Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Drekktu í þig menninguna Brostu framan í Mónu Lísu, farðu í ævintýraleiðangur með Tinna og Tobba eða klappaðu Berlínarbirninum. Stórborgirnar á meginlandi Evrópu eru mögnuð uppspretta menningar og lista. Þræddu söfn, gallerí og verslanir og fylgstu svo með mannlífinu á götukaffihúsi. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins í menningarborgum Evrópu. MENNINGARBORGIR EVRÓPU Verð aðra leið frá 16.100 kr. Verð frá 24.800 Vildarpunktum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Faxaflóahafnir hafa mikinn við- búnað vegna tankskips sem vænt- anlegt er um helgina með asfalt til malbikunarstöðvarinnar Höfða í Ár- túnshöfða. Skipið heitir Mergus og er 4.077 brúttótonn. Ef áætlanir standast verður skipið tekið inn á morgunflóðinu á morgun, sunnudag. Eins og fram hefur komið í frétt- um er innsiglingin að höfninni í Ár- túnshöfða að lokast vegna sand- burðar. Þá er dýpið við bryggjuna orðið svo lítið að tankskipið myndi stranda ef það færi alveg að bryggj- unni. Starfsmenn Faxaflóahafna hafa brugðist við þessu með því að setja svokallaða „yokohama“-belgi utan á bryggjuna til að halda skip- inu frá henni. Belgirnir eru tveir metrar í þvermál. „Við féllumst á að taka eitt skip inn til viðbótar þannig að Höfði gæti staðið við þá samninga sem þeir hafa gert. Þetta er allra síðasta skipið sem við þjónustum þarna inn,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna. Skipið mun svo yfirgefa höfnina á flóði. Í minnisblaði sem Jón Þorvalds- son aðstoðarhafnarstjóri hefur tekið saman og lagt var fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sf. er vand- anum lýst sem við er að fást. Innsiglingarrennan að Ártúns- höfða, sem grafin var í Elliðaárvogi fyrir árið 1970, er smám saman að fyllast. Setið getur ekki lengur flætt um og dreift sér um botnsvæði vogsins eins og það áður gerði um áratuga skeið. Vogurinn er í dag orðinn mikið til fullur af efni og það sest nú á botn á þeim svæðum þar sem enn er dýpi fyrir hendi. Þetta sé sérstaklega bagalegt fyrir Björg- un ehf. en skip fyrirtækisins landa efni af hafsbotni á land við Ártúns- höfða. „Sigling asfaltskipa að Ár- túnshöfða nú í sumar hefur ekki alltaf verið auðveld,“ segir Jón í minnisblaðinu. Skip hafa verið að taka niðri við bakka og ekkert hefur mátt út af bregða með að tæma skipin. Umboðsmenn hafi jafnvel óskað eftir nærveru hafnaryfirvalda við skoðun á skipi í slipp erlendis eftir að það tók niðri. „Strax við fyrstu komu asfalt- skips í mars í vor sat skip á botni við bryggju þar sem ekki tókst að létta það fyrir næstu fjöru. Skipið komst síðan burt einhverjum sólarhringum síðar. Í ljós kom að þegar dæla átti asfalti úr skipi var dælulögn í landi stífluð. Ekki tókst að létta skipið og það sat á botni á næstu fjöru. Á þessu svæði eru ekki klappir eða grjótbotn. Skip eru aftur á móti ekki gerð fyrir það að sitja að hluta til á botni með farm í tönkunum. Lag- færing á dýpi í viðlegu var þá gerð þannig að dýpkunargrafa var fengin til að koma dýpkunarefni á land og því ekið burt í fyllingar með bílum. Losun efnis í sjó er ekki leyfð en vinnubrögð farin að fá á sig sér- kennilegan svip.“ Hefur áhrif á skemmtibáta Aðsiglingarrenna Bryggjuhverfis er líka að grynnka, segir Jón, og þar eru áhöld um siglingu skemmtibáta á fjöru. Sama megi segja um sigl- ingarrennu að höfn Snarfara í Elliðaárvogi. Dýpkun rennunnar sé ekki mögu- leg því að „lítilsháttar dýpkunar- verkefni er orðið fast í jarðvegi regluverks og úttekta“. Setja belgi utan á bryggjuna  Asfaltskip er væntanlegt að Ártúnshöfða um helgina  Vegna sandburðar í Elliðaárvogi er dýpið við bryggjuna orðið svo lítið að halda verður skipinu frá bryggju með „yokohama“-belgjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ártúnshöfði Belgir hafa verið settir utan á bryggjuna svo hægt verði að halda tankskipinu Mergus frá henni. Að öðrum kosti myndi skipið stranda. Asfaltskip sem kom að Ártúnshöfða í mars síðastliðnum sat á botni á fjöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.