Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
hjá erlendum ferðamönnum í
ákveðnum verslunum sem sér-
staklega höfða til þeirra, eins og til
dæmis í minjagripaverslun Ramma-
gerðarinnar. Þ.e.a.s. salan eykst í
þeim verslunum sem þýðir að breyt-
ingin er blanda af því að fleiri versli
og að hver viðskipti verði stærri. Í
öðrum vöruflokkum er ekki hægt að
greina neina breytingu.“
Eftirspurnin að aukast
Spurður um tilefni þess að stækka
flugvöllinn vísar Guðmundur Daði
til alþjóðlegra áætlana um þróun
flugumferðar í heiminum.
„Spár frá Airbus, Boeing, flug-
málastjórninni í Bandaríkjunum og
nýja Eurocontrol 2040 spáin um
framboð og eftirspurn á flugi í
Evrópu vitna um að það er að mynd-
ast gríðarleg eftirspurn beggja
vegna Atlantshafsins í flugi milli
þessara tveggja heimsálfa. Við telj-
um möguleika okkar liggja í því að
vera best staðsetta tengistöðin milli
þessara álfa. Það skiptir nánast
engu máli hvaðan í Bandaríkjunum
og hvaðan í Evrópu er flogið, það
hentar alltaf að fljúga í gegnum Ís-
land. Það kemur því bæði til mikil
eftirspurn eftir flugi beggja vegna
hafsins og einstök staðsetning fyrir
tengiflug,“ segir Guðmundur Daði.
Breytingar í flugvélasmíði, meðal
annars aukið flugþol farþegaþotna,
dragi ekki úr mikilvægi Kefla-
víkurflugvallar fyrir tengiflug.
„Við sáum að þegar WOW air og
Icelandair fengu sér langdrægari og
stærri flugvélar byrjuðu félögin til
dæmis að fljúga til San Francisco,
Los Angeles og svo Indlands innan
tíðar. Margar borgir munu opnast
sem áfangastaðir til Íslands þegar
vélarnar verða langdrægari. Það má
hugsa sér borgir eins og Salt Lake
City, Phoenix, Sacramento og
Albuquerque á vesturströnd Banda-
ríkjanna. Þá mætti horfa suður til
Mexíkó.“
Sögulegt tækifæri til að stækka
Guðmundur Daði vísar því næst
til skýrslu evrópsku samtakanna
Eurocontrol um þróun flugs í álf-
unni til ársins 2040. Þar komi fram
að margir flugvellir í Evrópu séu að
fyllast vegna vaxandi umferðar.
Þótt langdrægari flugvélum fjölgi
sem geti flogið yfir hafið í beinu
flugi verði takmarkað rými fyrir
þessar vélar á flugvöllum í Evrópu.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á
að á flugvöllunum Heathrow og Gat-
wick í London hafi fjölgun flug-
brauta verið í undirbúningi í rúman
áratug en lítið verið framkvæmt. Þá
hafi yfirvöld í Amsterdam gefið
stjórnendum Schiphol-flugvallar
fyrirmæli um að stækka ekki völlinn
til ársins 2020. Takmarkanir séu á
fjölda hreyfinga flugvéla á vellinum.
Annað dæmi sé að ekki sé mögulegt
að bæta við þriðju flugbrautinni á
flugvellinum í Kaupmannahöfn.
Hins vegar geti borgir farið sömu
leið og til dæmis Ósló sem byggði
nýjan alþjóðaflugvöll lengra frá mið-
borginni. Slíkt geti tekið áratug og
sé gríðarlega kostnaðarsamt.
„Auðvitað munum við sjá nýjar
flugbrautir og flugvelli stækka. Hér
er landsvæði til staðar og lega
landsins er mjög góð. Við teljum því
að núna sé tækifærið til að verða
miðstöð flugs á Norður-Atlantshafi
og verði það næstu 25 árin.“
Betra að vera fyrstur
Guðmundur Daði segir að ef Ís-
lendingar nýta ekki þetta tækifæri
sé líklegt að aðrir muni grípa tæki-
færið og mæta eftirspurninni með
því að stækka flugvelli og fjölga
flugbrautum. „Það er alltaf erfiðara
að taka vöru af öðrum en að vera
fyrstur til og sækja vöruna. Það er
að skapast aukin eftirspurn eftir
flugi í Evrópu og Ameríku. Við
sjáum tækifæri í því og ef við bíðum
mjög lengi verða aðrir búnir að
byggja aðra tengistöð. Yfirvöld í
Dublin eru til dæmis að byggja nýja
flugbraut til að stækka flugvöllinn.
Við viljum verða þeir næstu sem
nýta þetta markaðstækifæri.“
Eftirspurnin að aukast
Isavia áætlar að 14,5 milljónir far-
þega fari um völlinn eftir árið 2025.
Spurður hvort þessar farþegasp-
ár séu raunhæfar, m.a. með hliðsjón
af vanda WOW air, segir Guð-
mundur Daði rétt að horfa til lengri
tíma.
„Við þurfum að sjá hver stefna
Icelandair og WOW air verður og
hvort stjórnendur ætla að gefa mik-
ið í eða draga örlítið úr framboði.
Við vitum það ekki á þessari stundu.
Ég held að það sé alltof snemmt að
segja til um hvort 14,5 milljón far-
þegar sé raunsætt mat. Sé horft til
ársins 2040 benda spár um eftir-
spurn eftir flugi milli heimsálfa til
þess að farþegaspár okkar séu raun-
hæfar. Auðvitað eigum við háspá og
lágspá,“ segir Guðmundur Daði.
Spá auknu flugi yfir hafið
Fari 14,5 milljónir farþega um
völlinn verður það fjölgun um 4,5
milljónir farþega frá þessu ári.
Sá fjöldi samsvarar því að um 40
þúsund farþegar fari um völlinn á
dag, tæplega 1.700 á klukkustund.
Spurður hvaðan þessar 4,5 millj-
ónir farþega eiga að koma segir
Guðmundur Daði fyrst og fremst
horft til aukinnar flugumferðar milli
Evrópu og Bandaríkjanna. Senn
hefjist beint flug WOW air til Ind-
lands. Það sé langtímamarkmið að
fá fleiri bein flug til Asíu, svo sem til
Kína, Japans og Suður-Kóreu.
Hann segir aðspurður að í lang-
tímaáætlunum Isavia sé hins vegar
ekki gert ráð fyrir mikilli umferð
skiptifarþega sem eru á leið frá Asíu
til austurstrandar Bandaríkjanna.
Íslensku flugfélögin hafa haft tak-
markaðar heimildir til yfirflugs yfir
Rússland. Spurður um þessar tak-
markanir bendir Guðmundur Daði á
að þótt íslensk flugfélög megi ekki
fljúga yfir Rússland megi kínversk
flugfélög sennilega fljúga sömu leið
til Íslands. Sem stendur sé líklegra
að beint flug frá Asíu verði með þar-
lendum flugfélögum en íslenskum.
Guðmundur Daði segir að með
tækniþróun og aukinni sjálfvirkni
megi auka framleiðni vallarins.
Erlendis sé byrjað að nota sjálf-
keyrandi ökutæki á flugvöllum. Sú
þróun sé hins vegar ekki hafin hér.
Farþegar geti nú innritað sig
sjálfir í flug og innritað farangur
um leið. Við öryggisleit sé bakka-
kerfið orðið sjálfvirkt og við örygg-
isleit geti farþegar skannað sig inn
og gengið í gegnum hliðið. Næsta
skref sé hin stafræna upplifun í
gegnum farsíma. Með gervigreind
sé hægt að koma boðum til far-
þegans um hvenær rétt sé að
leggja af stað.
„Með símanum verður svo hægt
að greiða fyrir vörur og þjónustu
og til dæmis panta mat. Flugvöll-
urinn er byrjaður að taka við
Alipay fyrir asíska viðskiptavini.
Með tímanum sjáum við fram á
að bjóða upp á fleiri og fleiri
möguleika. Þannig getur við-
skiptavinurinn valið þá greiðslu-
lausn sem hann vill eiga viðskipti
með. Ferðamaður morgundagsins
væntir þess að fá slíka stafræna
upplifun þegar hann fer í gegnum
flugvöllinn. Það er ekki síður mik-
ilvægt en að bæta við fermetrum
og landgöngum og öðru slíku,“
segir Guðmundur Daði Rúnarsson
um væntingar flugfarþega. Isavia
fylgist vel með tækniþróuninni.
Áhersla á stafræna upplifun
SJÁLFVIRKNI SKAPAR TÆKIFÆRI
Þegar gengið var um suðurbygg-
ingu flugstöðvarinnar á fimmtu-
degi í síðustu viku biðu farþegar í
löngum röðum eftir því að komast
um borð í flugvélarnar.
Guðmundur Daði Rúnarsson
segir bilið milli flughliða hafa verið
hugsað fyrir mun minni flugvélar.
„Þegar byggingin var hönnuð
voru engar hugmyndir um að fljúga
hingað breiðþotum. Þegar breið-
þoturnar koma í stæðinn fara rað-
irnar langt fram hjá hverju hliði
fyrir sig. Það er eitt af því sem við
þurfum að taka tillit til núna og
byrja að hanna flugvöllinn fyrir
stærri flugvélar en komu á völlinn
áður. Þetta er ein ástæða þess að
við erum að huga svo mikið að
austurálmunni. Það er enda ekki
hægt að gera breytingar á núver-
andi mannvirki með tilliti til þess
að það séu komnar stærri vélar
nema að fara að fækka hliðum enn
frekar,“ segir Guðmundur Daði.
Gert sé ráð fyrir að breiðþoturnar
verði einkum við austurálmuna.
Þar verði rýmra um þær.
Komast ekki allar að
Guðmundur Daði bendir á að ein
birtingarmynd þess að völlurinn sé
að verða uppseldur á annasamasta
tíma dagsins sé að flugvélarnar
komist ekki allar að landgöngum.
„Þróunaráætlunin (til 2040)
gerir ráð fyrir að á háannatíma
komist að minnsta kosti 75% af
flugvélunum að hliði með land-
gangi og allar vélar að vetri til. Það
er hagkvæmt að nota rútustæði á
háannatíma yfir sumarið þegar
veðrið er best og það eru flugvellir
í kringum okkur sem gera það líka.
Til lengri tíma litið er það
auðvitað markmið okkar, bæði til
að tengitími sé sem stystur og
upplifun farþega sem best, að far-
þegar geti verið sem lengst á versl-
unarsvæðunum og að sem flestir
gangi um borð í flugvél í gegnum
landgang.“
Gæti dregið úr eftirspurn
Það gildir um flugið eins og ann-
að að óvissa í spám eykst eftir því
sem lengra líður á spátímann.
Guðmundur Daði segir að-
spurður að vissulega geti ýmsir
þættir hamlað vexti flug-
samgangna. Eurocontrol og fleiri
hafi stillt upp sviðsmyndum í spám
sínum þar sem gert er ráð fyrir
þeim möguleika að heimsviðskipti
dragist saman og að það verði
viðskiptastríð og jafnvel vopnuð
átök. Slík þróun myndi hafa nei-
kvæð áhrif á flugsamgöngur. Eftir-
spurn eftir þeim virðist enda ráð-
ast af því hvort heimurinn er opinn
eða lokaður. „Við sjáum að eftir því
sem alþjóðavæðingin hefur dýpkað
á síðustu áratugum hefur flug-
umferð aukist mikið.“
Breiðþotur þurfa meira pláss
MEÐ AUSTURÁLMUNNI VERÐUR RÝMRA UM STÓRAR ÞOTUR
Töskurnar flokkaðar Það er jafnan handagangur í öskjunni. Tækni Starfsmaður Isavia fylgist með umferð á vellinum.
Morgunblaðið/Eggert
Á leið yfir hafið Landgöngum verður fjölgað á vellinum.
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Umsvifin á Keflavíkurflugvelli