Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 22

Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 um. Áttu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra í bréfaskipt- um um málið. „Fyrirspurnir, fjöldi þeirra og sú vinna sem fer til þess að svara þeim í ráðuneytum, kemur oft upp í sam- skiptum starfsmanna Stjórnaráðs- ins og skrifstofu þingsins. Eins hef- ur það verið rætt á formlegum samráðsfundum, t.a.m. fundum for- sætisráðherra með forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um breytingar á fram- kvæmdinni,“ segir Helgi Bernód- usson, skrifstofustjóri Alþingis, spurður um stöðu mála nú. „Eins hefur forseti Alþingis rætt um fyrirspurnir við formenn þing- flokka og lagt áherslu á að með þann mikilvæga þátt í störfum þingsins og þingmanna sé farið af hófsemi og vandvirkni, og þess sé gætt að fylgt sé þingsköpum, einkum að því er varðar að ráðherra, sem spurður er, beri ábyrgð á því máli sem spurt um og með fullri sanngirni sé hægt að krefja ráðherra svara og í ekki of löngu máli; enda eru þá til aðrar leiðir í eftirlitshlutverki þing- manna,“ segir Helgi. Starfsmenn skrifstofunnar leiðbeini svo þing- mönnum um ýmis formsatriði við frágang fyrirspurna. „Fyrirspurnum þar sem beðið er um skriflegt svar hefur fjölgað mik- ið, en fyrirspurnum til munnlegs svars fækkað. Forseti hefur hvatt þingmenn til að notafæra sér rétt sinn til að fá munnleg svör frá ráð- herrum og oft hefur tekið skemmri tíma að fá svör ef sú leið er farin,“ segir Helgi að lokum. Þingmenn spyrja og spyrja  Þingmenn hafa lagt fram 159 fyrirspurnir til ráðherra á yfirstandandi þingi  Fjöldi fyrirspurna á 10 síðustu þingum er 2.898  Farið sé af hófsemi og vandvirkni með þennan mikilvæga þátt starfsins Morgunblaðið/Hari Setning Alþingis Fyrirspurnum þar sem þingmenn biðja um skriflegt svar hefur fjölgað mikið, en fyrirspurnum til munnlegs svars hefur fækkað. Björn Leví Gunnarsson hefur verið þingmanna öt- ulastur að beina fyrir- spurnum til ráðherra. Rétt fyrir þinglok í júní sl. beindi hann ít- arlegri fyrir- spurn til dómsmálaráðherra um það hve langt kjósendur þurftu að fara til að greiða atkvæði utan kjör- fundar í öllum kosningum frá árinu 2009. Óskaði hann eftir upplýs- ingum um vegalengdir í kílómetr- um. Ítarlegt svar ráðherra barst sl. fimmtudag og var niðurstaðan sú að ekki væri unnt að svara spurn- ingunni. Morgunblaðið beindi þeirri fyrir- spurn til ráðuneytisins hve mikill tími hefði farið í að semja þetta svar. Í ljós kom að ekki var haldin tímaskýrsla um verkefnið. Hins vegar mun skráning vinnu við fyrir- spurnir nýhafin í ráðuneytinu og slík skráning mun hafin í fleiri ráðuneytum. Taka upp tímaskráningar RÁÐUNEYTIN BREGÐAST VIÐ AUKNUM FJÖLDA Björn Leví Gunnarsson Alþingi, þingnefndir og einstakir al- þingismenn hafa eftirlit með störf- um framkvæmdavaldsins. Eftirlits- hlutverk Alþingis snýr að ráð- herrum sem bera ábyrgð á stjórnar- framkvæmdum, sbr. 14. gr. stjórnar- skrár. Svo segir í 49. grein laga um þingsköp Alþingis. Ennfremur að eftirlitsstörf al- þingismanna fari fram með fyrir- spurnum, skýrslubeiðnum og sér- stökum umræðum samkvæmt ákvæðum þingskapa, en þingnefndir geta tekið upp mál er snúa að stjórn- arframkvæmd ráðherra. Eftirlitsstörf Alþingis gagnvart ráðherrum taka til opinberra mál- efna. Þar er átt við sérhvert málefni er tengist hlutverki og starfsemi rík- isins og stofnana þess, svo og félaga og annarra lögaðila sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins. Eftirlit með framkvæmda- valdinu Fyrirspurir á Alþingi *Hingað til Löggjafar- þing nr. Fjöldi þingfunda Fjöldi fyrirspurna 149 30* 159* 148 82 402 147 8 61 146 79 375 145 172 442 144 147 466 143 125 302 142 30 20 141 114 261 140 129 410 6 fyrirspurnum til munnlegs svars og 83 til skriflegs svars er ósvarað á núverandi þingi FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekkert lát er á straumi fyrirspurna þingmanna til ráðherra. Alþingi, 149. löggjafarþingið, hef- ur nú staðið yfir í rúma tvo mánuði. Fyrstu 30 þingfundadagana hafa verið lagðar fram 159 fyrirspurnir til skriflegs eða munnlegs svars eða rúmlega 5 fyrirspurnir að jafnaði hvern þingdag. Samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið fékk hjá Guðnýju Völu Dýradóttur, lögfræð- ingi hjá Alþingi, er 83 fyrirspurnum til skriflegs svars ósvarað á yfir- standandi þingi og sex fyrirspurnum til munnlegs svars er ósvarað. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt fram flestar fyrirspurnir eða 14. Björn Leví Gunnarsson og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson hafa lagt fram 12 hvor. Ólafur Ísleifsson hefur lagt fram 10 fyrirspurnir, Anna Kolbrún Árnadóttur 10 og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 9. Þess má geta að fjöldi fyrirspurna Jóns Steindórs Valdimarssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur skýrist að hluta til af því að þau hafa lagt fram samhljóða fyrirspurnir til allra ráðherra (11 fyrirspurnir) eða á öll ráðuneyti (9 fyrirspurnir), sam- kvæmt upplýsingum Guðnýjar Völu. Mismargar eftir þingum Morgunblaðið fékk ennfremur yf- irlit yfir fjölda fyrirspurna á síðustu 10 þingum. Reyndust þær vera alls 2.898 talsins. Voru þær mismargar eftir þingum, eins og sést á töflu sem fylgir greininni. Fyrirspurnir á Alþingi voru mikið í umræðunni í mars sl. þegar Morg- unblaðið upplýsti í frétt að einn og sami þingmaðurinn, Björn Leví Gunnarsson, hefði lagt fram 72 fyr- irspurnir á því þingi sem þá stóð yf- ir. Í framhaldinu birti blaðið frétta- skýringu undir fyrirsögninni „Stjórnsýslan á yfirsnúningi“. Þar upplýsti Guðmundur Árnason, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, spurður um þá vinnu sem fyrir- spurnir alþingismanna til ráðherra útheimta, algengt að það tæki 10-40 vinnustundir að undirbúa svar við hverri fyrirspurn. Þá stundina var 26 fyrirspurnum ósvarað í ráðuneyt- inu. Fyrir stjórnsýslu, sem oft væri undir öðru álagi, gæti það reynst örðugt að virða tímafresti til að veita svör við fyrirspurnum. Á síðasta þingvetri tóku Alþingi og Stjórnarráðið upp aukið samstarf til að koma á skipulegri vinnubrögð- Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.