Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
Rakaskemmdir ogmygla
Rb á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Málstofa um innivist og áhrif raka ogmyglu á vellíðan og heilsu
Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8, 112 Reykjavík
Mánudaginn 8. október frá kl. 13 -16
Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis
Skráning á nmi.is/malstofa
Setning
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Hvað kosta rakaskemmdir marga milljarða á ári fyrir samfélagið?
Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins
á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Loftgæðamælingar við mat á innivist
Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingur á Mannviti
Indoor air quality and health issues due to moisture and mold
Sverre B. Holøs, yfirverkfræðingur hjá SINTEF í Noregi
Pallborðsumræður
Stjórnandi: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og þátttakendur eru:
Björn Marteinsson
Háskóli Íslands
Indriði Níelsson
Verkís
Ríkharður Kristjánsson
EFLA
Kristmann Magnússon
Rb á NMÍ
Einnig verður sérstakt námskeið um áhrif raka á myglu og innivist.
Þriðjudaginn 9. okt frá kl 9 – 12 með Sverre B. Holös frá Sintef.
Aðgangsverð að því námskeiði er 19.000 kr.
Skráningar sendist á margret.th@nmi.is
Kirkjugarðar þjóðar-
innar eru merkar stofn-
anir. Staðir vítt um
land, í þéttbýli, í strjál-
um byggðum. Grafreitir
hafa fylgt okkur alla tíð.
Staðir sem geyma ríka
sögu.
Við kveðjum, syrgj-
um. Stöndum yfir mold-
um, merkt óvissu dauð-
ans, í ugg og ótta, líka í
von og þökk. Leggjum
okkar nánustu til hinstu hvílu í helga
jörð. Af jörðu ertu kominn. Að jörðu
skaltu aftur verða.
„Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð
Drottins í …“ yrkir Hallgrímur
Pétursson, bæði í harmi og von um
unga dóttur sem hann missti.
Það er góð regla að umgangast
hina dauðu af sömu virðingu og þá
sem lifandi eru. Þess vegna eru
strangar reglur, skrifaðar, bundnar í
lög og líka óskrifaðar um það er
varðar kirkjugarða, umgengni og
hirðu.
Sóknarnefndir eru að jafnaði
kirkjugarðsstjórnir, utan höfuð-
borgarsvæðisins. Sóknir hafa sjálf-
stæðan tekjustofn, sóknargjöld, sem
eiga að standa undir rekstri sókna og
viðhaldi helgidóma. Kirkjugarðarnir
hafa sinn tekjustofn, kirkjugarðs-
gjöld, og þau greiða allir, óháð trú-
félagsaðild.
Ekki aðeins hafa sóknargjöld ver-
ið skert síðustu árin, heldur einnig
kirkjugarðsgjöld,
þannig að framlög til
kirkjugarða á lands-
vísu hafa verið skorin
niður um 3,4 milljarða
frá árinu 2005, þegar
samið var við ríkis-
valdið um rekstur
þeirra. Þrátt fyrir
linnulausa áminningu
hafa stjórnvöld dauf-
heyrst við því að gera
þarna bót á.
Það er ekki undur að
víða kreppir skórinn í
rekstri kirkjugarða. Í
Vesturlandsprófastsdæmi eru 44
kirkjugarðar, auk nokkurra aflagðra,
og svo heimagrafreita. Þessir garðar
bera flestir mikla sögu, vitna um líf
og örlög þjóðar í meir en þúsund ár.
Í nýlegri vísitasíu um prófasts-
dæmið skoðaði ég ásamt fyrrverandi
vígslubiskupi Skálholtsumdæmis alla
þessa grafreiti. Almennt má segja,
að vel er um þessa garða hirt, þrátt
fyrir fjárskort. Sóknarnefndarfólkið
leggur mikið á sig í sjálfboðinni
vinnu til að grafreitirnir séu til sóma.
Það er þakkarefni. En víða er end-
urbóta þörf. Lagfæra þarf girðingar
og hleðslur, fjarlægja ónýta stein-
kassa um grafir sem eru til óprýði;
lagfæra merk minningarmörk sem
eru farin að láta á sjá. Grafartaka og
sláttur og sumarhirða kosta sitt.
Sumt af þessu er gert í sjálfboða-
vinnu eða fyrir málamyndaþóknun.
Kirkjugarðar eru helgir reitir í
margvíslegum skilningi. Þar hvíla
kynslóðirnar sem byggðu Ísland. Þar
er partur af sögu okkar. Garðarnir
eru þannig menningarverðmæti og
ættu að bera sómavitund okkar fag-
urt vitni. Í kirkjugarðana leitar fólk
til að minnast sinna nánustu, helga
minningar sínar, segja bænir sínar,
hugleiða og horfast í augu við sjálft
sig.
Kirkjugarður á að vera fagur
griðastaður, ekki aðeins hvíla hinna
látnu, heldur einnig skjól hinum lif-
andi í hrakviðrum heimsins. Þar á að
vera gott að koma og vera. Þaðan á
ávallt að vera unnt að ganga með
birtu í sinni.
Hugarfarsbreytingar er þörf. Það
er skylda stjórnvalda að leggja af
tómlætið sem einkennt hefur fram-
komu þeirra gagnvart kirkjugörð-
unum um árabil, auglýsa manndóm í
verki; ganga að því verki að skapa
viðunandi rekstrargrunn og birta
þannig menningarsýn sem er okkur
öllum til sóma. Kirkjugarðar eiga að
vera lystigarðar þjóðar.
Lystigarðar þjóðar
Eftir Þorbjörn Hlyn
Árnason »Hugarfarsbreyt-
ingar er þörf. Það er
skylda stjórnvalda að
leggja af tómlætið sem
einkennt hefur fram-
komu þeirra gagnvart
kirkjugörðunum um
árabil.
Þorbjörn Hlynur
Árnason
Höfundur er prófastur í Vesturlands-
prófastsdæmi. Kínverjar slógu tvær flugurí ein höggi í lokaumferðÓlympíuskákmótsins semlauk í Batumi í Georgíu í
gær. Sigurinn í opna flokknum, þ.e.
karlaflokknum, kom nokkuð á óvart
því að lengi virtust Bandaríkjamenn
ætla að endurtaka afrekið frá því í
Bakú fyrir tveim árum. Þeir stilltu
upp sömu sveit og þá með Caruana,
So, Nakamura, Shankland og Rob-
son innanborðs, héldu forystu svo til
allt mótið eða þar til þeir töpuðu
óvænt fyrir Pólverjum í níundu um-
ferð. Náðu þó forystunni aftur en í
lokaumferðinni mættu þeir Kínverj-
um og jafntefli á öllum borðum varð
niðurstaðan. Báðar þjóðirnar voru
þá með 18 stig eins og Rússar sem
unnu í síðustu umferð, en Kínverj-
arnir voru með bestu stigatöluna og
hrepptu gullið, Bandaríkjamenn
fengu silfur og Rússar brons.
Kínverska liðið var skipað Liren
Ding, Yangyi Yu, Yi Wei, Xiangzi Bu
og Li Chao. Allir þessir skákmenn
hafa teflt á Íslandi við ýmis tækifæri.
Að smásmugulegur stigaútreikn-
ingur ráði úrslitum á hverju Ólymp-
íumótinu á fætur öðru afhjúpar auð-
vitað hvílíkur galli er á keppnisfyrir-
komulaginu og mætti t.d. útkljá
þessi mót með aukakeppni milli efstu
þjóða með atskákarfyrirkomulagi.
Rússar tefldu hvorki við Bandaríkja-
menn né Kínverja.
Í kvennaflokknum unnu kínversku
stúlkurnar einnig á stigum en Úkra-
ína kom í næsta sæti. Báðar þjóð-
irnar hlutu 18 stig. Georgía hlaut
bronsið og í framhjáhlaupi má geta
þess að heimamenn fengu einnig
mikið hrós fyrir frábærlega vel
skipulagt Ólympíumót.
Íslenska sveitin hefði með sigri yf-
ir Svartfjallalandi í síðustu umferð
getað náð þokkalegu sæti en slag-
kraftinn vantaði í hagstæðari stöðum
hjá Hannesi Hlífari og Guðmundi
Kjartanssyni, sem átti rakinn vinn-
ing á einum stað. Tap 1½ : 2½ og 12
stig eins og í Bakú en þó slakari
frammistaða, 68. sæti af 184 þátt-
tökuþjóðum. Íslenska kvennasveitin
varð í 63. sæti af 150 þátttöku-
þjóðum.
Úttekt á frammistöðu liðanna bíð-
ur betri tíma en Jóhann Hjartarson
tefldi einna best en hafði sjö sinnum
svart í tíu skákum. Eftir sigurinn í
skák gegn Kosovo í 10. umferð var
hann kallaður í ítarlega rannsókn í
sérstökum skanna, því að leikir hans
voru þeir sömu og ofurtölvur eftir-
litsaðila mótsins höfðu valið. Afar
strangt eftirlit var á mótstað, símar
vitanlega bannaðir, einng pennar og
gömul fermingarúr:
OL Batumi 2018; 10. umferð:
Jóhann Hjartarson – Murtez On-
dozi
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. O-O Dc7 7.
De2 d6 8. f4 Rbd7 9. c4 Be7 10. Rc3
O-O 11. Kh1 b6 12. Bd2 Bb7
Jóhann, sem hafði undirbúið sig
vel fyrir þessa skák, taldi þennan
leik ónákvæman því að biskupinn
missir vald á e6-peðinu.
13. f5 e5 14. Rb3 Rc5 15. Rxc5
dxc5 16. Rd5 Rxd5 17. cxd5 Dd6 18.
a4! Hfc8 19. Bc4 Hc7 20. Ha3!
Sækir á kónginum með beinum
hætti.
20. ... Kf8 21. Dh5 h6
22. f6!
Gegnumbrot sem mylur niður
varnir svarts.
22. ...Bxf6 23. Bxh6! Ke8
23. .. gxh6 dugar skammt vegna
24. Dxh6+ og 25. Haf3.
24. Haf3 g6 25. Dh3 Bd8 26. Bg7
f5 27. Dh8+ Kd7 28. Bxe5
Nú er eftirleikurinn auðveldur.
28. ... Be7 29. Dg7 Hg8 30. Dxg8
Dxe5 31. exf5 gxf5 32. Hxf5 De4 33.
H5f4 De5 34. Dg4+ Kd8 35. He4
Dh8 36. De6 Hd7 37. Dxb6+ Kc8 38.
Bxa6 Bxa6 39. Dxa6 Db8 40. Hxe7!
- og loks gafst svartur upp, 40. ...
Kxe7 er svarað með 41. Dd6+ Hc7
42. Hf8+.
Kínverjar unnu
báða flokka Ólymp-
íumótsins á stigum
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Chess.com
Klapp á kollinn Pólverjar unnu Bandaríkjamenn í níundu umferð og kom-
ust einir í efsta sætið. Nýja stjarnan Duda t.v. fær klapp frá liðstjóranum
Bartosz Socko eftir að hafa gert jafntefli við Caruana í 118 leikjum.
Atvinna