Morgunblaðið - 09.11.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 09.11.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 rmúla 24 • S. 585 2800Á Picasso Nokkrir háttvirtir þingmennSamfylkingar og Pírata telja að borið hafi „á því að ávarpsorðin „háttvirtur þingmaður“ og „hæst- virtur ráðherra“ séu notuð til að hæðast að stjórnmálamönnum“ og hafi þá snúist upp í andhverfu sína. Meðal annars af þeim sökum beri að hætta að nota þessi ávarpsorð á Alþingi.    Þetta er auðvitaðgrafalvarlegt mál og víst að óhug setur að lands- mönnum að þeir séu til sem hæðist að þingmönnum.    En að einhverjirhafi notað orðið háttvirtur til að hæðast að háttvirtum varaþing- mönnum og þingmönnum Margréti Tryggvadóttur, Loga Einarssyni og Smára McCarthy er langt gengið.    Þá er ekki annað að gera en hættanotkun orðanna.    Það verður líka að hafa í huga aðsíðast þegar slakað var á reglum sem fram að því þóttu heldur hafa stuðlað að háttvísi í þingsal náði breytingin fyllilega markmiði sínu.    Nú geta þingmenn klæðst þvísem þeim sýnist og þingið hef- ur ekki í annan tíma verið ómál- efnalegra og uppteknara af inn- antómu þrasi og aukaatriðum.    Og það hentar málefnalausum Pí-rötum vel.    Eftir að háttvirtir þingmenn Sam-fylkingar fengu aukaaðild að Pírötum hentaði breytingin þessum háttvirtu þingmönnum ekki síður. Logi Einarsson Fyrrum háttvirtir alþingisþingmenn STAKSTEINAR Smári McCarthy Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Um hádegisbil í gær höfðu um 30% félagsmanna SFR stéttarfélags og 16% félagsmanna Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar kosið um sameiningu félaganna. Rafræn at- kvæðagreiðsla hófst klukkan 12 þriðjudaginn 6. nóvember og lýkur klukkan 12 í dag. Ef af sameiningu félaganna verður mun nýtt félag telja 10.300 félagsmenn, sem er nær helmingur félagsmanna BSRB. „Atkvæðagreiðslan gengur vel og að mínu mati er kosningaþátttakan ansi góð,“ segir Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR stéttarfélags. Kosningu lýkur um hádegi í dag og að sögn Árna Stefáns ættu niður- stöður, ef ekkert óvænt kemur upp á, að liggja fyrir milli klukkan eitt og tvö. „Þátttakan er betri og meiri stíg- andi í henni heldur en við þorðum að vona. Enn er hægt að kjósa og ef fram heldur sem horfir þá verður ekki annað hægt að fagna góðri kosningaþátttöku,“ segir hann. „Ég hefði viljað sjá meiri þátt- töku félagsmanna í kosningu um sameiningu við SFR en þau 16% sem komin voru um hádegi. En fé- lagsmenn hafa tækifæri til þess að kjósa til hádegis á föstudag og ég vona að við fáum sem flesta til þess að kjósa,“ sagði Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar um hádegisbil í gær, en hann var í óðaönn ásamt starfsmönnum félagsins að ýta við félagasmönnum að kjósa. Garðar segir að það ætti ekki að taka langan tíma að fá niðurstöður úr rafrænu kosningunum en fé- lagsmönnum stóð einnig til boða að kjósa á skrifstofu félagsins. „Ég vonast til þess að félagsmenn taki afstöðu og kjósi um samein- inguna. Við getum leitt hestinn að vatnsbólinu en ekki neytt hann til þess að drekka,“ segir Garðar Meiri kjörsókn félagsmanna SFR  10.300 manns yrðu í sameinuðu félagi Garðar Hilmarsson Árni Stefán Jónsson Borgaraþjónusta utanríkisráðuneyt- isins hefur verið í sambandi við Íslendingana tvo sem handteknir voru í Ástralíu nýverið. Eru þeir grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins, eða hátt í sjö kíló alls. Mennirnir eru 30 ára og 25 ára. Sveinn H. Guðmarsson, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir hlutverk borgaraþjónustunnar að veita aðstoð Íslendingum sem lent hafa í vandræðum erlendis. Hafa starfsmenn ráðuneytisins einnig ver- ið í samskiptum við fjölskyldur beggja manna. Sveinn vildi ekki stað- festa hvort borgaraþjónustan ynni einnig að því að útvega mönnunum lögmenn, en það er meðal þjónustu sem ráðuneytið getur veitt í tilfellum þar sem Íslendingar komast í kast við lögin á erlendri grundu. Íslending- arnir voru handteknir síðastliðinn mánudag. Í tilkynningu frá áströlsk- um yfirvöldum kemur meðal annars fram að annar þeirra hafi verið hand- tekinn á alþjóðaflugvellinum í Melbo- urne eftir að landamæraverðir fundu mikið magn fíkniefna falið í ferða- tösku hans. Var hann þá nýkominn til Ástralíu með flugi frá Hong Kong. Hinn maðurinn var handtekinn á hót- elherbergi. Við leit þar fundu lög- reglumenn einnig talsvert magn fíkniefna. Borgaraþjónustan veitir aðstoð  Hafa verið í sambandi við hina hand- teknu í Ástralíu og fjölskyldur þeirra Ljósmynd/Australian Boarder Force Gómaðir Fíkniefni voru falin í ferðatösku annars mannanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.