Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 „Hér er á ferðinni mikið hagsmuna- mál, ekki bara íbúa Seyðisfjarðar heldur Íslands alls þar sem vegur- inn er þjóðvegurinn til Evrópu og eina vegtenging umheimsins við Seyðisfjörð,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Bæjarráð Seyðisfjarðar lýsti á fundi sínum í vikunni yfir miklum vonbrigðum með framlagða sam- gönguáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist í lok 2. tímabils hennar, eftir hartnær áratug. Er þess krafist að þegar framkvæmdum við Dýra- fjarðargöng lýkur verði hafist handa við gerð Fjarðarheiðar- ganga. „Það er óásættanlegt að bíða svo lengi að fá öryggi vegfaranda tryggt og mannsæmandi sam- göngur við einu tengingu landsins við evrópska vegakerfið,“ segir í ályktun bæjarráðs. Skorað er á þingmenn að vinna að málinu, ekki síst í því ljósi þess hve rýr hlutur Austurlands sé í samgönguáætlun. Morgunblaðið/Golli Seyðisfjörður Bæjarbúar telja að flýta verði gerð Fjarðarheiðarganga. Skora á þingmenn að beita sér fyrir gerð Fjarðarheiðarganga HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Q5 á sérkjörum Nokkrir einstaklega vel útbúnir Audi Q5 á sérkjörum. Audi Q5 Quattro Sport Comfort 2.0 190 hö Tilboðsverð frá 7.890.000 kr. Til afhend ingar strax Til leigu Til leigu við fjölförnustu ferðamannagötu í Reykjavík 90 fermetra húsnæði fyrir kaffihús. Tæki og innréttingar til staðar. Áhugasamir sendi svar á osbotn@gmail.com Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 . heimsferdir.is 11. október í 18 nætur kr. 115.395 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Stökktu aa+ eða 119.995 m.v. 2 fullorðna 29. október í 16 nætur kr. 107.195 á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Stökktu aa+ eða 109.995 m.v. 2 fullorðna 28. nóvember í 13 nætur kr. 90.198 á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Jardin del Atlantico aaa eða 106.165 m.v. 2 fullorðna 11. desember í 10 nætur kr. 72.213 á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn Jardin del Atlantico aaa eða 85.180 m.v. 2 fullorðna Gran Canaria Uppáhalds vetraráfangastaður Íslendinga yfir vetrarmánuðina – enda ekki furða Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Hinn írski Conor McGregor mætir Rússanum Khabib Numagomedov í stærsta bardaga UFC-sögunnar í nótt. Bardaginn fer fram á T- Mobile Arena í Las Vegas í Banda- ríkjunum og hefst öðru hvoru meg- in við klukkan fjögur í nótt að ís- lenskum tíma. Þetta er fyrsti bardagi Conors í UFC í nærri tvö ár og fyrsti bardagi hans eftir að hann tapaði í boxbardaga á móti Floyd Mayweather í ágúst í fyrra. Conor barðist síðast í UFC í nóvember 2016 þegar hann sigraði Eddie Alvarez. Endurkomu Conors er beðið með mikilli eftirvæntingu en um er að ræða langstærsta UFC-bardaga allra tíma ef marka má orð Dana White, forseta sambandsins, sem áætlar að þrjár milljónir manna kaupi áhorf að bardaganum í gegn- um netið. Það er nálægt tvöfalt á við fyrra áhorfsmet. Mikill áhugi er á bardaganum hér á landi og verð- ur hann sýndur á risaskjám víða um bæ. Veðbankar spá Khabib sigri en hann er taplaus í öllum 26 bardögum sínum. Mikið hefur farið fyrir ósætti milli þeirra Conors og Khabib í fjölmiðlum undanfarið sem hófst í nóvember 2016 þegar þeir börðust báðir á Madison Square Garden í New York, segir Pétur Marínó Jónsson, ritstjóri MMA-frétta, en ágreiningurinn náði hámarki þegar Conor komst í heimsfréttirnar eftir að hann réðst á rútu með Khabib innanborðs í apríl á þessu ári. Gunnar spáir Conor sigri „Ég hef tilfinningu fyrir því að minn maður roti Khabib í fyrstu lotu,“ segir Gunnar Nelson spurður út í bardaga kvöldsins. „Khabib hefur valtað yfir andstæðinga sína en hann hefur sýnt hvað hann er veikur standandi án þess að ein- hver hafi náð að nýta sér það al- mennilega. Hans helstu kostir liggja þar sem Conor er sterkastur og það er afar slæmt fyrir Khabib,“ segir Gunnar sem telur það ekki koma að sök fyrir Conor að hafa ekki barist í tvö ár. „Hann hefur verið duglegur að æfa og það hefur gengið mjög vel. Ég held að hann sé hrikalega ákveðinn og er í góðu formi.“ Pétur Marínó tekur í sama streng og Gunnar. „Conor vinnur með rothöggi seint í fyrstu lotu,“ segir Pétur. „Ég er búinn að skipta fjórum sinnum um skoðun, ég var fyrst á því að Khabib myndi taka þetta en hef sveiflast meira í átt að Conor. Hann hefur mætt góðum bardagamönnum en enginn þeirra hefur verið nálægt því eins góður í höndunum og Conor.“ AFP UFC Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor mætast í risabardaga. Conor og Khabib mæt- ast í risa UFC-bardaga  Margir vaka fram á rauða nótt til að ná bardaganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.