Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 gegnum enn meiri breytingar á næstu árum en framundan er ein stærsta innviðaframkvæmd Íslands- sögunnar. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eigna- sviðs Keflavíkurflugvallar, var fararstjóri. Hann rifjaði upp að árið 2015 kynnti Isavia þróunaráætlun til 2040. Var þá áætlað að 10 milljónir farþega færu um flugvöllinn 2030 og tæplega 14 milljónir farþega 2040. „Við erum 12 árum á undan þeirri áætlun. Það stefnir í rúmlega 10 milljónir farþega í ár. Þessi áætlun er lifandi plagg sem er endurskoðað með reglulegu millibili. Það sem breyttist frá forsendum spárinnar 2015 er að ekki var gert ráð fyrir að WOW air myndi byggjast jafn hratt upp og raunin varð, með Keflavíkur- flugvöll sem tengistöð, eða að Ice- landair myndi vaxa með þeim hætti sem félagið hefur gert. Við eigum töluvert í land með að ná þeim fer- metrafjölda sem við ætluðum að hafa fyrir 10 milljónir farþega,“ segir Guðmundur Daði. Vitnar um stækkunarþörfina Það vitnar um vöxtinn að sam- kvæmt þróunaráætluninni 2015- 2040 var ætlunin að það væri búið að byggja nýja austurálmu og hálfa vesturálmu, auk norðurbyggingar fyrir 10 milljónir farþega, fyrir 2030. Þetta er einmitt farþegafjöldinn í ár. Umferðin þennan eftirmiðdag í nóvember var sem áður segir mikil. Guðmundur Daði segir umferðina um Keflavíkurflugvöll orðna svo mikla að nánast sé orðið uppselt á háannatíma dagsins. Þá séu ekki lausir afgreiðslutímar fyrir nýjar flugferðir. Viðbótin komi því á öðrum tímum dags, til dæmis klukkan tíu á morgnana og milli sex og átta á kvöldin. Styrkir samkeppnisstöðuna Guðmundur Daði segir stækkun vallarins jafnframt hluta af því að tryggja samkeppnisstöðu vallarins. „Markmið okkar er að lækka ein- ingakostnaðinn okkar á Keflavíkur- flugvelli. Það gerir þá flugfélögin sem munu nota Keflavíkurflugvöll samkeppnishæfari. Flugvöllurinn hefur haldist mjög samkeppnisfær. Við höfum fylgst grannt með því. Hins vegar er hann auðvitað orðinn dýrari í til dæmis evrum talið,“ segir Guðmundur Daði og bendir að- spurður á aukinn launakostnað og styrkingu krónunnar. Hvort tveggja eigi þátt í þessari þróun. Hann ítrekar að við uppbyggingu vallarins sé kostnaði við fram- kvæmdir ekki varpað á rekstrar- eða þjónustuaðila, sem þurfi svo að varpa kostnaðinum á flugfélögin. Jafnframt þurfi að gæta jafnræðis fyrir öll flugfélög. Framtíðaráætlanir Isavia um stækkun flugvallarins hafa gert ráð fyrir mögulegum kostnaði sem nem- ur á annað hundrað milljörðum. Gangur verður tengibygging Í fyrsta lagi með gerð tengibygg- ingar milli norður- og suðurbygg- ingar (sjá skýringarmynd) sem mögulega yrði tekin í notkun 2022- 23. Annars vegar verður landgangur breikkaður svo úr verður tengi- bygging. Með því skapast mögu- leikar á verslunar- og veit- ingasvæðum við flughliðin. Hins vegar verður norðurbyggingin stækkuð til suðurs. Með þeirri við- byggingu verður meðal annars hægt að stækka fríhöfnina á fyrstu hæð, veitinga- og verslunarrými á annarri hæð og koma fyrir landamærum við inngang austurálmunnar, á þriðju hæð. Um leið fjölgar setusvæðum. Guðmundur Daði segir raunhæft að þessar framkvæmdir hefjist í lok næsta árs. Áætlaður kostnaður sé 25-30 milljarðar. Mögulegt verði að áfangaskipta hluta verkefnisins ef ástæða þykir. „Landgangurinn mun breytast, breikka og verða tengibygging. Hönnunin fór af stað í byrjun mán- aðarins. Það er of snemmt að segja nákvæmlega til um útfærsluna en Heimild: Isavia 1987 1 Flugstöðvarbygging, samtals rúmir 23.000 m2 með landgangi til suðurs og 6 flug- hliðum. Innritun, öryggisleit, verslanir, biðsvæði, farangurs- flokkun, komusalur, farangurs- færibönd og skrifstofur. 2001 2 Suðurbygging 17.000 m2. Landamæri Schengen-svæðis, 6 ný flug- hlið, verslanir og biðsvæði. 2004-2007 3 Stækkun innritunarsvæðis og komu- salar um 1.800 m2. 4 Stækkun svæðis fyrir verslanir og farangursfæri- bönd um 14.000 m2. 2014-2016 5 Ný rútuhlið fyrir fjarstæði og stækkun suðurbyggingar um 4.700 m2 fyrir ný flughlið og biðsvæði. 6 Stækkun á komusal um 750 m2. 7 Viðbygging til vesturs um 4.500 m2 fyrir farangursflokkun, vörumót- töku og aðstöðu fyrir starfsfólk. 2017 8 Stækkun suður- byggingar um 7.000 m2 og breikkun hluta landgangs. Ný flughlið, stækkun landamærasalar, verslanir, biðsvæði og betri stofa. NÚVERANDI MANNVIRKI Stærð flugstöðvarinnar í dag: 73.000 m2 Annar fasi 2025* B Nýr 500 m langur landgangur til austurs með allt að 17 flughliðum. Alls um 70-80.000 m2. Umferð utan Schengen-svæðisins á þriðju hæð og innan þess á annari hæð. Á jarðhæð er farangursflokkunarkerfi. Í fyrstu verða flughlið sunnan við landganginn en síðar beggja vegna. Fyrsti fasi 2022* A Breikkun núverandi land- gangs með bið- svæðum við flug- hlið og tengibygging við fyrirhugaðan nýjan landgang, Alls um 20-25.000 m2. Verslunar- og veitingasvæði og landamæraeftirlit. Þriðji fasi C 30-35.000 m2 nýbygging fyrir afgreiðslu brottfarar- og komufarþega. Inn- ritun brottfararfar- þega og öryggisleit á 2. hæð. Komusalur ásamt nýjum far- angursfæriböndum og aðstöðu tollstjóra á fyrstu hæð. FYRIRHUGAÐAR FRAMKVÆMDIR Stærð flugstöðvarinnar eftir annan fasa: 163-178.000 m2 1 2 5 6 7 8 3 4 B C 10 8 6 4 2 0 milljón farþegar ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Farþegafjöldi 2010-2018 milljarðar króna Tekjur Isavia 2010-2017 40 30 20 10 0 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 hundruð starfsmanna Fjöldi starfa hjá Isavia 2010-2017 15 12 9 6 3 0 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 þúsund starfsmenn Heildarfjöldi starfa á vellinum 2015-18 9 6 3 0 2015 2016 2017 2018** 100.000 fermetrar er fyrirhuguð stækkunflugstöðvarinnar í fyrstu fösum 130 milljarðar er áætlaður kostnaður við næstuþrjá fasa stækkunar flugstöðvarinnar 14.500.000 farþegar er áætlað að fari árlega umflugstöðina um miðjan næsta áratug A Uppbygging Keflavíkurflugvallar **Áætlun *Í fyrsta lagi Tímabundin fjölgun vegna framkvæmda sem lauk 2017 Ísland verði flugmiðstöð  Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir Íslendinga standa frammi fyrir miklum tækifærum í fluginu  Isavia býr sig undir að taka á móti 40 þúsund farþegum á dag árið 2025, alls 14,5 milljónum á ári Morgunblaðið/Eggert Stjórnandi Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir mikil tækifæri í flugi á Íslandi. Straumur Um 10 milljón farþegar, eða um þús. á klst., fara um völlinn í ár. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þær voru langar raðirnar við farþegahliðin á Keflavíkurflugvelli þegar Morgunblaðið kom þar við í síðustu viku. Umferðin minnti á sumardag nema hvað þetta var um eftirmiðdag í nóvember. Við komuna var gengið um starfs- mannainnganginn. Margir fara um þann gang en áætlað er að alls starfi um 8.500 manns á vellinum í ár. Flugvöllurinn er orðinn stærsti vinnustaður landsins. Flugstöðin er nú alls 73 þúsund fermetrar og er um helmingurinn ekki sýnilegur almenningi. Áformað er að rúmlega tvöfalda bygging- armagnið á næsta áratug. Síðan taka við fleiri áfangar stækkunar. Gengið var eftir löngum göngum flugstöðvarinnar að flokkunarsal fyrir farangur. Salurinn er í einni af mörgum nýjum byggingum sem reistar hafa verið á vellinum á síð- ustu árum. Afkastagetan vakti at- hygli. Áætlað er að um tíu milljón farþegar, eða um þúsund á klukku- stund, fari um völlinn í ár. Tösk- urnar eru því margar. Með tilkomu breiðþotna fer hluti farangurs í gáma, sem er síðan ekið í þoturnar. Yfir þúsund ökutæki Frá töskusalnum var gengið inn í eina af mörgum stjórnstöðvum vall- arins og áfram út á hlað þar sem gestir fengu strekkingsvind í fangið. Beið þar bílstjóri frá Isavia. Um- ferðin var mikil. Isavia er nú með 121 ökutæki sem hefur aðgangs- heimild að vellinum en alls eru 1.175 ökutæki með slíka heimild. Þegar ekið var um flugbrautirnar leyndi sér ekki hvað völlurinn hefur vaxið hratt. Hann mun ganga í Umsvifin á Keflavíkurflugvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.