Morgunblaðið - 09.11.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Aukaopnun verður í Safnahúsi
Borgarfjarðar í Borgarnesi næst-
komandi laugardag, klukkan 13 til
15, vegna sýningarinnar um Hvít-
árbrúna hjá Ferjukoti. Höfundur
sýningarinnar, Helgi Bjarnason,
veitir leiðsögn. Heitt verður á
könnunni og eru allir velkomnir og
aðgangur er án endurgjalds.
Sýningin er sögusýning um
Hvítá, smíði Hvítárbrúarinnar og
áhrif hennar á samgöngur og
mannlíf í Borgarfirði. Hún er í Hall-
steinssal Safnahússins.
Sýningin er annars opin á
afgreiðslutíma safnanna, frá klukk-
an 13 til 16 virka daga. Hún stendur
til 12. mars 2019.
Sögusýning Fjöldi gesta var við opnun sýningarinnar á afmælisdegi Hvít-
árbrúar. Hún er í Hallsteinssal Safnahúss og er aðgangur án endurgjalds.
Aukaopnun á sýning-
una um Hvítárbrú
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 266 þúsund brottfarir voru
frá Keflavíkurflugvelli í október.
Samtals eru brott-
farirnar því orðn-
ar 2,58 milljónir
fyrstu tíu mánuði
ársins.
Sá fjöldi er
3,5% umfram spá
Isavia frá því í
maí. Sú spá var
reyndar endur-
metin til lækkun-
ar frá fyrri spá
Isavia í nóvember í fyrra. Alls 266.380
brottfarir voru í október, eða um 23
þúsundum fleiri en í október 2017.
Þetta er metfjöldi og stefnir í rúmlega
3 milljónir brottfara í ár.
Innan skekkjumarka
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
ferðamálastjóri, telur að ekki beri að
lesa mikið út úr þessari aukningu
miðað við síðustu spá. Aukning upp á
3,5% sé enda innan skekkjumarka.
„Frávikið er svo lítið að það er ekki
vísbending um eitt né neitt. Flug-
félögin tvö, Icelandair og WOW air,
sem eru stærst á Keflavíkurflugvelli,
starfa á ólíkum mörkuðum. Þau
starfa bæði á mörkuðum með farþega
til og frá landinu en ekki síður í Atl-
antshafsfluginu, að flytja fólk yfir haf-
ið. Þegar farþegaspár voru gerðar í
vor gáfu menn sér tilteknar forsendur
í Atlantshafsfluginu. Frávik upp á
3,5% er ekki mikið.
Það getur verið frávik í markaðn-
um í Atlantshafsfluginu. Þ.e.a.s. að
einhver sæti séu ekki að seljast og séu
þess vegna boðin til og frá Íslandi.
Það kann að vera tekjustýring hjá
flugfélögunum,“ segir Skarphéðinn
Berg. Hann ítrekar svo það sem hann
sagði við Morgunblaðið í september
að áhrifin af veikingu krónunnar
muni ekki birtast í tölum um fjölda
ferðamanna fyrr en á nýju ári. „Ég
held að gengisbreytingin sé ekki að
hafa nein áhrif enn þá. Það tekur
lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Berg
sem telur rétt að horfa til fleiri mæli-
kvarða. Almennt hafi ekki orðið við-
snúningur í ferðaþjónustu í haust,
þrátt fyrir veikingu krónu.
Áhyggjur af landsbyggðinni
„Ég held að haustið sé fyrst og
fremst gott á suðvesturhorninu og
Suðurlandi en það er áhyggjuefni
hvernig afkoman virðist vera á lands-
byggðinni.“
Spurður um horfur í ferðaþjónustu
í vor, ef gengið helst á þessu róli, segir
hann að „ferðaþjónustan myndi lík-
lega kjósa að sjá heldur veikari krónu
en er núna“.
„Sé litið til gengisþróunar annars
vegar og kostnaðarþróunar hins veg-
ar í ferðaþjónustu hefur kostnaðarlið-
urinn breyst mun meira. Þetta kom
vel fram í yfirferð sem KPMG gerði
um daginn fyrir Ferðamálastofu.
Launavísitala hefur hækkað um 44%
á síðustu sex árum. Spurningin er því
hversu mikið krónan þyrfti að veikj-
ast til að vega upp þann kostnaðar-
auka sem orðið hefur í launum. Þótt
10% styrking eða veiking sé heilmikil
þegar um er að ræða gjaldmiðil hafa
kostnaðarhækkanir verið svo miklar
á undanförnum árum að það toppar
breytingar í gengi krónunnar.“
Launin þungur baggi
Hann segir aðspurður að greinin sé
ekki samkeppnisfær þegar saman
fara hátt gengi og há laun.
„Sé raunin sú, sem allt bendir til, að
vægi lægri launa sé meira í ferðaþjón-
ustu en öðrum atvinnugreinum myndi
mikil hækkun lægstu launa augljós-
lega hafa meiri áhrif þar en annars
staðar. Þess vegna er svo mikilvægt
að menn mæti þessum breytingum
með því að fjárfesta meira í tækni og
sjálfvirkni til að auka framleiðnina,“
segir hann. Laun hjá ferðaþjónustu-
fyrirtækjum úti á landi séu gjarnan
orðin meira en 50% af tekjum. Með
því sé ekkert svigrúm til fjárfestinga.
Æskilegt sé að hlutfallið sé nær 40%.
Metfjöldi flugfarþega
266.380 brottfarir voru skráðar frá Keflavíkurflugvelli í október, sem er met
3,5% fleiri farþegar fyrstu tíu mánuði ársins en Isavia áætlaði í maíspá sinni
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli
Frá jan. til október 2017 og 2018, rauntölur og spár, milljónir farþega
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
Brottfarir 2017 Brottfarir 2018 Spá frá nóv. sl. Spá frá maí sl.
2,44
2,692,58 2,49
Heimild: Isavia
RAUNTÖLUR SPÁR FYRIR 2018
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli, 2012-2018
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0,0
milljónir
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018*
Heimild: Isavia
*Fyrstu tíu mánuðir 2018
1,0
1,1
1,4
1,7
2,3
2,8
2,6
Morgunblaðið/Hari
Á Keflavíkurflugvelli Farþegum á fjölgar ár frá ári. Nýtt met féll í október.
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Framkvæmdir við hótel í Ármúla 7
eru áformaðar á næsta ári.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa leigutakar verið upp-
lýstir um að til standi að breyta hús-
inu. Þannig væri áformað að hefja
framkvæmdir við að breyta bygging-
unni í hótel næsta vor.
Fram kom í Morgunblaðinu í
febrúar síðastliðnum að fasteigna-
félagið Reitir hefði til skoðunar að
innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal
hugmynda væri að tengja reksturinn
við Hótel Ísland í Ármúla 9.
Hótelin verði tengd saman
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, segir lengi hafa staðið til að
breyta Ármúla 7 að stærstu leyti í
hótel og tengja bygginguna við hót-
elið í Ármúla 9. Unnið sé að verkefn-
inu í samstarfi við Reykjavíkurborg.
Til standi að rífa tengibyggingu milli
húsanna og byggja nýja. Áformað sé
að hefjast handa á næsta ári.
Í umræddri tengibyggingu var
lengi veitingasala á jarðhæð og krár
undir ýmsum nöfnum á efri hæð.
Haft var eftir Guðjóni í Morgun-
blaðinu í febrúar síðastliðnum að
tengibyggingin hefði verið keypt í
þeim tilgangi að rífa hana.
Ólafur Laufdal hóf byggingu Hót-
els Íslands árið 1985 og í árslok 1987
var skemmtistaður þar, sá stærsti á
landinu, opnaður. baldura@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Ármúli 7 og 9 Hótel Ísland er
hægra megin. Þar er nú Klíníkin.
Byggja
hótel í
Ármúla
Verður tengt við
gamla Hótel Ísland
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Laserlyfting
Þéttir slappa húð á andlit og hálsi
Árangur af Laserlyftingu er sambærilegur við árangur af andlitslyftingu
með skurðaðgerð en það sem laserlyfting hefur fram yfir andlitslyftingu
er að einstaklingur getur farið í vinnu beint eftir meðferð.
15% afsláttur af gjafabréfum hjá Húðfegrun
Bylting ímeðferð á línum, hrukkumog slappri húð.