Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Yfirskrift leikrænnar leiðsagnar á Árbæjarsafni næstkomandi sunnu- dag er Á sunnudögum er töluð danska. Leiðsögnin hefst í miðasölu safnsins kl. 14 og endar á stuttum tónleikum í svonefndu Lækjar- götuhúsi. Efnt er til þessa við- burðar í tilefni af 100 ára fullveld- isafmæli Íslands. Leikendur eru staddir í Reykja- vík í nóvember árið 1918 og fylgja gestum um safnsvæðið og segja frá íbúum þess, bæjarlífinu og því sem er helst að frétta. Leikið verður með tungumálið og þau áhrif sem danskan hefur enn í dag á íslensk- una en einnig verður boðið upp á tónlist sem hæfir tíðarandanum. Það hefur oft verið haft í flimt- ingum að landsmenn hafi talað dönsku á sunnudögum þegar landið laut danskri stjórn. Tónlistarmenn- irnir Pétur Húni Björnsson og Jón Svavar Jósefsson leiða dagskrána. Reykjavík árið 1918 sprettur aftur fram Ljósm/aðsent Leikarar Hópurinn sem ætlar að endurvekja stemningu ársins 1918. Danskur sunnudagur á Árbæjarsafni Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvannadalshnúkur breyttilífi mínu,“ segir DíanaJúlíusdóttir ljósmyndari.„Eftir að hafa gengið alls rúma 12 kílómetra upp í mót og mætt allskonar aðstæðum og veðrabrigð- um felst einstök tilfinning í að komast að toppnum, þó við höfum reyndar ekki náð alla leið. Okkur vantaði 80 metra þegar snúa þurfti við. Þetta er lengsta dagleið sem vitað er um í óbyggðaferðum í Evrópu og gangan reynir því talsvert á fólk. Fólk kemur til baka með lurkum laminn skrokk en í sálinni situr eftir einstök tilfinn- ing og endorfínkikkið lifir lengi. Töfr- arnir liggja í loftinu. Fyrir mig er líka sérstaklega dýrmætt að hafa í leið- angrinum náð fjölda mynda sem allar bera með sér tilfinningar og lýsa að- stæðum.“ Með gnótt mynda Á næstu dögum kemur út bókin Hnúkurinn með ljósmyndum Díönu og texta Sigmundar Ernis Rúnars- sonar. Tildrög útgáfunnar eru þau að árið 2012 voru þau bæði þátttakendur í verkefni Ferðafélags Íslands sem ber yfirskriftina 52 fjöll. Í því felst að gengið er á eitt fjall á viku, byrjað er í kringum áramót og í maí, þegar flest- ir eru komnir í þokkalegt form, er farið á Hvannadalshnúk, sem er 2.111 metra hár. Er þá raunar kominn sá tími að fært er á hnúkinn, enda minnst um sprungur í Öræfajökli þá. Á sama tíma og fjallgöngu- ævintýrið stóð sem hæst var Díana í námi við Ljósmyndaskóla Íslands. Hún notaði því tækifærið í ferðinni á hnúkinn, tók gnótt mynda sem hún gerði sér ljóst að voru fjársjóði lík- astar. Þær hafa síðan verið valdar á sýningar hér á landi svo og í San Francisco og Barcelona. Þar hafa myndirnar unnið til verðlauna og fengið góða dóma. Sögur af því sama „Áhugi minn á fjallamennsku hefur lengi verið til staðar og þetta er áhugamál fjölskyldunnar. Bæði er gaman að vera á ferðinni upp um fjöll og dali og svo fylgir ferðunum alveg frábær félagsskapur,“ segir Díana sem í 52 fjöllum var í sama hópi og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjón- varpsmaður og rithöfundur. Þau voru saman í göngunni á Hvannadalshnúk og gátu því sagt sögur af því sama, eins og sést í bókinni sem er kynnt og áskrifendum safnað á karolina- fund.com. „Það er púl að ganga á hnúkinn með 25 kg. bakpoka og svo tvær myndavélar um hálsinn eins og ég gerði. En þetta var fyrirhafnarinnar virði; ganga þar sem var lagt af stað klukkan fjögur að nóttu og komið til baka um kvöldmatarleytið á sama sólarhringnum,“ segir Díana og held- ur áfram: Ljóðrænn texti „Upphaflega átti þetta bara að vera ljósmyndabók. Svo vatt hug- myndin upp á sig. Mér fannst mik- ilvægt að bókin hefði margar víddir. Sigmundur Ernir var líka tilbúinn að vera með í því og skrifaði út frá sinni upplifun með ljósmyndirnar mínar fyrir framan sig. Útkoman er dásam- legur texti og ljóðrænn.“ Með fjársjóð af Hvannadalshnúk Hæsta fjall landsins hef- ur sína töfra. Díana Júl- íusdóttir fór í fjallgöngu með myndavélina og Sig- mundur Ernir skráði texta. Útkoman er bók sem vafalítið mun vekja mikla athygli. Ljósmynd/Díana Júlíusdóttir Takmarkið Stór hópur á Öræfajökli og framundan sveipaður þoku og dulúð er Hvannadalshnúkur, 2.111 m. á hæð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ljósmyndari Töfrarnir liggja í loftinu, segir Díana um fjallgöngur. Ekkert í grennd við göngumann er betur tennt en tilfinningalaus kuldinn sem nagar hann hæglega inn að beini hafi fyrirhyggjan og reynsl- an ekki kennt þeim sama að búa sig miðað við verstu hugsanlegu aðstæður, því það er auðveldara að kasta af sér þarflausum fötum en íklæðast þeim sem ekki eru nær- tæk. Eftir Sigmund Erni Rúnarsson í bókinni Hnjúknum. LJÓÐRÆNN TEXTI Skáld Sigmundur Ernir fjallamaður Kuldinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.