- dæmi föður síns. Við minnumst Jónasar með kærleik, söknuði og miklu þakklæti fyrir að vera samferða Jónasi í gegnum lífið. Elsa Friðriksdóttir, Óskar Jóhannsson, Helga Guðrún Óskarsdóttir, Rósa Óskars- dóttir, Friðrik Þór Óskarsson („Fiffó“), Óskar Jóhann Óskarsson („Deddi“), Jón Guðmundsson („Onni“), Pét- ur Guðmundsson („Diddó“), Friðrik Þór Guðmundsson („Lilló“), Kristrún Jóna Guðmundsdóttir („Rúna“). Jónas Gunnar Friðriksson Elsku systir okkar, mágkona og frænka, ÁSTA VALMUNDARDÓTTIR, Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi, er andaðist þann 24. september, var jarðsett frá Seltjarnarneskirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jakobína M. Valmundard. Knútur Valmundsson Ingibjörg Sigfúsdóttir Birna Valmundsdóttir Driva Stig Driva og frændsystkini Okkar ástkæra RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, áður Kleppsvegi 6, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 25. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 12. október klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Helga Loftsdóttir Sigurbjörn Þorbergsson Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON frá Gásum, Suðurbyggð 12 á Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. október klukkan 13. Þórey Ólafsdóttir Stefanía Þorsteinsdóttir Gísli Pálsson Kristín J. Þorsteinsdóttir Kristinn Sigurharðarson Sigrún Hrönn Þorsteinsd. Rögnvaldur Ólafsson Ásdís Alda Þorsteinsdóttir Árni Þór Bjarnason Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson afa- og langafabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skátasamband Reykjavíkur. Auður Sveinsdóttir Guðmundur Gunnarsson Guðrún Gunnarsdóttir Gunnar Andri Kristinsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést mánudaginn 1. október, verður jarðsungin í Garðakirkju þriðjudaginn 9. október klukkan 13. Börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ GÍSLADÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést föstudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. október klukkan 13. Anna Gústafsdóttir Tryggvi Ingvason Sigurður Hjálmar Gústafss. Inga Hildur Gústafsdóttir Vilhjálmur Pétur Björgvinsson Gísli Jón Gústafsson Bahja Zaami barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.