Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Bergvin Oddsson Bergvin Oddsson, eða Beddi á Glófaxa eins og hann var alltaf kallaður, er allur. Hann var þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi, glað- vær, hreinskiptinn og hjartahlýr. Ég kynntist Bedda fljótlega eftir að ég fluttist til Eyja og hóf störf í bankanum. Á þeim tíma áttu flestallir útgerðarmenn í erfið- leikum. Það var afar gaman að eiga samskipti við Bedda. Hann var alvarlegur og ákveðinn þegar hann ræddi málefni útgerðar sinnar en það þurfti ekki nema smá neista af gríni og þá var kall- inn kominn í gírinn. Lét vaða á súðum, hló og gerði grín að sjálf- um sér og öðrum með stórkost- legum athugasemdum. „Já, Binni, það er ekki nóg að afla, það þarf líka að eyða,“ sagði hann ein- hverju sinni og hleypti alvarleg- um umræðum upp í hlátur. En Beddi eyddi ekki miklu í sjálfan sig heldur allt og alla í kring um sig, sérstaklega ÍBV. Stuttu fyrir einhverjar kosn- ingarnar lét ég ummæli falla í fjölmiðlum um hugmyndir Sam- fylkingarinnar um málefni sjávarútvegs og uppskar símtal frá Bedda: „Hvurn andskotann ert þú að skipta þér af pólitík? Hefur þú ekki nóg með að reka þitt fyrirtæki?“ sagði Beddi og húðskammaði mig í símann enda skammt í „kratagenið“ hjá honum. Ég þandi mig á móti og taldi þvert á móti að ég hefði full- an rétt á að skipta mér af þeim málefnum sem vörðuðu sjávarút- veg þótt stutt væri í kosningar. Símtalið tók drjúga stund en end- aði á þann máta sem alltaf var í samskiptum okkar, með sátt og skemmtilegum athugasemdum. Þannig var Beddi, alltaf hreinn og beinn og beint fyrir framan mann. Hann sagði bara hlutina eins og hann hugsaði þá og fór ekki í neina launkofa með skoð- anir sínar. Sem skipstjóri var hann vanur því að á hann væri hlustað. Ekki bara af því hann væri skipstjóri heldur líka vegna hversu stutt var í glaðværðina hjá honum og óborganlegar athuga- semdir. Af þeim mátti enginn missa. Við ræddum oft um fram- tíðina og ég hvatti hann til að setj- ast ekki í helgan stein heldur hafa eittvað fyrir stafni. Það var gam- an að fylgjast með honum við smíði á nýjum Glófaxa sem kom í sumar og hann ætlaði sér að róa honum til að halda heilsu. En enginn veit ævina fyrr en öll er og engan óraði fyrir því í vor þegar Beddi og Dúlla, kona hans, héldu upp á 75 ára afmæli sitt af þeim rausnarskap, sem þeim var ein- um lagið, að hann næði ekki að komast á sjó á nýja bátnum. Með Bedda er genginn einhver alskemmtilegasti og stórbrotn- asti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég mun sakna skammanna hans, hjartahlýjunn- ar og húmorsins. Hvíli hann í friði. Sigurgeir B. Kristgeirsson. Einn af bestu sonum Eyjanna, Beddi á Glófaxa, er látinn eftir stutt veikindi. Það er skarð höggvið í fjölskylduna þegar for- inginn fellur frá. Það var skrýtin tilfinning á mánudeginum þegar stóllinn hans Bedda á kaffistofunni í Heimaey stóð auður, við minnt- umst hans með stuttri þögn. Hann var fastagestur á kaffistof- unni hjá mér og alltaf var líf og fjör í kringum hann. Hann lét menn heyra það, hvort sem það var pólitíkin, enski boltinn og hvað eina. Við kaffistofufélagarn- ir höfum mælt blóðþrýstinginn og skráð, ef mæling var óhagstæð þá voru menn sendir í athugun. Undirritaður er vanur að skila mælingu í efri kantinum og fékk ég skondnar athugasemdir við niðurstöðuna frá okkar manni. Einn daginn þegar ég skilaði góðri mælingu var kappinn ekki alveg að trúa því og sagði „mæl- irinn hlýtur að vera bilaður“, síðan rölti hann út í apótek, kom með nýjan mæli og sagði „við skulum svo sjá hvernig þú verður í fyrramálið“ og hló. Árið 1997 var tekin stór og um- deild ákvörðun í Eyjum. Þá var stofnuð nefnd sem gekk í það mál og að öðrum ólöstuðum gekk Beddi hart fram í þessu og tókst ætlunarverkið. Síðan þá hafa þau Dúlla verið bestu bakhjarlar íþróttahreyfingarinnar í Eyjum og voru með þegar kom að því að byggja upp sterkara ÍBV-lið. ÍBV-hjartað hjá honum, Dúllu og krökkunum var mjög stórt. Til eru margar góðar sögur af honum tengdar ÍBV og innihalda þær allar hversu öflugur hann var fyr- ir félagið. Það kom sú hugmynd að gera verðmæti úr síldinni í höfninni og styrkja ÍBV. Við gengum í verkið, Vinnslustöðin hjálpaði með búnað, mikið vorum við stoltir þegar uppgjöri var lok- ið og styrktum ÍBV veglega. Einnig er góð sagan þegar Beddi tilkynnti Dúllu sinni eitt sinn að hann hefði verið að hjálpa kvennaboltanum með því að fjár- magna erlenda knattspyrnukonu í ÍBV-liðið. Dúlla sem oft á gull- korn í tilsvörum spurði hvort hún gæti ekki þrifið hjá þeim einu sinni í viku fyrst hann borgaði einn fyrir hana. Beddi var einnig einstaklega hnyttinn í tilsvörun. Góð er sagan þegar vantaði háseta á Glófaxa og Zóphónías, betur þekktur sem Sófi, sækir um. Beddi horfir á hann og segir „Heldur þú að það geti gengið Sófi minn að vera bæði með Bedda og Sófa um borð, verður Glófaxinn ekki kallaður Húsgagnahöllin?“ Já, hverjum öðrum en Bedda hefði dottið í hug að leggja þetta upp með þessum hætti. Þessi orð eru bara sýnis- horn af þessum öðlingi. Það væri létt mál að skrifa heila bók um kappann á þessum nótum. Eyjahjartað var stórt og hann einstakur maður. Beddi var mikill söngmaður, var í sönghópnum Brælubellir og kór eldri borgara. Á góðri stundu átti hann það til að fara og leysa söngvarann af, og tók þá sígild lög eins og Óbyggð- irnar kalla, Kóngur einn dag o.fl. En Beddi var öfugt við lagið kóngur einn dag, hann var kóng- ur alla daga. Kæri vinur, með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég þig og við Rósa sendum Dúllu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, aðstandendum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um einstakan mann lifir. Guðjón Hjörleifsson. Kveðja frá ÍBV íþróttafélagi Í dag verður góður ÍBV-ari borinn til hinstu hvílu. Hann Beddi okkar á Glófaxa var mikill áhugamaður um íþróttir í Vest- mannaeyjum og styrktaraðili góður. Hann var óspar á stóru orðin þegar illa gekk en kunni að hrósa þegar vel gekk í heimi íþróttanna. Það voru fá mál í rekstri félagsins sem hann hafði ekki skoðun á og kom hann oft með viðhorf sem hafa nýst félag- inu vel. Bergvin Oddsson var góður styrktaraðili félagsins og skipti þá engu máli hvort um handbolta eða fótbolta var að ræða. Það eru ekki margir eins og þau Beddi og Dúlla en í 150 ára afmæli þeirra hjóna núna í vor gáfu þau félaginu sínu 10 milljónir til reksturs meistaraflokka félagsins. Félagið og samfélagið allt var þeim mjög þakklátt og áttum við vart til orð. Þarna kom það enn á ný í ljós hve annt honum var um félagið sitt og samfélagið allt. Beddi var Tottenham-maður í enska boltanum og byrjaði sem Týrari hér í Eyjum en í seinni tíð var hann fyrst og fremst ÍBV-ari og þótti honum afskaplega vænt um félagið sitt. Hann gerði sér grein fyrir að það væri ekki sjálf- gefið að rúmlega 4.000 manna bæjarfélag ætti lið í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta og handbolta og talaði um að ef bæj- arbúar væru ekki félaginu velvilj- aðir myndi reksturinn aldrei ganga upp. Beddi hefur vanið komur sínar síðustu árin í þriðjudags- og fimmtudagskaffi félagsins og verður hans sárt saknað þar. Hann elskaði að tala um félagið sitt og Vestmannaeyjar í þessum félagsskap. Um leið og við þökkum Bedda fyrir sitt framlag til íþrótta í Vestmannaeyjum þá viljum við senda Dúllu, Lúðvík, Magneu, Halla, tengdabörnum, barna- börnum og systkinum innilegar samúðarkveðjur og megi Guð og góðar vættir styrkja ykkur á sorgartímum. Fyrir hönd ÍBV íþróttafélags, Dóra Björk, framkvæmdastjóri. Nú er höfðingi fallinn frá. Örfá orð að leiðarlokum. Við Beddi þekktumst frá æskuárunum aust- ur í Neskaupstað. Þó voru tengsl- in ekki mikil. Enda var hann innbæingur en ég útbæingur. Þegar við fullorðnuðumst fóru böndin að styrkjast. Báðir völd- um við sjóinn þó við hefðum hvor fyrir sig fundið eigin leiðir til að takast á við verkefnið. Beddi fann sinn vettvang í Vestmannaeyjum og nú þykir mér við hæfi að kveðja með örfáum orðum. Beddi var mikill vinur vina sinna. Hann kom sér upp sinni eigin útgerð og var skipstjóri sjálfur. Á þeim vettvangi var hann farsæll og þekktur og naut mikils trausts. Beddi á Glófaxa. Hann var stjórnsamur og ákveðinn en fór vel með þá eig- inleika. Hann lagði mikla áherslu á að halda tengslum við gömlu bekkjarfélagana úr Stýrimanna- skólanum. Þau héldu ásamt mök- um sínum árlega miklar veislur vítt um allt land. Þar var Bebbi potturinn og pannan og þá var oft mikið hlegið og étið og drukkið. Ekki var verra ef drykkurinn var úr leirbrúsa og kallaður genever. Bedda verður áreiðanlega sárt saknað af gömlu skólafélögunum. Hann bar hlýjan hug til Neskaup- staðar. Þar átti hann frændgarð auk fjölda vina. Hann ræktaði sambandið austur vel og þar ríkir nú söknuður. Beddi var fiskinn og hélt vel mannskap. Það þótti gott að vera á Glófaxa. Þá var gaman að ræða við hann um alla skapaða hluti. Hann hafði skoðanir á mál- um og rökræddi þær skoðanir. Stundum fannst honum að ýmis- legt mætti betur fara í sjávarút- vegi og í ýmsu öðru og notaði fjöl- breyttan orðaforða til að lýsa því. En hann var enginn þverhaus og undi gjarnan niðurstöðum. Beddi var ekki langrækinn. Það verður áfram spilaður fótbolti í Eyjum en sjálfsagt munu margir minn- ast velgjörðarmannsins Bedda með hýju og þakklæti við þessi sorglegu tímamót. Hann hætti skipstjórn fyrir nokkrum árum og skömmu síðar lét hann útgerð- ina í hendur dóttur sinnar. Hann var raunsær og vissi að maður kemur í manns stað. En það var erfitt að slíta sig alveg frá sjón- um, hann fór að stunda hand- færaveiðar á litla Glófaxa. Eftir nokkur ár á þeim litla sem var orðinn gamall og lúinn, sá hann í hendi sér að hann þyrfti að end- urnýja. Hann lét smíða fyrir sig nýjan 11 tonna Glófaxa í Eng- landi. Sá var nú flottur, með hlið- arskrúfu og alles. Ég skoðaði þann nýja fyrir nokkru með Bedda. Báturinn var nýkominn frá Englandi og Beddi gekk með mér og útgerðarstjóranum, dótt- ur sinni, hring umhverfis bátinn og sagði stoltur. „Hann verður fínn á skakinu þessi.“ Þessi and- artök eru greypt í minninguna og svona vil ég muna Bedda. Henni Dúllu og afkomendum vottum við hjónin dýpstu samúð. Vertu sæll höfðingi. Magni Kristjánsson. Í dag verður Bergvin Oddsson, Beddi á Glófaxa, jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Það verður að segja eins og er að fréttin um andlát Bedda kom eins og köld vatnsgusa. Beddi hafði reyndar átt við veikindi að stríða, en það var ekki öllum ljóst hversu alvarleg þau voru, hann alltaf svo hress og kátur. Við Beddi áttum samleið í pólitíkinni sem og í Kiwanis og víðar. Báðir Kratar sem söknuðu Alþýðu- flokksins og held ég að honum hafi, eins og mér, fundist bara kominn tími á að endurvekja okk- ar gamla og góða flokk, sem alla tíð barðist fyrir auknum jöfnuði og ekki síst fyrir þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Beddi var farsæll skipstjóri og útgerð- armaður sem hugsaði vel um sína. Hann var þekktur fyrir greið- vikni og ef hann taldi sig geta komið að liði stóð ekki á hjálpinni. Meðal annars lét hann fjármuni renna til ýmissa góðra verka og sem betur fer fyrir æskulýðinn í Vestmannaeyjum styrkti hann og fjölskylda íþróttirnar í Vest- mannaeyjum veglega og það til fjölda ára. Þetta þekkja allir í okkar góða samfélagi. Með þess- um fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan samferðamann og félaga til margra ára. Fjölskyldu Bergvins Oddsson- ar sendi ég og fjölskylda mín inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bedda. Guðmundur Þ.B. Ólafsson. Látinn er vinur minn Bergvin Oddson skipstjóri og útgerðar- maður í Vestmannaeyjum. Við Beddi, eins og hann var kallaður af vinum sínum, vorum skólabræður úr Sjómannaskólan- um, útskrifuðumst saman árið 1964 ásamt öðrum góðum vinum sem alltof margir eru nú fallnir frá. Við Beddi héldum alltaf góðu sambandi, sérstaklega eftir að við fórum að gera út sjálfir. Beddi var félagslyndur maður og skemmtilegur félagi. Hann var frábær félagi og vinur og stutt hjá honum bæði í húmor og alvöru. Hann var fylginn sér og varð sjaldan orða vant. Á sínum yngri árum hringdi hann stundum til að ræða um pólitík, en þar vorum við sjaldan á sama máli, og lét hann þá ekkert eiga inni hjá sér. Í áraraðir hittumst við margir skólabræður og skemmtum okk- ur með mökum. Þar sló Beddi í gegn með söng og skemmtileg- heitum. Hér áður fyrr var glaum- ur og gleði fram eftir nóttu en í seinni tíð voru flestir farnir í hátt- inn fyrir miðnætti. Það er víst lífsins gangur. Við áttum það sameiginlegt að hrunið pirraði okkur báða og blý- antsnagarar voru ekki í uppá- haldi hjá okkur. Mér telst til að Beddi hafi verið rúm sextíu ár til sjós. Lengst af við stjórnvölinn, hann var hörku- skipstjóri. Sextíu ár er dágóður tími og hann hefur fært samfélag- inu miklar tekjur og mikla at- vinnu á þessum tíma. Verður hvortveggja seint fullþakkað. Hann var ekki alveg hættur. Beddi lét smíða fyrir sig lítinn bát, Glófaxa, og hlakkaði til að prófa hann þó að heilsan væri orðin léleg. En eins og fyrri dag- inn eru það mennirnir sem ráð- gera en Guð ræður. Enginn má sköpum renna eins og þar stendur. Enn einn foringinn úr vina- hópnum er fallinn frá. Kannski þeir félagarnir slái upp veislu á öðru tilverustigi þar sem himn- eskur sjeníver flæðir um borð og þó hann sé ugglaust ekki eins kraftmikill og sjeníver okkar fé- laganna hér niðri var á góðum stundum, þá er fjörið vonandi sambærilegt. Elsku Dulla, börn, barnabörn, ættingjar og vinir. Við Helga söknum mjög góðs vinar og send- um ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Einar Sigurðsson. Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Okkar yndislega eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SESSELJA SIGURRÓS GÍSLADÓTTIR, Starengi 30, andaðist laugardaginn 29. september. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 11. október klukkan 13. Viggó Vilbogason Reynir Örn Viggósson Berglind Harpa Helgadóttir Rósa Viggósdóttir Emil Sigurður Magnússon Gísli Páll Jónsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HANSÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Hátúni 4, Reykjavík, lést laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 10. október klukkan 13. Karítas Kristín Ísaksdóttir Magnús Gunnarsson Guðmundur Gunnarsson Helga Lára Árnadóttir Örn Magnússon Bergljót Bragadóttir Gunnar Þór Gunnarsson Halla Sigurgeirsdóttir og ömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN SNÆVARR, lést á líknardeild Landspítalans hinn 30. september. Útför verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 12. október klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar Landspítala. Jakob Möller Sunna Dóra Möller Bolli Pétur Bollason Kristín Þóra Möller Örn Ævar Hjartarson Árni Baldur Möller Hildur Freysdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRA LILJA BJARNADÓTTIR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 13. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. október klukkan 13. Bjarni Valdimarsson Guðfinna Karlsdóttir Eygló Valdimarsdóttir Guðjón Þorvaldsson Halldóra Valdimarsdóttir Valur Svavarsson og ömmubörnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.