Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Undarlegt hvernig
lífið stundum fer
öðruvísi en maður
ætlar. Aldrei hélt ég
að ég ætti eftir að
verða hálfgerður
heimagangur í borg-
inni helgu, Jerúsal-
em. En örlögin hafa
hagað því þannig að
á undanförnum árum
hefur leið mín legið
þangað oft og iðu-
lega, einn eða sem leiðsögumaður
í hópi Íslendinga. Í því hlutverki
kom ég tvisvar til borgarinnar á
þessu hausti, fyrst með hóp 185
frímúrara og eiginkvenna þeirra
og síðan með 35 ferðalanga hvað-
anæva frá landinu kalda. Ferð-
irnar hafa verið ólíkar í gegnum
árin, en alltaf finnur maður
hversu sterkt borgin orkar á
gesti. Sagan, trúarbrögðin, fólkið,
byggingarnar, sögurnar, gleðin,
sorgin, stríðin, þröngu göturnar –
ekkert af þessu lætur ferðalang-
inn ósnortinn. Það má segja að
hver gestur komi til Jerúsalem á
sínum forsendum.
Sjálfur átti ég einstakan dag í
Jerúsalem á liðnu hausti. Við vor-
um mætt þangað tveir íslenskir
leiðsögumenn til að undirbúa
komu landa okkar. Daginn sem
von var á hópnum frá Íslandi
vaknaði ég snemma, fyrir sól-
arupprás og hélt út í morgun-
skímuna. Úti var kyrrt og hljótt,
enda laugardagur, hvíldardagur
gyðinga. Og þetta var ekki neinn
venjulegur laugardagur, heldur
laugardagur í upphafi laufskála-
hátíðarinnar. Síðar um daginn og
alla vikuna í vændum var von á
hundruðum þúsunda til borg-
arinnar og að Grátmúrnum. En
nú var allt kyrrt og hljótt. Ég
gekk meðfram múrnum sem Su-
leiman soldán Tyrkjaveldis lét
reisa á árunum 1537-1541. Eins og
alls staðar í gömlu Jerúsalem
standa veggirnir hans Suleimans
á eldri veggjum, sem aftur standa
á enn eldri aftur í gráa forneskju.
Það er magnað að sjá hversu vel
múr soldánsins hefur staðist tím-
ans tönn. Sólin var byrjuð að
gægjast upp yfir fjöllin í fjarska
þegar ég gekk gegnum Jaffa-
hliðið, eitt af sjö höfuðhliðum
borgarinnar. Þar við hliðið stend-
ur Davíðsturninn forni sem Davíð
konungur byggði örugglega ekki.
Grunnur turnsins er frá tímum
Rómverja, miðjan er byggð af
krossförum og efsti hlutinn er
verk fyrrnefnds Suleimans sol-
dáns. Þannig er fátt sem sýnist í
borginni fornu. Ég rölti niður
Davíðsgötuna inn í völundarhús
gömlu Jerúsalem. Davíðsgatan er
þröng göngugata sem skilur að
kristna og armenska hluta gömlu
borgarinnar, en auk þeirra eiga
arabar sinn hluta og gyðingar
sinn. Enn voru fáir á ferli og
flestar búðir lokaðar þegar ég
smaug inn í Grafarkirkjuna, helg-
ustu kirkju kristninnar. Kirkjan
er byggð yfir Golgatahæðina og
gröf Jesú, en alveg
frá fyrstu öld hafa
staðið þar margar
kirkjur undir sama
nafni. Sumar voru
brenndar, aðrar rifn-
ar, en alltaf byggðu
menn nýjar. Yfirleitt
er þarna troðið af túr-
istum og pílagrímum
en þarna var ég einn
þegar morgunsólin
reis, kraup við Gol-
gataklettinn og hlýddi
á messu í litlu kirkj-
unni sem hýsir gröf-
ina, inni í stóru kirkjunni. Því í
raun er Grafarkirkjan margar
kirkjur. Eins og bútasaumsteppi
aldanna.
Þegar ég kvaddi Grafarkirkjuna
voru fyrstu túristarnir komnir á
stjá. Ég smeygði mér inn í arab-
íska hlutann og gekk niður yf-
irbyggðar göturnar að Via Dolo-
rosa, þjáningargötunni, þar sem
Kristur er sagður hafa borið
krossinn föstudaginn langa. Þarna
mætti ég Rússum á ferð og
fremstur gekk einn þeirra með
stóran kross á bakinu. Bæna-
söngur rússnesku kirkjunnar fyllti
þrönga götuna og blandaðist inn í
hrópin frá búðarköllunum sem
voru í óðaönn að opna klukkna-
hringingar og bænahrópin frá
moskunum. En ég beygði út af
þjáningargötunni og inn í gyð-
ingahverfið í átt að Grátmúrnum.
Þar rakst ég á fyrstu hermenn
dagsins við vopnaleitarhlið, unga
krakka rétt komna af ferming-
araldri, en þungvopnuð og alvar-
leg að sjá. Fyrir framan Grátmúr-
inn var fólk tekið að streyma að.
Gamlir menn og krakkar og ungar
konur og virðulegar ömmur. Sum-
ir sungu og dönsuðu, aðrir báðust
fyrir við múrinn og enn aðrir eltu
börnin sín fram og aftur í mann-
hafinu. Ég gekk yfir torgið og að
uppgönguleiðinni að Haram – Al –
Sharif, musterishæðinni þar sem
Al Aqsa-moskan, „Moskan lengst í
burtu“, stendur, og Gyllti helgi-
dómurinn, en hann er byggður á
grunni musteris gyðinga. Upp-
gönguleiðin að moskunum var lok-
uð, hermenn vörnuðu manni vegar
og varð ég frá að snúa. Enda farið
að líða á morguninn, hitinn orðinn
mikill og fólksfjöldinn fór stöðugt
vaxandi. Það var kominn tími til
að halda úr miðborginni gömlu því
annir dagsins biðu.
Jerúsalem er einstök borg.
Miðja heimsins til forna. Fortíð,
nútíð og framtíð verða þar eitt.
Gyðingdómur, íslam og kristni
umvefjast eins og hinar fornu
byggingar þar sem hver kynslóð
byggði á rústum forvera sinna.
Samtímis er hún læst í átök. Borg
friðar og borg haturs. – „Hvað er
hægt að gera?“ spurði ég kunn-
ingja minn, Ísraelsmann, uppi í
turni lútersku kirkjunnar í kristna
hverfinu. Við höfðum prílað þang-
að upp tveir einir og horfðum yfir
borgina í átt til eyðimerkurinnar
og Dauða hafsins. Í fjarska grillti
í múrinn sem ísraelska ríkið hefur
reist og skilur að Ísrael og her-
námssvæðin á Vesturbakkanum.
Það var fátt um svör hjá vini mín-
um, friðelskandi manni og við-
kunnanlegum. „Ég veit það ekki“
sagði hann. „En hitt veit ég, að
friður er eina vonin.“
Morgunganga í Jerúsalem
Eftir Þórhall
Heimisson
Þórhallur
Heimisson
» „En hitt veit ég,
að friður er
eina vonin.“
Höfundur er prestur
og leiðsögumaður.
thorhallur33@gmail.com Borgin helga Múrar Jerúsalem í morgunskímunni.
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
SUNDLAUGALYFTUR
FYRIR HREYFIHAMLAÐA
Nánari upplýsingar gefur Erna Dís heilbrigðisverkfræðingur hjá Fastus. Netfang: erna@fastus.is
Heilbrigðissvið Fastus býður upp á ýmsar gerðir af sundlaugalyftum fyrir hreyfihamlaða.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is