Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 13

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 13
Gordonstoun vera þau verstu á ævi sinni. Þar voru íþróttir og líkamlegt atgervi í hávegum höfð og feiminn klaufalegur drengur með útstæð eyru, sem hafði litla reynslu af sam- skiptum við jafnaldra sína, var auð- velt skotmark uppátækjasamra hrekkjusvína. Karl lagði stund á sagnfræði og fornleifafræði við Trinity College í Cambridge og lauk þaðan meistara- gráðu árið 1975. Meðfram námi og allt til ársins 1994 var hann í sjó- og flughernum og komst til nokkurra metorða þar. Eftirsóttur piparsveinn Þegar prinsinn komst á full- orðinsár bætti hann enn einum titl- inum í safnið: eftirsóttasti pipar- sveinn heims. Gríðarlegur áhugi var á einkalífi hans og var hann orðaður við fjölmargar konur. Ein af kær- ustum prinsins var Camilla Shand, sem síðar giftist Andrew Parker Bowles, vini Karls. Hún varð síðar mikill örlagavaldur í lífi hans. Árið 1981 giftist Karl jarlsdótt- urinni lafði Díönu Spencer. Hann var þá 33 ára og hún tvítug. Þau eign- uðust saman synina Vilhjálm og Harry en fljótlega komu brestir í hjónabandið og ekki leið á löngu þar til það komst á almannavitorð, ekki síst vegna þess að bæði áttu þau í ást- arsamböndum utan hjónabands. Frægt er sjónvarpsviðtal við Díönu frá árinu 1995 þegar hún sagði: „Við erum þrjú í þessu hjónabandi, svo það er svolítil þröng á þingi.“ Þar átti hún við Camillu, en Karl játaði síðar að hann hefði verið í ástarsambandi við hana meirihlutann af hjónabandi sínu við Díönu. Þau skildu að borði og sæng árið 1992 og formlegur skiln- aður gekk í gegn 1996. Díana lést ári síðar í bílslysi í París. Karl og Camilla gerðu samband sitt opinbert árið 1999 og giftu sig 2005. Hún ber nú titilinn hertogaynj- an af Cornwall og af Rothesay. Ýmis umdeild ummæli Samkvæmt könnunum eru Bret- ar ekkert sérlega upprifnir yfir því að Karl verði konungur. Þeim finnst hann vera í rosknari kantinum og flestir segjast vilja að Vilhjálmur taki við af Elísabetu ömmu sinni. En þrátt fyrir allar kannanir er Karl næstur í erfðaröðinni og stjórn- skipulega er ekkert sem stendur í vegi fyrir móður hans að stíga til hlið- ar svo sonurinn komist að. Fordæmi er fyrir því að breskur þjóðhöfðingi stígi af stóli, það gerðist þegar föð- urbróðir hennar Játvarður VIII. sagði af sér árið 1936. Þá hafa nokkr- ir þjóðhöfðingjar í Evrópu sagt af sér á undanförnum árum; Beatrix Hol- landsdrottning og Albert Belgíu- konungur gerðu það árið 2013 og Jó- hann Karl Spánarkonungur 2014. Þrátt fyrir að vera ekki enn sest- ur í konungsstól hefur Karl síður en svo setið auðum höndum. T.d. rekur hann samtökin The Prince’s Trust sem hjálpa ungu fólki í vanda og hefur látið ýmis mál til sín taka, einkum um- hverfisvernd og arkitektúr. Þegar hann viðraði áhyggjur sínar af plast- notkun og mengun árið 1970 þótti sá málflutningur furðulegur og hann var gagnrýndur fyrir að tala um mál sem hann vissi ekkert um. Mörg ummæla hans hafa valdið deil- um, t.d. þegar hann sagði að ný bygging breska þjóðminja- safnsins væri eins og gríðarstór slökkvistöð. Þá hafa yfirlýsingar hans um ágæti nátt- úrulækninga verið umdeildar. Í heim- ildamynd breska ríkisútvarpsins, BBC, sem gerð var í tilefni af- mælis prins- ins, sagði hann m.a. að þegar hann væri orðinn konungur myndi hann hætta að gefa út slíkar yfirlýsingar og bætti við að það væri „þvæla“ að láta sér detta það í hug að í konungsstóli myndi hann skipta sér af málefnum á sama hátt. Hann yrði að starfa innan þeirra stjórnskipulegu ramma sem settir væru embættinu. „Ég er ekki heimskur,“ sagði prinsinn í mynd- inni. Í nýlegri grein í tímaritinu Spectator er vöngum velt yfir því hvort Karl verði konungur. Vinsældir konungsfjölskyldunnar megi að stórum hluta þakka drottningunni og óvíst sé hvort þær vinsældir haldist eftir hennar dag, þó að þær hafi auk- ist eftir að þær Katrín, eiginkona Vil- hjálms, og Meghan, eiginkona Har- rys, komu inn í fjölskylduna. En tíminn einn getur leitt í ljós hvort hann Karl verður kóngur. Ást Karl og Camilla giftu sig árið 2005 en höfðu verið í ástar- sambandi í áratugi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Roque Nublo Apartamentos Roque Nublo hefur verið einn vinsælasti gististaður Heimsferða til margra ára og heldur vinsældum sínum ár eftir ár. Vinsældirnar hafa skapast vegna staðsetningar hótelsins en þeir sem kjósa að vera hvað næst Yumbo Center dvelja hér aftur og aftur. Innifalið: Flug, Gisting, Án fæðis. Frá kr. 99.995 Gran Canaria 3. janúar í 12 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna aa Globales Tamaimo Tropical Hér er um að ræða góðan íbúðavalkost í bænum Puerto de Santiago, sem er í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Playa de las Americas. Bærinn Puerto de Santiago er lítill, þar er ströndin dálítið klettótt en hægt að fara í litlar víkur með svörtum söndum þar sem er sólbaðsaðstaða. Globales Tamaimo Tropical er meðal gistivalkostanna okkar fyrir fjölskyldur 4+. Innifalið: Flug, Gisting, Án fæðis. Frá kr. 69.995 Tenerife 14. janúar í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna aaa 595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á KANARÍEYJARNAR Tenerife & Gran Canaria í janúar Frá kr. 69.995 Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið. BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Karl Bretaprins » Hann er verndari yfir 420 góðgerðarsamtaka. » Hann skrifaði barnabók um gamlan mann sem býr í helli í Skotlandi. » Hann er meðlimur í Töfra- hringnum sem er félag breskra töframanna. » Froskategund nokkur er nefnd eftir honum: Hyloscirtus Princecherlesi eða Hinn mik- ilfenglegi trjáfroskur Karl prins. » Hann er yfirmaður í kon- unglega breska flug- og sjó- hernum. » Hátt í ein milljón breskra ungmenna hefur notið góðs af góðgerðarsjóði hans The Prin- ce’s Trust. Koss Karl og Díana giftu sig 29. júlí 1981. Fljótlega komu brestir í hjónabandið og þau skildu endanlega 1996.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.