Morgunblaðið - 06.10.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 06.10.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Öldungadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær með 51 atkvæði gegn 49 að binda enda á umræðuna um hvort skipa ætti Brett Kavanaugh í emb- ætti hæstaréttardómara og bera málið undir atkvæði í deildinni. Lík- legt er að lokaatkvæðagreiðslan í málinu fari fram í dag, að sögn The Wall Street Journal. Einn þingmanna repúblikana, Lisa Murkowski, greiddi atkvæði gegn tillögu um að takmarka um- ræðuna um málið til að leiða það til lykta með atkvæðagreiðslu. Einn þingmanna demókrata, Joe Manch- in, greiddi atkvæði með tillögunni. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal sögðu að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar í gær og yfirlýs- ingar þingmanna eftir hana bentu til þess að tilnefning Kavanaughs yrði líklega staðfest. Repúblikaninn Jeff Flake sagði í sjónvarpsviðtali að hann hygðist greiða atkvæði með til- nefningunni „nema eitthvað mikið breyttist“. Repúblikaninn Susan Collins kvaðst í gærkvöldi ætla að styðja Kavanaugh. Fimmtíu þing- menn höfðu þar með lýst því yfir að þeir myndu greiða atkvæði með til- nefningunni og það dugir því ef Manchin leggst gegn henni getur Mike Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, greitt oddaatkvæði og tryggt Kavanaugh dómaraembættið. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Brett Kavanaugh í embætt- ið í júlí. Talið var mjög líklegt að til- nefningin yrði staðfest þar til Christine Blasey Ford sálfræðipró- fessor sakaði Kavanaugh um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi í partíi fyrir 36 árum, þegar hún var fimm- tán ára og hann sautján. Þingmenn öldungadeildarinnar fengu á fimmtudag skýrslu frá alríkislögreglunni FBI um sex daga rannsókn á ásökuninni. Formaður dómsmálanefndar deildarinnar, repúblikaninn Chuck Grassley, sagði að í skýrslunni kæmi ekkert nýtt fram og ekki hefðu fundist neinar vísbendingar um að ásökunin væri rétt. Demókratar í nefndinni gagn- rýndu hins vegar rannsóknina, sögðu að repúblikanar hefðu tak- markað umfang hennar og hindrað að FBI ræddi við mikilvæg vitni. Að sögn The Wall Street Journal ræddi alríkislögreglan við níu vitni, m.a. nokkur sem Ford sagði að hefðu verið í umræddu partíi árið 1982, en ekkert þeirra segðist geta staðfest ásökun hennar. bogi@mbl.is Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna Sonia Sotomayor Stephen Breyer John Roberts Forseti réttarins Laust embætti Samuel Alito Clarence Thomas Brett Kavanaugh Frjálslyndir Elena Kagan Íhaldssamir Heimild: Hæstiréttur Bandaríkjanna/Ljósmyndir: AFP 58 Ruth Bader Ginsburg 6485Aldur: 80 ára 5168 7063 Neil Gorsuch Hæstiréttur Bandaríkjanna Tilnefndur 53 Hefur lokaorðið í lagalegum deilum ummál á borð við fóstureyðingar, kynþáttamisrétti, hjúskaparrétt samkynhneigðra og dauðarefsingar Anthony Kennedy, sem Ronald Reagan tilnefndi árið 1987, sest í helgan stein Dómararnir eru æviskipaðir Dómaradeilan leidd til lykta  Lokaatkvæðagreiðsla um helgina Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tilkynnt var í gær að Nadia Murad, sem sætti kynferðisofbeldi liðs- manna Ríkis íslams í Írak, og Denis Mukwege, læknir í Austur-Kongó, hlytu friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu þeirra gegn því að „nauðg- unum sé beitt sem stríðsvopni“. Nadia Murad er 25 ára og á meðal þúsunda stúlkna og kvenna úr röðum jasída sem liðsmenn Ríkis íslams rændu og nauðguðu í grimmilegum hernaði þeirra gegn trúarhópnum. Þeir rændu henni og hnepptu hana í ánauð eftir að þeir náðu þorpi henn- ar í norðvestanverðu Írak á sitt vald í ágúst 2014. Þeir drápu karlmennina sem þeir náðu, tóku börn til fanga í því skyni að þjálfa þau í hernaði og hnepptu konur í ánauð. Murad var í haldi þeirra í þrjá mánuði, gekk kaupum og sölum nokkrum sinnum og sætti hvað eftir annað barsmíðum og hópnauðgunum íslömsku öfga- mannanna. „Það fyrsta sem þeir gerðu var að neyða okkur til að snú- ast til íslamskrar trúar. Eftir það gerðu þeir hvað sem þeir vildu við okkur,“ sagði hún. Nóbelsverðlaunanefndin sagði að Murad hefði sýnt „óvenjumikið hug- rekki“ með því að segja frá þján- ingum sínum og „neita að sætta sig við þær siðareglur í samfélaginu að konur eigi að skammast sín fyrir of- beldið sem þær hafa sætt og þegja yfir því“. Eftir að Murad slapp úr haldi ísl- amistanna í nóvember 2014 hóf hún baráttu fyrir réttindum jasída og gegn nauðgunum á stúlkum og kon- um sem vopni í hernaði. Þurfti að flýja heimalandið Denis Mukwege er 63 ára kven- sjúkdómalæknir og mun hafa hjálp- að um 30.000 konum og börnum sem hafa sætt kynferðisofbeldi í átök- unum í Austur-Kongó síðustu tvo áratugi. Yngstu fórnarlömbin voru aðeins nokkurra mánaða þegar þeim var nauðgað, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hann stofnaði sjúkrahús í hér- aðinu Suður-Kivu í austanverðu landinu árið 1999 og hefur verið kall- aður „doktor Kraftaverk“. Hann hef- ur gagnrýnt hermenn stjórnvalda og uppreisnarmenn í Austur-Kongó fyr- ir kynferðisofbeldi gegn konum og börnum og lýst nauðgunum sem „gereyðingarvopni“ sem kollvarpi samfélaginu. Hann þurfti að vera í útlegð frá heimalandi sínu um tíma eftir að hann flutti ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í Austur- Kongó fyrir að stöðva ekki kyn- ferðisofbeldið. Hann hefur notið verndar friðargæsluliða samtak- anna. Nóbelsverðlaunanefndin sagði að báðir verðlaunahafarnir hefðu stefnt eigin öryggi í hættu með því að berj- ast gegn kynferðisglæpunum. Stjórn Josephs Kabila, forseta Austur- Kongó, óskaði Mukwege til ham- ingju með verðlaunin, sagði að hann verðskuldaði þau en varaði hann við því að nota þau í pólitískum tilgangi. Nýr forseti Íraks, Barham Saleh, sagði að með því að veita Murad verðlaunin væri nóbelsnefndin að vekja athygli á „hörmulegum að- stæðum“ jasída og heiðra hana fyrir „hugrekki í mannréttindabaráttu hennar í þágu fórnarlamba hryðju- verka og kynferðisofbeldis“. Friðarverðlaunin verða veitt í Ósló 10. desember, á dánardegi Alfreds Nóbels, sem verðlaunin eru kennd við. AFP Var í ánauð Nadia Murad sætti kynferðisofbeldi og bar- smíðum þegar hún var í haldi liðsmanna Ríkis íslams. AFP Læknirinn Denis Mukwege hefur hjálpað konum og börnum sem hafa sætt kynferðisofbeldi í Austur-Kongó. Berjast gegn nauðgun- um sem vopni í hernaði  Fórnarlamb nauðgana og læknir fá friðarverðlaun Nóbels sætti rannsókn yfirvalda í Kína. Hann hefði verið tekinn til yfir- heyrslu um leið og flugvél hans hefði lent þar. Ekki kom fram hvers vegna hann sætir rannsókn. Meng Hongwei var kjörinn for- stjóri Interpol í nóvember 2016 til ársins 2020. Áður veitti hann skrif- stofu Interpol í Kína forstöðu og var einnig aðstoðarráðherra í ráðu- neyti almannaöryggis í Peking. Að sögn South China Morning Post átti Meng sæti í nefnd kommúnista- flokksins, sem stjórnar ráðuneytinu í raun, en missti það í apríl síðast- liðnum. Nokkrir þekktir Kínverjar hafa horfið í Kína á síðustu árum en komið fram aftur nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þeirra á meðal auðkýfingurinn Guo Guangchang, stjórnarformaður eins af stærstu einkafyrirtækjum landsins. París. AFP. | Lög- reglan í Frakk- landi sagði í gær að hún væri að rannsaka dular- fullt hvarf for- stjóra alþjóða- lögreglunnar Interpol, Kín- verjans Mengs Hongwei. Dag- blað í Hong Kong segir að Meng hafi verið handtek- inn og yfirheyrður í Kína. Meng sást síðast þegar hann hélt til Kína frá höfuðstöðvum Interpol í borginni Lyon í Frakklandi seint í september, að sögn heimildar- manns sem tengist rannsókn máls- ins. „Hann hvarf ekki í Frakk- landi,“ sagði hann. Dagblaðið South China Morning Post í Hong Kong sagði að Meng Hvarf forstjóra Interpol rannsakað  Sagður hafa verið handtekinn í Kína Meng Hongwei Hágæða umhverfis- vænar hreinsivörur FLÍSA hreinsir F s e r ygg ngav ruverslunum og matvöruverslunumö Til þrifa á, flísum, eldavél, ísskáp, baði, blöndunartæki vaski, klósetti, áli, stáli og öðrum glansandi flötum. Mattar ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.