Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Opinn kynningarfundur um uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis í borginni verður
föstudaginn 16. nóvember 2018, kl. 9-11,
í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Á fundinum mun borgarstjóri kynna framkvæmdir og framkvæmda-
áform á húsnæðismarkaði í Reykjavík en í ár verða slegin öll fyrri met
í nýbyggingum íbúða. Jafnframt verður kynnt ný greining Capacent á
fasteignamarkaðnum í borginni.
Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.
Allir velkomnir.
Fundurinn verður sendur út á vefsíðunni reykjavik.is/ibudir
Nýjar íbúðir
í Reykjavík
Sigtyggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hollvinasamtökum dráttarbátsins
Magna hefur áskotnast aðalvél sömu
gerðar og var í bátnum. Magni var
smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykja-
vík eftir teikningum Hjálmars R.
Bárðarsonar. Hann var fyrsta stál-
skipið sem smíðað var á Íslandi og var
tekinn í notkun í júní 1955.
Hann var í eigu Reykjavíkurhafnar
og notaður í áratugi.
Árið 1987 var báturinn seldur
einkaaðila. Það var jafnframt seinasta
árið sem Magni var í rekstri, sam-
kvæmt upplýsingum frá Hollvina-
samtökunum. Í ferð upp í Hvalfjörð
var fyrir mistök lokað fyrir smurolíu-
kæli sem olli því að aðalvél skipsins
bræddi úr sér. Magna var lagt í kjölfar
þess og hefur hann legið í Reykjavík-
urhöfn síðan.
Hollvinasamtök Magna voru stofn-
uð 25. júní 2017 og hafa síðan þá unnið
ötullega að því að koma skipinu í upp-
runalegt horf. Meginmarkmið sam-
takanna eru þau að skipið verði haf-
fært að nýju og geti siglt með fólk um
Sundin.
Í bréfi sem Hollvinsamtökin skrif-
uðu Faxaflóahöfnum er því lýst hvern-
ig samtökin fundu nýja vél í bátinn. Í
sumar var vélin flutt til Svendborg í
Danmörku. Ástand hennar var skoðað
og reyndist það gott. Vélin er af ár-
gerð 1968 og var í fullum rekstri fyrir
ári. Vélin kostaði 400.000 dkr, eða jafn-
virði 7,5 milljóna íslenskra króna.
Samtökin hafa greitt 1,6 milljóna inn-
borgun á vélina.
„Það er mat okkar að þar sé um að
ræða einstakan og raunhæfan mögu-
leika á því að skipta um aðalvél í
Magna og gera hann gangfæran,“ seg-
ir í bréfinu til Faxaflóahafna, um leið
og leitað er eftir fjárstyrk til verkefn-
isins. Stjórn Faxaflóahafna frestaði af-
greiðslu erindisins til næsta fundar.
Magni var tekinn í slipp í febrúar á
þessu ári þar sem botnhreinsun var
gerð og báturinn málaður.
Hafa tryggt sér nýja vél í Magna
Hollvinasamtök dráttarbátsins Magna höfðu uppi á vél í Danmörku Gamla vélin bræddi úr sér
Draumurinn að Magni geti á ný siglt um Sundin Söfnun hafin til að standa straum af verkefninu
Morgunblaðið/Hari
Magnar tveir Gamli Magni (t.h.) var tekinn upp í slipp í Reykjavík í febrúar. Nýi Magni dró hann að slippnum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Útgefendur hljóðbóka og rafbóka
óttast að frumvarp Lilju Alfreðs-
dóttur mennta- og menningarmála-
ráðherra um stuðning við útgáfu
bóka á íslensku nái ekki til þess út-
gáfuforms. Í athugasemdum við
frumvarpið lýsa útgefendur yfir
áhyggjum af að bókum sé mismunað
vegna kostnaðar.
Kostnaður nær ekki lágmarki
Í athugasemd Storytel, sem fram-
leiðir og gefur út um 300 bókartitla á
íslensku á ári, er óskað eftir því að
einum lið frumvarpsins verði breytt
á þá leið að endurgreiðsluhæfur
kostnaður þurfi ekki að vera ein
milljón króna við hvert verk. Ann-
aðhvort eigi sú upphæð við fleiri en
eitt verk eða að umræddur kostn-
aður verði lækkaður í 200 þúsund
krónur.
„Mikill meirihluti útgáfunnar er
byggður á leyfismódeli þar sem
bækur eru lesnar upp eftir handrit-
um sem þegar hafa verið unnin en
bera annað ISBN-númer en önnur
útgáfuform. Kostnaður við hverja
slíka bók nær ekki milljón króna lág-
markinu en heildarkostnaður vegna
allra bóka er margföld sú fjárhæð,“
segir í umsögn Storytel.
Félag íslenskra bókaútgefenda
gagnrýnir sömu grein frumvarpsins
og leggur einnig til að umræddur
kostnaður nái til eins verks eða fleiri.
Áhyggjur af barnabókum
„Einhver hluti þeirra bóka sem ár-
lega koma út á íslensku uppfyllir
ekki kröfur um 1.000.000 kr. kostn-
að. Þar má nefna bækur ætlaðar
börnum og minni rit af ýmsum toga,
svo sem ljóðabækur. Það sama gildir
um útgáfu flestra hljóð- og rafbóka,“
segir í umsögn félagsins. Með þess-
ari breytingu væri leikurinn jafnari:
„Bókum yrði síður mismunað vegna
kostnaðar. Slík mismunun kemur
harðast niður á barnabókaútgáfu
sem jafnframt þarf einna mest á
stuðningi að halda.“
Óttast að bókum
verði mismunað
Áhyggjur af útgáfu hljóð- og rafbóka
Morgunblaðið/Eggert
Bækur Útgefendur vilja jafna leik-
inn í frumvarpi um endurgreiðslu.
Héraðsdómur Suðurlands úrskurð-
aði í gær, að kröfu lögreglustjórans
á Suðurlandi, 21 árs gamlan íslensk-
an karlmann í farbann til 19. desem-
ber nk. en maðurinn var með mikið
magn af hassi í fórum sínum.
Fram kemur á vef lögreglunnar á
Suðurlandi að maðurinn hafi verið
handtekinn þar sem hann var einn á
vesturleið á Suðurlandsvegi um
Mýrdalssand að kvöldi 7. nóvember
sl. á vanbúinni bifreið. Reyndist
maðurinn einnig vera próflaus og
undir áhrifum fíkniefna.
Við leit í bílnum fundust tæp 6
kíló af hassi sem maðurinn kann-
aðist við að vera að flytja en vildi að
öðru leyti ekki skýra tilvist fíkni-
efnanna.
Maðurinn var úrskurðaður í
gæsluvarðhald sem átti að renna út
í dag en ekki þótti tilefni til að halda
honum lengur vegna rannsókn-
arinnar og var hann því látinn laus í
gær en úrskurðaður í farbann.
Lögreglan segir að áfram sé unn-
ið að rannsókn málsins, m.a. um
uppruna efnanna.
Með sex kíló af hassi
í bíl á Mýrdalssandi
Úrskurðaður í mánaðar farbann