Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær með 51 atkvæði gegn 49 að binda enda á umræðuna um hvort skipa ætti Brett Kavanaugh í emb- ætti hæstaréttardómara og bera málið undir atkvæði í deildinni. Lík- legt er að lokaatkvæðagreiðslan í málinu fari fram í dag, að sögn The Wall Street Journal. Einn þingmanna repúblikana, Lisa Murkowski, greiddi atkvæði gegn tillögu um að takmarka um- ræðuna um málið til að leiða það til lykta með atkvæðagreiðslu. Einn þingmanna demókrata, Joe Manch- in, greiddi atkvæði með tillögunni. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal sögðu að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar í gær og yfirlýs- ingar þingmanna eftir hana bentu til þess að tilnefning Kavanaughs yrði líklega staðfest. Repúblikaninn Jeff Flake sagði í sjónvarpsviðtali að hann hygðist greiða atkvæði með til- nefningunni „nema eitthvað mikið breyttist“. Repúblikaninn Susan Collins kvaðst í gærkvöldi ætla að styðja Kavanaugh. Fimmtíu þing- menn höfðu þar með lýst því yfir að þeir myndu greiða atkvæði með til- nefningunni og það dugir því ef Manchin leggst gegn henni getur Mike Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, greitt oddaatkvæði og tryggt Kavanaugh dómaraembættið. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Brett Kavanaugh í embætt- ið í júlí. Talið var mjög líklegt að til- nefningin yrði staðfest þar til Christine Blasey Ford sálfræðipró- fessor sakaði Kavanaugh um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi í partíi fyrir 36 árum, þegar hún var fimm- tán ára og hann sautján. Þingmenn öldungadeildarinnar fengu á fimmtudag skýrslu frá alríkislögreglunni FBI um sex daga rannsókn á ásökuninni. Formaður dómsmálanefndar deildarinnar, repúblikaninn Chuck Grassley, sagði að í skýrslunni kæmi ekkert nýtt fram og ekki hefðu fundist neinar vísbendingar um að ásökunin væri rétt. Demókratar í nefndinni gagn- rýndu hins vegar rannsóknina, sögðu að repúblikanar hefðu tak- markað umfang hennar og hindrað að FBI ræddi við mikilvæg vitni. Að sögn The Wall Street Journal ræddi alríkislögreglan við níu vitni, m.a. nokkur sem Ford sagði að hefðu verið í umræddu partíi árið 1982, en ekkert þeirra segðist geta staðfest ásökun hennar. bogi@mbl.is Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna Sonia Sotomayor Stephen Breyer John Roberts Forseti réttarins Laust embætti Samuel Alito Clarence Thomas Brett Kavanaugh Frjálslyndir Elena Kagan Íhaldssamir Heimild: Hæstiréttur Bandaríkjanna/Ljósmyndir: AFP 58 Ruth Bader Ginsburg 6485Aldur: 80 ára 5168 7063 Neil Gorsuch Hæstiréttur Bandaríkjanna Tilnefndur 53 Hefur lokaorðið í lagalegum deilum ummál á borð við fóstureyðingar, kynþáttamisrétti, hjúskaparrétt samkynhneigðra og dauðarefsingar Anthony Kennedy, sem Ronald Reagan tilnefndi árið 1987, sest í helgan stein Dómararnir eru æviskipaðir Dómaradeilan leidd til lykta  Lokaatkvæðagreiðsla um helgina Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tilkynnt var í gær að Nadia Murad, sem sætti kynferðisofbeldi liðs- manna Ríkis íslams í Írak, og Denis Mukwege, læknir í Austur-Kongó, hlytu friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu þeirra gegn því að „nauðg- unum sé beitt sem stríðsvopni“. Nadia Murad er 25 ára og á meðal þúsunda stúlkna og kvenna úr röðum jasída sem liðsmenn Ríkis íslams rændu og nauðguðu í grimmilegum hernaði þeirra gegn trúarhópnum. Þeir rændu henni og hnepptu hana í ánauð eftir að þeir náðu þorpi henn- ar í norðvestanverðu Írak á sitt vald í ágúst 2014. Þeir drápu karlmennina sem þeir náðu, tóku börn til fanga í því skyni að þjálfa þau í hernaði og hnepptu konur í ánauð. Murad var í haldi þeirra í þrjá mánuði, gekk kaupum og sölum nokkrum sinnum og sætti hvað eftir annað barsmíðum og hópnauðgunum íslömsku öfga- mannanna. „Það fyrsta sem þeir gerðu var að neyða okkur til að snú- ast til íslamskrar trúar. Eftir það gerðu þeir hvað sem þeir vildu við okkur,“ sagði hún. Nóbelsverðlaunanefndin sagði að Murad hefði sýnt „óvenjumikið hug- rekki“ með því að segja frá þján- ingum sínum og „neita að sætta sig við þær siðareglur í samfélaginu að konur eigi að skammast sín fyrir of- beldið sem þær hafa sætt og þegja yfir því“. Eftir að Murad slapp úr haldi ísl- amistanna í nóvember 2014 hóf hún baráttu fyrir réttindum jasída og gegn nauðgunum á stúlkum og kon- um sem vopni í hernaði. Þurfti að flýja heimalandið Denis Mukwege er 63 ára kven- sjúkdómalæknir og mun hafa hjálp- að um 30.000 konum og börnum sem hafa sætt kynferðisofbeldi í átök- unum í Austur-Kongó síðustu tvo áratugi. Yngstu fórnarlömbin voru aðeins nokkurra mánaða þegar þeim var nauðgað, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hann stofnaði sjúkrahús í hér- aðinu Suður-Kivu í austanverðu landinu árið 1999 og hefur verið kall- aður „doktor Kraftaverk“. Hann hef- ur gagnrýnt hermenn stjórnvalda og uppreisnarmenn í Austur-Kongó fyr- ir kynferðisofbeldi gegn konum og börnum og lýst nauðgunum sem „gereyðingarvopni“ sem kollvarpi samfélaginu. Hann þurfti að vera í útlegð frá heimalandi sínu um tíma eftir að hann flutti ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í Austur- Kongó fyrir að stöðva ekki kyn- ferðisofbeldið. Hann hefur notið verndar friðargæsluliða samtak- anna. Nóbelsverðlaunanefndin sagði að báðir verðlaunahafarnir hefðu stefnt eigin öryggi í hættu með því að berj- ast gegn kynferðisglæpunum. Stjórn Josephs Kabila, forseta Austur- Kongó, óskaði Mukwege til ham- ingju með verðlaunin, sagði að hann verðskuldaði þau en varaði hann við því að nota þau í pólitískum tilgangi. Nýr forseti Íraks, Barham Saleh, sagði að með því að veita Murad verðlaunin væri nóbelsnefndin að vekja athygli á „hörmulegum að- stæðum“ jasída og heiðra hana fyrir „hugrekki í mannréttindabaráttu hennar í þágu fórnarlamba hryðju- verka og kynferðisofbeldis“. Friðarverðlaunin verða veitt í Ósló 10. desember, á dánardegi Alfreds Nóbels, sem verðlaunin eru kennd við. AFP Var í ánauð Nadia Murad sætti kynferðisofbeldi og bar- smíðum þegar hún var í haldi liðsmanna Ríkis íslams. AFP Læknirinn Denis Mukwege hefur hjálpað konum og börnum sem hafa sætt kynferðisofbeldi í Austur-Kongó. Berjast gegn nauðgun- um sem vopni í hernaði  Fórnarlamb nauðgana og læknir fá friðarverðlaun Nóbels sætti rannsókn yfirvalda í Kína. Hann hefði verið tekinn til yfir- heyrslu um leið og flugvél hans hefði lent þar. Ekki kom fram hvers vegna hann sætir rannsókn. Meng Hongwei var kjörinn for- stjóri Interpol í nóvember 2016 til ársins 2020. Áður veitti hann skrif- stofu Interpol í Kína forstöðu og var einnig aðstoðarráðherra í ráðu- neyti almannaöryggis í Peking. Að sögn South China Morning Post átti Meng sæti í nefnd kommúnista- flokksins, sem stjórnar ráðuneytinu í raun, en missti það í apríl síðast- liðnum. Nokkrir þekktir Kínverjar hafa horfið í Kína á síðustu árum en komið fram aftur nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þeirra á meðal auðkýfingurinn Guo Guangchang, stjórnarformaður eins af stærstu einkafyrirtækjum landsins. París. AFP. | Lög- reglan í Frakk- landi sagði í gær að hún væri að rannsaka dular- fullt hvarf for- stjóra alþjóða- lögreglunnar Interpol, Kín- verjans Mengs Hongwei. Dag- blað í Hong Kong segir að Meng hafi verið handtek- inn og yfirheyrður í Kína. Meng sást síðast þegar hann hélt til Kína frá höfuðstöðvum Interpol í borginni Lyon í Frakklandi seint í september, að sögn heimildar- manns sem tengist rannsókn máls- ins. „Hann hvarf ekki í Frakk- landi,“ sagði hann. Dagblaðið South China Morning Post í Hong Kong sagði að Meng Hvarf forstjóra Interpol rannsakað  Sagður hafa verið handtekinn í Kína Meng Hongwei Hágæða umhverfis- vænar hreinsivörur FLÍSA hreinsir F s e r ygg ngav ruverslunum og matvöruverslunumö Til þrifa á, flísum, eldavél, ísskáp, baði, blöndunartæki vaski, klósetti, áli, stáli og öðrum glansandi flötum. Mattar ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.