Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
9. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.91 120.49 120.2
Sterlingspund 157.73 158.49 158.11
Kanadadalur 91.65 92.19 91.92
Dönsk króna 18.46 18.568 18.514
Norsk króna 14.435 14.521 14.478
Sænsk króna 13.331 13.409 13.37
Svissn. franki 120.38 121.06 120.72
Japanskt jen 1.0604 1.0666 1.0635
SDR 166.85 167.85 167.35
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.873
Hrávöruverð
Gull 1235.05 ($/únsa)
Ál 1948.0 ($/tonn) LME
Hráolía 71.66 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Tíu prósent fleiri
erlendir ferðamenn
fóru um Leifsstöð í
október síðast-
liðnum en á sama
tíma á síðasta ári.
Þetta kemur fram í
Hagsjá Lands-
bankans.
Þar segir einnig
að samkvæmt taln-
ingum Ferðamála-
stofu og Isavia hafi fjöldi ferðamann-
anna verið tæplega 200 þúsund alls. Til
samanburðar voru erlendir ferðamenn
182 þúsund í október í fyrra.
Í Hagsjánni segir einnig að frá ára-
mótum hafi 2.028 þúsund erlendir
ferðamenn farið um Leifsstöð í saman-
burði við 1.915 þúsund á fyrstu tíu mán-
uðum síðasta árs. Fjölgunin milli ára sé
5,9%.
Bandaríkjamenn eru fjölmennasti
hópurinn en Bretar eru næstfjölmenn-
astir. tobj@mbl.is
10% fjölgun erlendra
ferðamanna í Leifsstöð
Flug Ferðamönn-
um fjölgar áfram.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Þrátt fyrir að fyrirtækjum fækki um
2% á lista Creditinfo yfir framúrskar-
andi fyrirtæki í ár eins og fram kom í
ViðskiptaMogganum í gær vegna
reikningsársins 2017 heldur bygging-
argeirinn velli á listanum. Er þá held-
ur dregið úr þar sem fyrirtækjum í
byggingarstarfsemi og mannvirkja-
gerð fjölgar um 14 í ár eða um 22%.
Byggingarfyrirtækin á listanum fyrir
árið 2018 eru 79 en voru 65 í fyrra. 10
fyrirtæki detta út af listanum í ár en
24 bætast við.
„Þetta er til marks um að það geng-
ur vel í byggingargeiranum. Það eru
mörg ný félög að koma inn í hann og
það er gaman að sjá það. Þetta er öf-
ugt við flesta aðra geira sem eru
nokkurn veginn í jafnvægi eða að
minnka,“ segir Gunnar Gunnarsson,
forstöðumaður greiningar og ráðgjaf-
ar hjá Creditinfo. Hann tekur þó fram
aðspurður að þróunin sé aðeins niður
á við heilt yfir aðra geira, sem rímar
við fækkunina á listanum milli ára.
Vanskil dragast saman um 20%
„En við höfum áður séð svona
mikla fjölgun í byggingargeiranum. Á
milli 2014 og 2015. Þar spilar það
væntanlega inn í að mörg fyrirtæki
hafa klárað sín mál tengd fjármála-
hruninu árið 2011,“ segir Gunnar en
Creditinfo horfir á rekstur fyrirtækj-
anna þrjú ár aftur í tímann. Á milli
2014 og 2015 fór fjöldi byggingar-
fyrirtækja úr 24 í 40 og fjölgaði um
67%. Rétt er að taka fram að þróunin
milli áranna 2016 og 2017 er tækni-
legs eðlis og snýr að mestu að hertum
skilyrðum á skiladagsetningum á árs-
reikningum.
Gunnar segir að vanskilatölur í
geiranum séu í takt við fjölgun fram-
úrskarandi fyrirtækja á lista bygging-
arfyrirtækja en vanskil minnka um
20% á milli áranna 2017 og 2018. „Það
er talsverð minnkun á vanskilum í
bygginga- og mannvirkjagerð. Ýmis-
legt bendir því til að það gangi betur í
þessum geira en gerði,“ segir Gunnar.
Friðrik Ólafsson, viðskiptastjóri
byggingariðnaðar á mannvirkjasviði
Samtaka iðnaðarins, segir að þessar
jákvæðu tölur um byggingargeirann
lýsi ástandinu vel. „Þegar vel árar í
byggingargeiranum er auðveldara
fyrir fyrirtæki í geiranum að standa
sig vel. Það selst allt sem byggt er til
dæmis. Árferðið skilar sér í þessum
tölum, sem er bara afskaplega gleði-
legt,“ segir Friðrik.
„Það hefur einnig verið mikill áróð-
ur innan byggingargeirans um að fyr-
irtæki standi betur að öllum málum.
Ég er alveg viss um að einhvern hluta
af þessu má rekja til aukinna krafna
um gæðakerfi og að allt utanumhald
er betra. Það eru margir þættir sem
hafa áhrif til þessarar jákvæðu niður-
stöðu,“ segir Friðrik.
Það bendir til þess að áfram verði
góður gangur í byggingargeiranum
að mati Friðriks þrátt fyrir að raddir
um kólnun hagkerfisins heyrist sífellt
oftar. „Ég keyri um tvisvar á ári og tel
íbúðir í nýbyggingu. Síðan vinnum við
saman að greiningu og það er ekki
samdráttur. Bara sem dæmi: á milli
talninga í mars og september er rúm-
lega 18% aukning í framleiðslu nýrra
íbúða. Samt sem áður vitum við að
það er uppsöfnuð þörf. Ég hef ekki
trú á því að byggingargeirinn hægi
neitt mikið á sér þó að við sjáum
breytingar í efnahagslífinu,“ segir
Friðrik.
Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki
ársins 2018 verður birtur í næstu viku
og samhliða því gefur Morgunblaðið
út sérblað á fimmtudag sem helgað er
listanum.
22% fjölgun framúrskar-
andi byggingarfyrirtækja
Byggingargeirinn
» Framúrskarandi fyrirtækjum í
geiranum fjölgaði um 67% frá
2014 til 2015.
» 24 fyrirtæki koma ný inn á
listann en 10 falla út.
» 9% fyrirtækja eru fram-
úrskarandi.
» Vanskil dragast saman um
20% á milli áranna 2017 og
2018.
» Enn uppsöfnuð þörf í grein-
inni að sögn sérfræðings.
Gróska í byggingarstarfseminni Vanskil í greininni dragast verulega saman
Fjöldi byggingafyrirtækja í hópi framúrskarandi fyrirtækja
2010 til 2018
Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki, nýliði
Brottfall
Heimild: Creditinfo
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
14
20
24
38
13
19
40
65
79
Hagnaður Íslandsbanka á þriðja árs-
fjórðungi nam 2,1 milljarði króna og
er sambærilegur og yfir sama tímabil
í fyrra. Arðsemi eiginfjár, á ársgrund-
velli, jókst hins vegar úr 4,7% í 4,9%.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam 2,9 milljörðum, samanborið við
2,8 milljarða á þriðja fjórðungi í fyrra.
Hreinar vaxtatekjur voru 8,3 millj-
arðar og vaxtamunur 3%. Hafði hann
aukist um 0,2 prósentur milli fjórð-
unganna. Hreinar þóknanatekjur á
fjórðungnum námu 2,9 milljörðum og
drógust saman um 0,4 milljarða.
Hagnaður bankans á fyrstu níu
mánuðum ársins nam 9,2 milljörðum
króna, samanborið við 10,1 milljarðs
hagnað yfir sama tímabil í fyrra.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam 9 milljörðum og minnkar um 1,2
milljarða miðað við 2017.
Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli
nemur yfir tímabilið 7,1% en var 7,7%
í fyrra.
Hreinar vaxtatekjur jukust um 0,9
milljarða og stóðu í 23,6 milljörðum
og nemur aukningin 4,3%. Vaxtamun-
ur er sá sami og á fyrstu þremur
fjórðungum 2017 eða 2,9%.
Hreinar þóknanatekjur voru 8,7
milljarðar og drógust saman um 1,4
milljarða. Jafngildir það 13,5% sam-
drætti. Má að mestu rekja það til
lækkunar á þóknanatekjum í tveimur
dótturfélögum bankans, Borgun og
Allianz.
Virðisbreyting útlána var jákvæð
um 1,9 milljarða á fyrstu níu mánuð-
um ársins og jókst hún um 1,3 millj-
arða miðað við sama tímabil í í fyrra.
Útlánin 836 milljarðar
Frá áramótum hafa útlán til við-
skiptavina aukist um 10,6% eða 80,4
milljarða króna og nema útlán bank-
ans í lok þriðja ársfjórðungs 836 millj-
örðum króna. Ný útlán á fyrstu níu
mánuðum ársins nema 175,6 milljörð-
um og að sögn bankans dreifast þau
vel milli viðskiptaeininga hans.
Morgunblaðið/Golli
Uppgjör Þóknanatekjur bankans
hafa dregist saman milli ára.
Útlánin aukist um
10,6% frá áramótum
Íslandsbanki
hagnast um 9,2
milljarða króna
– fyrir dýrin þín
Eigum mikið
úrval af
hundabeislum
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is