Morgunblaðið - 09.11.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Þurr augu!
Fæst í öllum helstu apótekum.
Tvöföld virkni
Sex sinnum lengri ending
Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir
innblástur beint til náttúrunnar.
Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin
trehalósa sem verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar og
hýalúronsýru sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka.
Augnheilbrigði
TREHALÓSI
Finnst í mörgum jurtum og
hjálpar þeim að þrífast við þurrar
aðstæður. Trehalósi verndar
frumurnar og gerir þeim kleift að
starfa með fullum afköstum.
HÝALÚRONSÝRA
Er að finna í augunum og
hefur einstaka getu til að binda
vatn. Hjálpar til við að smyrja
og viðhalda táravökvanum á
yfirborði augans.
Án rotvarnarefna
Ég ætla að taka mér frí í vinnunni eftir hádegi og eiga gæða-stund með sjálfri mér. Svo á ég von á vel völdum konum í smáveislu hjá mér í kvöld,“ segir Unnur Hermannsdóttir, sem á
50 ára afmæli í dag.
Unnur er aðstoðarleikskólastjóri í Rauðaborg sem er í Seláshverfi í
Reykjavík og hefur hún starfað þar í 20 ár. Hefur ekki eitthvað breyst
á þessum tíma?
„Jú, það er meira farið að líta á leikskólann sem menntastofnun,
bæði hjá foreldrum og samfélaginu, og það er alltaf verið að gera
meiri kröfur til okkar hjá þeim sem reka leikskólana, foreldrum en
ekki síður hjá okkur sjálfum, svo það er alltaf nóg að gera,“ en 16
starfsmenn eru við Rauðaborg og 58 börn.
Unnur er frá Höfn í Hornafirði en flutti til Reykjavíkur þegar hún
hóf nám við Menntaskólann við Sund og býr núna í Hlíðunum.
Eiginmaður hennar er Ólafur Árnason, framhaldsskólakennari við
Verzlunarskóla Íslands, og börn þeirra eru Árni 13 ára og Birna 10
ára.
Áhugamál Unnar eru meðal annars söngur en hún er í Kvennakór
Íslands. Hún byrjaði í kórnum 2015 en hafði lengi verið í Háskóla-
kórnum.
„Við erum að æfa á fullu fyrir aðventutónleika 28. nóvember sem
verða haldnir í Langholtskirkju. Við munum syngja ýmis jóla- og
aðventulög með hljómsveit og einsöngvara.“
Aðstoðarleikskólastjórinn Unnur vinnur í Rauðaborg í Seláshverfi.
Alltaf nóg að gera
Unnur Hermannsdóttir er fimmtug í dag
S
æþór Örn Ásmundsson
fæddist 9.nóvember 1978
í Reykjavík og ólst upp í
Breiðholtinu. „Ég man
ekki eftir mér öðruvísi
en að teikna og skapa. Ég var í
auglýsinganefnd í 8. bekk og tók að
mér að gera plakat með hamborg-
aratilboðum fyrir sjoppuna í hverf-
inu og fékk fría inneign fyrir.“
Sæþór gekk í Ölduselsskóla, síð-
an í Kvennaskólann í Reykjavík og
varð stúdent 1998 og var í hönn-
unarnámi við Iðnskólann í Hafn-
arfirði 1998-2000. „Þar gerðum við
ýmsar teikningar, m.a. módelteikn-
ingar og vorum að hanna og smíða
hluti svipað og ég er að gera í
dag.“ Hann hóf síðan nám í vídeó-
grafík við Istituto Europeo di De-
sign í Mílanó 2001 og lauk því 2004.
Sæþór var í sumarafleysingum á
Skjá einum við hreyfigrafík 2002-
2003, vann hjá Caoz hreyfimynda-
gerð 2004, hjá 3 plús við hönnun og
vinnslu leikja fyrir DVD kids
leikjatölvu 2005-2006. „Ég er ennþá
að gera hreyfinetborða fyrir ýmis
fyrirtæki og grafískar sjónvarps-
auglýsingar, sem eru unnar upp úr
ljósmyndum, texta og grafík.“
Sæþór stofnaði síðan Vinnustof-
una ehf. árið 2006 og hefur verið
sjálfstætt starfandi hönnuður og
myndlistarmaður síðan þá. „Árið
2012 kom betri helmingurinn og
grafíski hönnuðurinn Tobba með
mér í reksturinn en áður hafði hún
starfað hjá ENNEMM.Árið 2010
fór ég að fikta við að silkiþrykkja
Sæþór Örn Ásmundsson, hönnuður og myndlistarmaður – 40 ára
Fjölskyldan Sæþór og Tobba ásamt börnunum sínum, Sögu Maríu, Sölku Elínu og Baldri Páli.
Farvapabbi og farva-
mamma í Álfheimum
Sjálfsmynd Sæþór Örn.
Jón Pálsson og Pálmey Ottósdóttir
eiga 55 ára brúðkaupsafmæli í dag.
Þau voru gefin saman í Hafnar-
fjarðarkirkju af séra Garðari Þor-
steinssyni. Brúðkaupsveislan var
haldin í sal raftækjaverksmiðju
RAFHA.
Árnað heilla
Smaragðsbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is