Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 44

Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 44
milli Íslands og Evr- ópu, sem Evrópusam- bandið myndi svo hafa eitthvert vald yfir. Fullyrt er að íslenskt orkuverð muni í kjöl- farið hækka. Andstæðingar orku- pakkans gefa því hins vegar engan gaum að enginn í Brussel er að velta þessu fyrir sér. Enda eru fáir þar með- vitaðir um að slíkur sæ- strengur hafi almennt verið til umræðu, og þeir sem vita af þessum hugmyndum vita einnig að sæstrengur yrði eingöngu lagður samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Þriðji orkupakkinn leggst hvorki gegn, né mælir með því, að lagður sé umræddur sæstrengur. Ísland er aðili að ESA Enn önnur rök snúa að hlutverki Orkustofnunar ESB, ACER. Þar sem Ísland er ekki aðili að ESB mun ACER ekki hafa neitt vald hér á landi. Þau málefni er lúta að Íslandi eru á hendi ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) en ekki ACER. Ísland er stoltur aðili EFTA og ESA en ís- lenskir hræðsluáróðursmeistarar láta líkt og þessar stofnanir séu er- lendur innrásarher. Vegna forsvars ESA er þriðji orkupakkinn í fullkomnu samræmi við tveggja stoða kerfi EES, en kerf- ið felur í sér að Ísland heyrir ekki undir „stjórn“ ESB-stofnana. Því ógnar þriðji orkupakkinn ekki ís- lensku fullveldi. Færi svo, að íslensk stjórnvöld myndu að eigin frumkvæði ákveða að leggja títtnefndan sæstreng, þá færu fram samningaviðræður um viðeigandi nýja orkulöggjöf og myndu ríkisstjórn og Alþingi ætíð hafa lokaorðið um lagninguna. Einn- ig er vert að taka fram að ef slíkur strengur yrði lagður, þá yrði það frá Íslandi til Bretlands og því myndi Evrópulöggjöf vart gilda um hann, þar sem Bretland verður líklega ekki í ESB eftir fimm mánuði. Lágt verð fyrir almenning Eins og áður hefur komið fram hlaut Ísland ýmsar undanþágur vegna stöðu sinnar sem eyja án tengingar við innri markað ESB: því Undanfarnar vikur hafa menn deilt um þriðja orkupakka Evr- ópusambandsins í ís- lenskum fjölmiðlum. Mig langar að reyna að leiðrétta ýkjurnar og slá á múgæsinginn. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en mikil- vægt er að umræðan sé byggð á staðreyndum en ekki dylgjum. Um- ræðan um þriðja orkupakkann hefur verið þvæld með handahófs- kenndum staðhæfingum og goð- sögnum sem ekki eiga við rök að styðjast. Enda er fátt um raunveru- leg rök gegn orkupakkanum. Hluti af landslögum síðan 2003 Ýmsir velta vöngum yfir því af hverju íslensk stjórnvöld þurfi að innleiða orkupakkann. Ísland er aðili að EES-samningnum og innleiðir því löggjöf um innri markaðinn, að meðtöldum lögum um orkumark- aðinn. Sú var raunin þegar fyrsti og annar orkupakkinn voru innleiddir í landslög árin 2003 og 2008. Eðlilega gat Ísland ekki kosið um orkupakkann þegar hann var sam- þykktur af ráðherrum ESB- landanna í Brussel. Hins vegar hlutu íslensk stjórnvöld ýmsar undan- þágur frá orkupakkanum sem tryggja að komist sé hjá hugsan- legum neikvæðum áhrifum á ís- lenskan markað. Forsíðufirra Nýjasti hræðsluáróðurinn fjallar um að íslensk garðyrkjuframleiðsla muni leggjast af í núverandi mynd með þriðja orkupakkanum. Þetta er einfaldlega markleysa, líkt og at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið benti réttilega á. Þessi rök, ásamt mörgum þeim sem sett eru fram af spunameisturum og meint- um sérfræðingum, virðast byggjast á eins konar vænisýki um svívirði- legt ráðabrugg embættismanna í Brussel sem ætli sér að hrifsa til sín öll völd yfir dýrmætum orkuauðlind- um Íslendinga. Því er haldið fram að þriðji orku- pakkinn séu klækjabrögð ESB til að neyða Ísland til að leggja sæstreng á er ekki skylt að opna raforku- markaðinn sinn, né að veita þriðja aðila aðgang eða fjárfestingar- tækifæri. Rétt er að hin íslenska Orkustofn- un mun öðlast meira sjálfstæði með innleiðingu þriðja orkupakkans, sér í lagi til að tryggja gagnsæi samninga og rétt neytenda til að skipta um birgja. Þær hugmyndir sem spunameist- ararnir segja að sé hlutverk eftirlits- aðilans eru allar ótengdar þriðja orkupakkanum. Þetta er skáld- skapur samsæriskenningamanna. Aðalhlutverk eftirlitsaðilans verður í raun að tryggja betra verð fyrir neytendur. Hagsmunir hverra? Margir hafa velt því fyrir sér hvað gerist ef Ísland innleiðir ekki orku- pakkann. Fyrir það fyrsta munu önnur ríki sem ekki eru aðilar að ESB innan EES-svæðisins ekki geta innleitt hann heldur. Þetta myndi einna helst koma Norðmönnum í mikil vandræði, en einnig væri þar með grafið undan innri markaðnum sem slíkum. Í versta falli gæti þetta valdið því að hluti af EES-samn- ingnum félli úr gildi, a.m.k. til bráða- birgða. Þetta væri engum til hagsbóta, og væri hryggileg afleiðing af lyga- áróðri gegn löggjöf sem engum og engu í landinu stafar ógn af. Hverj- um yrði það til góðs? Vissulega ekki íslenskum almenningi. Ég sem Breti get talað af reynslu. Á tímum þar sem andstæðingar Evrópusamvinnu beita öllum ráðum til að grafa undan henni er mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að um- ræðan um þessi mál byggist á stað- reyndum. Ísland, og heimurinn allur, þarf ekki á allri þessari nei- kvæðu orku að halda. Jákvæðari orku Eftir Michael Mann »Ég sem Breti get talað af reynslu. Andstæðingar Evrópu- samvinnu beita öllum ráðum til að grafa undan henni. Michael Mann Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. 44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Í október mælti ég fyrir þingsályktun- artillögu á Alþingi um skilgreiningu auðlinda. Ályktunin fjallar um það að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, um- hverfisfræða og um- hverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkast til auð- linda hér á landi og hverjar auðlindir Íslands eru. Auðlindaréttur er tiltölulega ný fræðigrein í íslenskri lögfræði og er nátengdur umhverfisrétti, auðlinda- réttur fjallar um þær réttarreglur sem varða stjórnun, nýtingu og með- ferð auðlinda. Engin heildstæð stefna um nýtingu auðlinda hefur verið mót- uð hérlendis. Eitt af því sem stuðlar að ábyrgri umhverfishegðun er að líta svo á að náttúruauðlindir og réttur til þess að nýta þær hafi verðgildi þó að í sumum tilfellum kunni að vera erfitt að meta slíkt til fjár. Auðlindaréttur er ná- tengdur nýtingu náttúruauðlinda. Réttur þjóða til að njóta auðlinda sinna nýtur verndar í þjóðarétti. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 14. desember árið 1969 var sam- þykkt yfirlýsing nr. 1803 sem fjallar um sjálfstæði þjóða til að ráðstafa náttúruauðlindum sínum, þar segir m.a. að nýting náttúruauðlinda eigi að þjóna hagsmunum og auka velmegun fólks í viðkomandi ríki. Þessi regla hefur verið staðfest í alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi og alþjóðasamningnum um efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Árið 2000 skilaði svokölluð auð- lindanefnd, sem kosin var af Alþingi, af sér álitsgerð. Hlutverk nefnd- arinnar var að fjalla um auðlindir sem væru eða kynnu að verða þjóðareign. Nefndin taldi brýnt að mótuð yrði samræmd stefna og stjórn á nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi sem skap- aði heilsteyptan lagaramma um hlut- verk og ábyrgð ríkisins á ráðstöfun og nýtingu náttúruauðlinda. Hugtakið auðlind nær til margra þátta samfélagsins, talið er að allir þættir náttúrunnar geti talist til nátt- úruauðlinda. Auðlindir geta verið skilgreindar sem þjóðareign, s.s. fisk- stofnar. Afskipti ríkisins ná þó til margra annarra auðlinda en þeirra sem beinlínis eru taldar þjóðareign. Samfélagið sjálft hefur tekið á sig að stuðla að verndun mikilvægra þátta umhverfisins, eins og hreinleika and- rúmsloftsins, og sett reglur um nýt- ingu dýrastofna og annarra þátta líf- ríkisins. Segja má að náttúruauðlindir geti verið beinn þáttur í neyslu, t.d. útivistarsvæði og veiðisvæði fyrir villt dýr. Þær auðlindir sem ekki teljast vera náttúruauðlindir eru t.d. mannauður, þekking- arkerfi, gagnagrunnar og önnur hliðstæð verkefni sem menn hafa skapað. Verulega hefur verið gengið á fjölmargar nátt- úruauðlindir undanfarna áratugi og svo mikið að nú er tilfinnanlegur skortur á mörg- um mikilvægum auðlindum, eins og vatni og öðrum umhverfisgæðum af ýmsu tagi. Því hafa þjóðir heims kappkostað að finna og þróa leiðir til að nýta náttúruauðlindir með hag- kvæmum hætti og beinist athyglin aðallega að hagrænum stjórntækjum sem takmarka ekki nýtingu á nátt- úruauðlindum, heldur haga nýtingu þannig að hún sé ábatasöm fyrir við- komandi og heildarhag allra. Það er löngu orðið tímabært að við sem þjóð skilgreinum auðlindir okkar með því að setja um þær lagaramma sem lengi hefur verið beðið eftir. Til- laga sama efnis hefur verið lögð fram fjórum sinnum áður eða á 139., 141., 143. og 145. löggjafarþingi af þáver- andi þingmanni Vigdísi Hauksdóttur sem á veg og vanda af undirbúningi þessa máls. Einnig hef ég lagt fram þingsálykt- unartillögu á núverandi þingi um auð- lindir og auðlindagjöld, þar sem Al- þingi felur fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sem: 1. Skili tillögu um hvort innheimta eigi afnotagjald fyrir nýtingu auð- linda og þá hvaða auðlinda. 2. Leggi fram tillögu um aðferð við álagningu auðlindagjalds sem gæti gengið fyrir allar auðlindir og geri grein fyrir kostum og göllum mis- munandi aðferða. 3. Taki saman upplýsingar um hvern- ig gjaldtöku af auðlindanýtingu er háttað í nágrannaríkjum. Það má segja að tillaga þessi sé fram- hald af þingsályktunartillögu um greiningu auðlinda sem hefur tvisvar verið lögð fram af Gunnari Braga Sveinssyni á 146. og 147. löggjafarþingi. Skilgreining auðlinda Eftir Sigurð Pál Jónsson Sigurður Páll Jónsson »Hugtakið auðlind nær til margra þátta samfélagsins, talið er að allir þættir náttúrunnar geti talist til náttúruauðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Við erum stolt af því að vera framúrskarandi 8 Einungis um 2% íslenskra fyrirtækja eru Framúrskarandi fyrirtæki 2018 samkvæmt greiningu CREDITINFO. Framúrskarandi fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.