Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ekki er allt með felldu í Eflingu stéttarfélagi, einkum á skrifstofu félagsins, en þar starfa um 50 manns, hjá þessu næststærsta stéttarfélagi landins, sem telur yfir 19 þúsund manns. Sam- kvæmt upplýsingum blaðamanns er loft lævi blandið á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri eru sögð stjórna með harðri hendi og starfsfólki jafnvel hótað áminningu í starfi af minna en engu tilefni. Sólveig Anna formaður frá því í vor, bar við trúnaði við starfsmenn og neitaði að svara efn- islega, þegar hún var spurð um ástæður þess að tveir af reynslumestu starfsmönnum félagsins, fjármálastjórinn og bókari, eru komnir í ótíma- greint veikindaleyfi. Ástæðan er m.a. sú, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að fjár- málastjórinn neitaði að greiða háan innsendan reikning frá Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíal- istaflokksins, helsta bakhjarls Sólveigar Önnu í baráttunni um formennskuna, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar Eflingar fyrir greiðslu reikningsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þessi afgreiðsluháttur fjár- málastjórans byggður á áratuga hefðum og hef- ur aldrei verið vefengdur, þar til nú. Hallarbylting í vor Mönnum er í fersku minni þegar hallarbylt- ing var gerð í félaginu snemma á þessu ári og B-listi undir forystu Sólveigar Önnu Jóns- dóttur, sem var rækilega studd af Sósíalista- flokki Gunnars Smára Egilssonar tók völdin og felldi lista Sigurðar Bessasonar og félaga. Ekki má gleyma því að kosningaþátttaka var ein- ungis um 10%. B- listinn fékk átta stjórnar- menn en A-listinn sjö. Sólveig Anna kom svo til fundar á skrifstofu Eflingar, vopnuð hægri hönd sinni, Viðari Þor- steinssyni, og kynnti hann til sögunnar á fund- inum sem sinn næstráðanda og rak þannig skrifstofustjórann, Þráin Hallgrímsson, nánast í beinni útsendingu og án þess að eiga orðastað við hann um þessa fyrirætlan sína. Áður höfðu Sólveig Anna og Viðar losað sig við hagfræðing félagsins, Hörpu Ólafsdóttur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun tvíeykið, Sólveig Anna og Viðar, hafa gefið það út að ekki yrði um frekari hreinsanir á skrif- stofu Eflingar að ræða, af þeirra hálfu. En það kom babb í bátinn, því Alda Lóa Leifsdóttir er sögð hafa mætt á skrifstofu Efl- ingar í Guðrúnartúni 1, fyrir skemmstu, þar sem hún hitti fjármálastjóra Eflingar í áratugi að máli og Alda Lóa lagði fram digran reikning, upp á um eina milljón króna, eftir því sem næst verður komist, og vildi fá reikninginn greiddan m.a. vegna ljósmynda sem hún hefði tekið í þágu Eflingar. Áður hafði Alda Lóa fengið um 4 milljónir króna greiddar vegna svipaðra verk- efna og gerðar myndbands, sem meirihluti stjórnar hafði samþykkt. Svör fjármálastjórans munu hafa verið á þann veg að svona háa reikninga gæti hún ekki greitt öðruvísi en ákvörðun stjórnar Eflingar fyrir útgjöldunum lægi fyrir. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa vinnubrögð fjármálastjórans, áður gjald- kerans, sem lýst er hér að ofan, í áratugi verið sögð einkennandi fyrir hennar ábyrgu afstöðu í starfi. Hún starfi samkvæmt grundvallar- reglum og hafi ávallt gert. Um þetta ber við- mælendum Morgunblaðsins saman, hvort sem um óbreytta félagsmenn í Eflingu er að ræða eða núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Þeir segja að hún hafi verið einstaklega farsæll starfsmaður í gegnum tíðina og mikill fengur hafi verið í henni. Fjármálastjórinn hóf fyrst störf hjá Gvendi Jaka (Guðmundi J. Guðmunds- syni) snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann var formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Það var svo snemma á tíunda ára- tugnum sem hún tók við gjaldkerastarfinu hjá Eflingu. Við þessa afstöðu fjármálastjórans hljóp þeim Sólveigu Önnu og Viðari kapp í kinn og þau vildu leiðrétta það hið snarasta hver tæki ákvarðanir á skrifstofu Eflingar, hvort sem það varðaði ákvarðanir um fjármál eða annað. Og ekki batnaði andrúmsloftið þegar ljóst varð að bókari á skrifstofu Eflingar til fimmtán ára tók eindregna afstöðu með fjármálastjór- anum, sem varð til þess að hún féll líka í ónáð hjá hinu ráðandi tvíeyki, Sólveigu Önnu og Við- ari. Bæði fjármálastjórinn og bókarinn eru komnar í ótímagreint veikindafrí frá störfum sínum á skrifstofu Eflingar, eftir því sem næst verður komist, og sömuleiðis hefur blaðamaður heimildir fyrir því að þeirra mál gagnvart Efl- ingu séu nú í höndum lögfræðinga þeirra. Hvorug vildi ræða við blaðamann, þegar eftir því var leitað. Sólveig Anna var í ljósi þess sem hefur verið að gerast á skrifstofu Eflingar að undanförnu, spurð hvort draga mætti þá ályktun að Sósíal- istaflokkurinn væri að taka yfir öll völd í 19 þús- und manna stéttarfélagi: „Ég held bara að ég svari þessu þannig, að ég hljóti að vera bundin fullum trúnaði um þessi mál og ég kýs að tjá mig ekki um innri mál skrifstofunnar, sökum trúnaðar við starfsfólk,“ sagði Sólveig Anna. „Jahá! Plot thickens!“ Blaðamaður sagði formanni Eflingar, að samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafi fjármálastjóri Eflingar í áratugi neitað að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur háan reikning, nema hann væri uppáskrifaður og samþykktur af stjórn Eflingar. Við þessi tíðindi hafi hún, formaður félagsins og hennar nánasti sam- starfsmaður, Viðar Þorsteinsson, brugðist ókvæða við og nú sé fjármálastjórinn auk bók- ara komnir í ótímagreint veikindaleyfi. Sólveig Anna var spurð hverju hún svaraði til um lýs- ingu atburða og hvort þetta væri ekki alvarleg vísbending um að Sósíalistaflokkurinn, í sam- vinnu við hana og Viðar, væri að reyna að taka Eflingu, 19 þúsund manna stéttarfélag og digra sjóði félagsins upp á 12 milljarða króna, yfir: „Jahá! Plot thickens!“ sagði Sólveig Anna og bætti svo við: „Ég skal segja þér það í fullum trúnaði, að þarna er ekki rétt farið með, en að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta mál.“ Þá var Sólveig Anna spurð hvort hún væri samþykk því að viðhalda þeirri hefð sem ríkt hefði í marga áratugi hjá Eflingu og forvera hennar Dagsbrún, allt frá dögum Gvendar Jaka, að hvorki formenn né æðstu starfsmenn félagsins væru nokkurn tíma prókúruhafar fé- lagsins, þar sem meginreglan hafi verið sú að aðskilja ákvörðunarvaldið frá reikningshaldinu og útgáfu peningalegrar ábyrgðar og aftur neit- aði formaðurinn að tjá sig og bar enn á ný fyrir sig trúnað við starfsmenn. Óvinveitt yfirtaka á Eflingu?  Starfsmenn til áratuga sendir í veikindaleyfi Vildu ekki greiða út háar fúlgur úr sjóðum Eflingar án stjórnarsamþykktar Formaður og framkvæmdastjóri létu nýlega til skarar skríða Morgunblaðið/Eggert Kosning Í vor var kosið á milli tveggja lista í Eflingu. Listi Sólveigar Önnu vann. Sólveig Anna Jónsdóttir Viðar Þorsteinsson „Samstarf sem þetta er mikilvægt til þess að snúa vörn í sókn fyrir ís- lenskuna því við viljum að hún þró- ist og dafni til framtíðar. Það bend- ir ýmislegt til þess að viðhorf barna og ungmenna til íslensku sé að breytast og því er mikilvægt að gefa gaum. Aðgerðir okkar til að styðja útgáfu bóka á íslensku, mál- tækniverkefnið og aukin áhersla á íslenskukennslu í menntakerfinu eru dæmi um þau stóru skref sem við stígum nú á þeirri vegferð. Ís- lenskan er og verður aðalmálið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um vitundarvakningu um mikil- vægi íslensks máls í vikunni. Við- staddir undirritunina voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og fulltrúar Kennarasambands Ís- lands, Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtak- anna Heimilis og skóla. Lögð verð- ur áhersla á að finna víðtækan sam- starfsgrundvöll til að vekja athygli og áhuga á íslenskunni, stuðla að virkri notkun tungumálsins og vinna að jákvæðara viðhorfi, ekki síst barna og unglinga, til íslenskr- ar tungu. Samstarf um að snúa vörn í sókn fyrir íslenska tungu Samstarf Skrifað var undir viljayfirlýsingu á málþingi KÍ í vikunni. Gagnageymslan ehf., sem er sérhæft fyrirtæki á sviði geymslu gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir, er til sölu. Fyrirtækið, sem staðsett er í Reykjavík, er 100% í eigu Íslandspósts ohf. Það var stofnað árið 1996 og er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sínu sviði. Um er að ræða traustan viðskiptamannagrunn og stöðuga veltu. Áhugasamir hafi samband við Íslandspóst á annah@postur.is fyrir 19. október nk. „Sameining allrar rannsóknastarfsemi Landspítala á einn stað mun gjörbreyta allri umgjörð á rannsóknastarfsemi spítalans. Upp- bygging heilbrigðisþjónustunnar er forgangsmál og nýtt rann- sóknahús er þar mikilvægur áfangi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að lokinni undirritun samnings um fulln- aðarhönnun rannsóknahúss á nýja Landspítalanum í gær. Samningurinn er gerður við Corpus3 sem samanstendur af eft- irtöldum fyrirtækjum: Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf. og VSÓ ráðgjöf. Kostnaðaráætlun verksins er kr. 670.890.000 og var tilboð Cor- pus3 kr. 477.286.560, eða 71,1% af kostnaðaráætlun. Rannsóknahúsið er hluti af heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Stærð hússins er 15.550 fermetrar. Aðrar bygg- ingar eru meðferðarkjarninn sem er stærsta byggingin í uppbygg- ingu Hringbrautarverkefnisins, nýtt sjúkrahótel sem verður tekið í notkun á árinu og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús. Samið um hönnun rannsóknahúss á nýjum Landspítala Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir Tímamót Skrifað var undir í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.