Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 54

Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 ✝ Bjarni Bergs-son fæddist í Grindavík 2. júlí 1930. Hann lést 7. nóvember 2018. Hann var sonur hjónanna Bergs Bjarnasonar, f. 1.5. 1903, d. 4.3. 1997, og Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur, f. 28.10. 1900, d. 26.9. 1984. Bjarni var elstur fjögurra bræðra en eftir- lifandi bræður hans eru þeir Guðbergur, f. 16.10. 1932, Vil- hjálmur, f. 2.10. 1937, og Hinrik, f. 13.10. 1942. Bjarni kvæntist Ragnhildi Friðriksdóttur og eignuðust þau soninn Berg, f. 7.5. 1960, d. 29.6. 2013. Ragnhildur og Bjarni slitu sam- vistum. Bjarni kynntist Hönnu Sigurðardóttur, f. 9.12. 1932, og bjuggu þau saman allt þar til hann lést. Bjarni lærði skipasmíði í Skipa- smíðastöð Njarð- víkur og vann við það fag í nokkur ár. Hann vann síðar sem smiður á ýmsum tré- smíðaverkstæðum í Reykjavík eftir að hann hætti í skipasmíð- inni. Útför Bjarna fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. nóvember 2018, klukkan 13. 7.11. er afmælisdagur rúss- nesku byltingarinnar en andlát Bjarna bar upp á þann dag. Bjarni var mikill sósíalisti en grunnurinn að þeirri hugsun hans var lagður strax árið 1953 þegar hann fór til Rúmeníu ásamt fleiri ungmennum frá Íslandi. Bjarni veiktist í þeirri ferð og átti hann í þeim veikindum alla ævi. Bjarni frændi minn er eftir- minnilegur karakter. Hann hafði áhuga á svo mörgu í lífinu og fátt var svo ómerkilegt að hann sýndi því ekki áhuga og spurði alla tíð um allt sem sneri að okkur bræðrabörnum hans og fjölskyld- um og aldrei komum við að tómum kofanum þegar bókmenntir og listir bar á góma. Hann var mikill bókmennta- og ljóðaunnandi. Jón- as Hallgrímsson var í sérstöku uppáhaldi og kunni hann ljóðin hans utanað, þuldi þau upp og söng við hátíðleg tækifæri. Bertolt Brecht var sér á báti í hans huga og hann fylgdist alltaf með í bók- menntaheiminum. Bjarni frændi var frábær sögu- maður og ef hann væri ungur maður í dag væri ég ekki hissa á að sjá hann einan á sviði í uppi- standi, því frásagnir hans voru engu líkar og oft kryddaðar með leikrænum tilburðum og söng. Við Bjarni ræddum oft og mikið saman. Fjölskylda hans var al- þýðufjölskylda og stundum var lít- ið til á æskuheimilinu. Minningar hans frá því fyrir stríð eru mér minnisstæðar því hann talaði oft um hversu fátæklegt líf kreppuár- anna var, hve hversdagsleikinn var grár og lífið fábreytilegt. Bjarni reyndi þá oft að finna sér eitthvað til að fegra heiminn, glitr- andi glerbrot eða falleg tindós gátu oft glatt. Bjarni var fagurkeri og var alltaf veikur fyrir fegurð- inni í öllum myndum hennar. Hann elskaði falleg föt, skó og hálsbindi og þær eru ófáar sög- urnar sem hann sagði um ferðir í verslanir heimsborganna, Lond- on, Róm og New York. Sambýliskona hans, Hanna, var alla tíð stoð hans og stytta. Þau upplifðu margt fallegt saman og urðu ferðalög um heiminn fljótt þeirra líf og yndi, enda var hann frændi minn mikill heimsmaður sem elskaði að fræðast um sögu og menningu landa. Ítalía var í sér- staklega miklu uppáhaldi, þar var góður matur, góð vín, falleg föt og sneisafullt af menningu og fróð- leik. Bjarni stundaði göngutúra og þá var gjarnan gengið um miðbæ Reykjavíkur. Síðustu árin þurfti hann að hafa fyrir þessum göngu- túrum og var Hanna var óþrjót- andi dugleg við að aka honum nið- ur í bæ og sækja hann þangað. Ef Hanna gat ekki keyrt tók hann strætó. Kannski elskaði hann mið- borgina og mannlífið þar vegna þess að hann var sjálfur alinn upp í fábreytileika og einangrun, hann naut þess sérstaklega þegar hann fór í bæinn að setjast inn á kaffi- hús og fá sér ristað súrdeigsbrauð og Himalayate. Við eftirlifandi fjölskylda Bjarna eigum eftir sakna hans. Hann fyllti lífið gleði og frásögn og var hrókur alls fagnaðar. Elsku Hanna, við sendum sam- úðarkveðjur og erum viss um að Bjarni verður ávallt með þér í andanum. Jóhanna Hinriksdóttir. Bjarni Bergsson ✝ Bára Helga-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 17. september 1938. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 7. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Helgi Helgason, f. 30. júní 1911, d. 6. október 1985, og Jóhanna Halldórsdóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 15. febrúar 1969. Bræður Báru voru Halldór Hörður, f. 19. janúar 1930, d. 22. ágúst 2018, Helgi Grétar, f. 31. janúar 1935, d. 19. september 1990, Valgeir Ólafur, f. 13. janúar 1937, d. 27. janúar 2012, Sævar, f. 12. júlí 1941, d. 28. desember 2008, Jón maki Guðfinna, f. 14. september 1970, og Guðlaug, f. 25. febrúar 1968, maki Hafsteinn, f. 29. mars 1966. Fyrir átti Einar þrjú börn, þau eru: Einar Ingvi, f. 9. mars 1951, Ásta, f. 18. maí 1953, og Eygló Ósk, f. 27. júlí 1957, d. 3. mars 1998. Bára átti 23 barna- börn og 21 barnabarnabarn. Bára ólst upp í Vík í Mýrdal til 15 ára aldurs. Þá flutti fjöl- skyldan suður til Njarðvíkur þar sem Bára bjó alla tíð síðan. Bára starfaði sem gangastúlka á sjúkrahúsi Keflavíkur og við ræstingar hjá varnarliðinu í 15 ár. Einnig starfaði hún hjá veisluþjónustu Axels Jónssonar í 10 ár þar sem henni líkaði ein- staklega vel. Bára var 16 ára gömul þegar hún gekk í Kven- félag Njarðvíkur og starfaði mikið fyrir Rauða kross Íslands. Bára verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 15. nóvember 2018, klukkan 14. Bjarni, f. 18. febr- úar 1949, d. 24. apríl 2016. Hinn 13. apríl 1963 giftist Bára Einari Árnasyni, f. 1. september 1930, d. 11. febrúar 2016. Bára eignaðist sex börn, þau eru: Jó- hanna Guðrún, f. 2. ágúst 1956, maki Skúli Hafþór, f. 9. september 1956. Helgi Guðjón, f. 4. október 1958, maki Aneta, f. 29. desember 1983. Árni, f. 20. desember 1962, var kvæntur Sigríði Lilju Sigurðardóttur, f. 1. desember 1965. Áslaugur Stef- án, f. 5. mars 1964, maki Guðrún Jóna, f. 3. september 1974. Arnar, f. 11. september 1965, Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Að eignast góða mömmu er ekki sjálfgefið. Ég var svo heppin að eiga bestu mömmu sem hægt er að hugsa sér og í henni mína bestu vinkonu. Þú varst mikil fjöl- skyldukona og við börnin þín og okkar fjölskyldur vorum þér allt. Þegar ég hugsa til baka þá man ég aldrei eftir því að þú hafir skamm- að mig, alltaf svo ljúf og góð. Ég var 15 ára þegar ég kynntist Haf- steini og þú tókst honum strax opnum örmum. Við eigum fjögur börn og líf okkar hefði ekki verið eins og það er ef við hefðum ekki átt þig að. Sú hefð skapaðist að þú komst alltaf á páskadagsmorgun með páskaeggið þitt og opnaðir það með okkur. Á aðfangadag komstu svo með pakkana þína í fallega jólasveinapokanum þínum og naust dagsins og kvöldsins með okkur. Við áttum margar góðar Spánarferðir, sumarbústaðarferð- ir og ferðir í fallegu Víkina þína saman. Við Hafsteinn hefðum ekki haft tækifæri til að ferðast og gera allt sem við höfum gert tvö saman nema því þú komst alltaf og sást um heimilið á meðan. Við fórum áhyggjulaus í fríið og vissum að börnin okkar voru í góðum hönd- um hjá ömmu Báru. Þú varst svo mikill klettur í lífi mínu, stóðst svo sterk og hjálpaðir mér þegar ég þurfti að takast á við erfið veik- indi. Það leið aldrei sá dagur að við heyrðum ekki hvor í annarri eða hittumst, ég kom til þín eða þú til mín. Nafnið amma Bára festist fljótt við þið og allir í kringum okkur kalla þig ömmu Báru enda ekki skrítið þar sem þú tókst alltaf öll- um opnum örmum. Þú varst þeim eiginleika gædd að mega ekkert aumt sjá og hugsaðir alltaf um þá sem minna máttu sín eins og stúlkuna frá Indlandi sem þú styrktir síðustu ár. Það sem þú varst stolt af henni og nú er komið að mér að taka við og halda áfram að styrkja þessa stúlku. Þú fluttir á Nesvelli fyrir þrem- ur árum í íbúð við hliðina á tengdamömmu. Það var svo gam- an að fylgjast með því hversu fal- legt samband þið áttuð og hugs- uðuð vel um hvor aðra. Elsku Jóhanna, Helgi, Árni, Áslaugur og Arnar, missir okkar er mikill. Ég er stolt og þakklát að tilheyra hópnum okkar sem mamma hélt svo vel utan um. Ég elska ykkur. Elsku mamma, mikið ofboðs- lega á ég eftir að sakna þín en ég veit að faðmurinn sem tekur á móti þér er stór og hlýr; bræður þínir, foreldrar og fleiri sem þú saknaðir alltaf svo mikið. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín elskandi dóttir, Guðlaug. „Guð geymi þig“ er setning sem amma Bára sagði alltaf þegar ég var á leiðinni í ferðalag. Nú er komið að guði að geyma elsku ömmu sem ég elskaði svo heitt. Amma Bára var einstök kona, ástin sem hún sýndi öllum þeim sem hún þekkti var einstök. Það skipti ömmu engu máli hvaðan þú komst eða hvað þú gerðir, hún bar sömu virðinguna fyrir öllum, stórum sem smáum. Ég elskaði að fara til ömmu og vera hjá henni í dekri. Amma vildi allt fyrir mig gera og var alltaf til í ís eða sætindi eins og ég. Hún elsk- aði að fá okkur til sín eftir skóla, fara í bakaríið og spila við okkur. Þetta var toppurinn. Ég hef alltaf reynt að vera að- eins öðruvísi í klæðaburði og elsk- aði að fá að fara í skápana hjá ömmu, hvort sem það var að fá húf- urnar hennar, hattana eða beltin lánuð. Þegar við Hörður fluttum til út- landa þá var aðeins eitt skilyrði frá ömmu; ég yrði með íslenskan heimasíma svo hún gæti alltaf hringt í mig. Í eitt skiptið fékk ég skilaboð frá mömmu um hvort það væri ekki allt í lagi hjá okkur. Jú ég hélt það nú, en þá var amma búin að reyna að hringja og hringja í stelpuna sína en af einhverjum ástæðum virkaði síminn ekki, amma sat þá heima og var farin að hafa áhyggjur af mér. Það sem ég elskaði að heyra alltaf í ömmu og spjalla um allt milli himins og jarðar. Ég man alltaf eftir brosinu þínu þegar ég kom með Hörpu Mar- gréti dóttur mína til þín í fyrsta skiptið. Hún á yndislegar minning- ar um ömmu Báru, ég er svo þakk- lát fyrir það að hún fékk að kynn- ast þér, elsku amma. Minningarnar sem ég á í hjart- anu um einstaka ömmu eru mér einstaklega dýrmætar. Ég sakna þín sárt, elsku amma, og mun reyna alla daga að vera eins falleg sál og þú varst. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, ég elska þig. Hafdís Hafsteinsdóttir. Það sem ég á eftir að sakna þín elsku amma mín. Samband okkar var einstakt og einkenndist alltaf af svo mikilli virðingu og ást. Þú kenndir mér að fara með bænirnar mínar og trúa á Guð. Það var alltaf svo gott að fá að gista hjá þér því þú kunnir svo margar bænir og við fórum með þær allar fyrir svefn- inn. Þú varst bæði með mér á stóru og litlu stundunum í lífi mínu og þessar stundir hefðu ekki verið eins án þín. Þú kunnir svo sann- arlega að setja þig í spor annarra og máttir ekkert aumt sjá. Þið Hafsteinn Logi voruð svo góðir vinir og ég er endalaust þakklát fyrir að hann skyldi fá að kynnast þér. Nú er það minningin sem lifir og við Atli lofum þér því að vera dugleg að segja honum frá þér og kenna honum bænina sem þú kenndir barnabörnunum þínum; Faðir vor. Ég veit að þú munt halda áfram að leiða mig og fjölskylduna mína í gegnum lífið. Leiðsögn þín í lífinu er ein stærsta gjöf sem ég hef fengið. Amma Bára, þú verður alltaf ljósið í lífi mínu. Þín Hjördís, Atli og Haf- steinn Logi. Elsku amma Bára mín er farin á betri stað, kveðjustundin var erfið en hún fékk hvíldina umvafin okkur fjölskyldunni og fann kær- leikann umvefja sig. Stund sem ég aldrei gleymi. Hún fékk mig, Báru „litlu“, í fangið þá aðeins 36 ára gömul, viss pressa fyrir litlu nöfnuna, en frá degi eitt var samband okkar ein- stakt og minningarnar eru enda- laust margar því við gerðum svo mikið gaman saman. Sumarnæt- urnar í steinablómabeðinu, silfur- púss og smákökubakstur korter í jól, sofa í ömmurúmi með olíu- borna fætur (olían heit af ofnin- um), Vík í Mýrdal, okkar uppá- haldsstaður, húsið sem hún og bræður hennar fæddust í, krata- kosningavökurnar, vika á skíðum í Kerlingarfjöllum með okkur Jó- hönnu Helga, ófá skipti út að borða, bíó, jólatónleikar, öll ára- mót, ná í hana vikulega og leggja fallega hárið á henni, gefa henni fyrsta langömmubarnið Skúla Má ’96 og svo Elmar Þór 17. sept. ’98 í 60 ára afmælisgjöf, bjóða henni í mat og svo ótal margt fleira. Amma Bára mín, ég geymi þig í hjarta mínu, alltaf, og reyni að bera nafn þitt vel og gera þig stolta. Drottningin mín, þú vissir að þú varst elskuð af mér og mín- um, það er mér svo mikilvægt. Ég var alltaf svo montin að eiga svona stórglæsilega og góða ömmu Báru. Þakklát er ég fyrir að hafa get- að á 80 ára afmælinu þínu 17. sept. sl. farið með þig í förðun, gert hár- ið fínt og skálað í hvítvíni yfir há- degismat á veitingastað. Þín er sárt saknað af okkur öllum. Takk fyrir að standa með mér og mínum í blíðu og stríðu. Ég hef nú skrifað nafn þitt í síðasta skipt- ið í pöntunarbókina mína því þú vildir kveðja með hárið fínt og ég stend við mitt. Það verður skrítið að eiga af- mæli á mánudaginn án þín en ég kveiki á öllum kertunum í húsinu og hugsa til þín. Við stelpurnar þínar verðum allar með eitthvað bleikt og marg- ar okkar eitthvað fallegt sem þú áttir. Hvíldu í friði, ég bið að heilsa fólkinu þínu sem þú saknaðir svo sárt. Þín Bára Skúladóttir, Smári, Skúli Már og Elmar Þór. Söknuðurinn er mikill en þakk- lætið í hjarta mínu er enn meira. Þú kenndir mér það mikilvægasta í lífinu. Þú kenndir mér að trúa. Stundirnar þegar þú sast með mér og fórst með bænirnar fyrir svefn- inn gleymast aldrei. Stoltið sem skein úr augum þínum nýlega, þegar við mæðgur vorum hjá þér og Sólrún Tinna fór með faðirvorið reiprennandi fyrir þig, var svo fal- legt og er mér svo dýrmætt. Þú ert mín fyrirmynd í svo mörgu og mikilvægu og er ég þér þakklát fyrir svo margt. Þú varst einstök kona, góð við alla og vildir að öllum liði vel. Ég trúi því að nú líði þér vel umvafin fallegum englum sem hafa tekið á móti þér opnum örmum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Elsku amma Bára, engillinn okkar, þín er sárt saknað en fal- legar minningar um einstaka ömmu geymum við í hjörtum okkar. Þín Helga Hafsteinsdóttir. Elskulega frænka mín hún Bára er látin. Við andlát Báru frænku sækja á mig ótal minning- ar um einstaklega ljúfa og góða frænku sem hefur verið stór hluti af mínu lífi síðan ég man eftir mér. Það var alltaf svo gott að koma til hennar Báru frænku enda tók hún ávallt á móti mér eins og hún ætti í mér hvert bein enda leit ég stund- um á hana sem ömmu mína, en föð- ursystir var hún og hún var algjör- lega einstök sem slík. Elsku frænka, tárin fylla augun mín þar sem ég sit núna og skrifa um þig, mér finnst sárt að ég eigi ekki eftir að koma til þín í kaffi þegar ég kem suður í heimsókn um helgar eða fá þig yfir í kvöldmat til okkar mömmu. Það er svo skrýtið hvernig lífið getur bara breyst á örskotsstundu því fyrir aðeins nokkrum vikum áttum við yndis- legt kvöld saman og ég hefði ekki trúað því að stuttu eftir þetta kvöld myndir þú kveðja þetta líf. Ég mun sakna þín, elsku frænka, og þakka þér samfylgdina í gegnum lífið. Þessi samfylgd hef- ur verið mér afar dýrmæt. Sunneva Guðjónsdóttir. Bára Helgadóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BRYNDÍS GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningu LSH. Árni Vilhjálmsson Kristjana S. Árnadóttir Kristján G. Guðmundsson Svan G. Guðlaugsson Inese Babre Guðlaug B. Árnadóttir Jón P. Bernódusson Vilhjálmur Árnason Sigfríður G. Sigurjónsdóttir Kristján S. Árnason Anna Kristín Grettisdóttir Halldór R. Hjálmtýsson Nelia B. Baldelovar Pétur G. Þ. Árnason Ingibjörg K. Þórarinsdóttir Ágúst Hjálmtýsson Yfan Tang Ástrós Hjálmtýsdóttir Kristján Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR BENEDIKTSSON, lést sunnudaginn 11. nóvember á Sjúkrahúsi Akraness. Útför fer fram í kyrrþey. Hjalti Hauksson Benedikt Hólm Hauksson Jóhanna S. Hauksdóttir Haukur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR LILLÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Strandvegi 2, 210 Garðabæ, lést á blóðlækningadeild 11 G á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 14. nóvember sl. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Þór Þórhallsson Margrét Gunnarsdóttir Vilborg Gunnarsdóttir Þórhallur Gunnarsson Brynja Nordquist barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.