Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Benedikt Erlingsson, leikstjóri og
annar tveggja handritshöfunda
kvikmyndarinnar Kona fer í stríð
sem hlaut í gær LUX-verðlaunin,
kvikmyndaverðlaun Evrópuþings-
ins, var heldur lúinn þegar blaða-
maður náði loksins í hann eftir ansi
margar tilraunir. Engin furða því
Benedikt var búinn að veita ein 20
viðtöl eða þar um bil í Strassborg í
Frakklandi, þar sem hann var stadd-
ur og nýbúinn að taka við verðlaun-
unum með tilheyrandi þakkar- og
hvatningarræðu. Og 30 viðtöl daginn
áður að auki, svo það komi nú líka
fram.
Þingmenn Evrópuþingsins kjósa
um LUX-verðlaunin og höfðu þeir
úr þremur myndum að velja en hin-
ar tvær voru kvikmyndin Styx og
heimildarmyndin The Other Side of
Everything eða Druga strana svega
eins og hún heitir á frummálinu,
serbnesku. Verðlaununum fylgir
styrkur til dreifingaraðila kvik-
myndarinnar og einnig styrkur til að
texta myndina á fjölda tungumála.
Kona fer í stríð segir af miðaldra
kórstjóra, Höllu, sem leikin er af
Halldóru Geirharðsdóttur. Hún
brennur af áhuga fyrir umhverf-
ismálum og hefur sem aðgerðasinni
sagt áliðnaðinum á Íslandi stríð á
hendur og fremur ítrekað skemmd-
arverk. Þegar henni býðst að ætt-
leiða barn ákveður hún að láta af
þeim aðgerðum en hlutirnir þróast
með öðrum hætti en hún á von á.
„Voðalega ánægð“
LUX-verðlaunin eru sérstök fyrir
það að stjórnmálamenn greiða at-
kvæði, þingmenn kjósa þá mynd
sem þeim þykir best og segir Bene-
dikt að honum hafi í raun verið boðið
upp að altari löggjafarvalds Evrópu.
Þingmenn hafi verið neyddir til að
horfa á kvikmyndina og síðan kosið
hana sem þá bestu.
– Það hlýtur að vera jákvætt fyrir
þig að stjórnmálamenn hafi smekk
fyrir myndinni, ekki satt?
„Jú, jú, við erum voðalega ánægð.
Ég held að allir stjórnmálamenn
upplifi sig sem svona „woman at
war“, allir stjórnmálamenn eru ein-
hvers konar kona í stríði.“
– Þegar þú hlaust Kvikmynda-
verðlaun Norðurlandaráðs sagðistu
vera orðinn Norðurlandameistari í
kvikmyndagerð. Ertu þá orðinn
Evrópumeistari núna?
„Ég er reyndar ekki tilnefndur
beinlínis til Evrópuverðlaunanna
sem eru annar hlutur en þar er Hall-
dóra tilnefnd sem besta leikkona
þannig að hún gæti orðið besta leik-
kona Evrópu,“ svarar Benedikt og á
þar við Evrópsku kvikmyndaverð-
launin sem verða afhent 15. desem-
ber í Sevilla á Spáni.
Benedikt segir að margar af þeim
kvikmyndum sem hlotið hafa LUX-
verðlaunin hafi verið tilnefndar til
Óskarsverðlauna og jafnvel hlotið
verðlaunin. „Þannig að þetta er
svona stallur sem tekið er eftir og
getur hjálpað okkur í þeim slag.“
– Ertu þá að fara að dusta rykið af
plássinu á hillunni þar sem Óskars-
styttan mun standa?
„Hvaða pláss ertu að tala um?“
svarar Benedikt og hlær. Verðlauna-
stytturnar orðnar það margar að
ekkert pláss er eftir á hillunni.
Það sem framtíðin
mun snúast um
– Þú settir verðlaunagripinn að
vanda á höfuðið á þér?
„Já, já, ég setti þessi LUX-
verðlaun á höfuðið, samkvæmt
hefð,“ svarar Benedikt og bætir við
að hann hafi verið í góðum félags-
skap og að hinar tilnefndu mynd-
irnar hafi verið stórkostlegar.
– Auka verðlaunin þér bjartsýni á
framtíðina, að eitthvað verði gert í
umhverfismálum?
„Já, algjörlega. Evrópuþingið og
Evrópuþjóðir hafa virkilega fylkt
sér um þessa baráttu enda ekki ann-
að hægt, þetta er bara heimsendir í
nánd og við verðum að bregðast við.
Ríkisvaldið verður að gera það og
við þurfum að vekja meiri meðvitund
um þetta. Íslensk stjórnvöld eru
komin að borðinu og hafa mjög
metnaðarfulla áætlun en þetta er
bara byrjunin. Það er hlutverk okk-
ar, okkar blaðamanna og okkar
sögumanna, að hjálpa okkur að
hugsa um þetta og setja fókus á
þessi mál. Þetta er það sem fram-
tíðin mun snúast um, beint og
óbeint,“ svarar Benedikt.
Hann segist vongóður. „Þetta er
eins og með ástina og kærleikann.
Kærleikurinn er ósigrandi, þolin-
móður, þrautseigur og fókuserar
alltaf á hið jákvæða. Og þar verðum
við að vera í þessari baráttu.“
– Heldurðu að næsta kvikmynd
þín verði um svipuð málefni?
„Nei, ég held ekki. Ég veit það
ekki en hún verður öðruvísi. Hún
verður fyrir neðan belti.“
Allir stjórnmálamenn
eru kona í stríði
Kona fer í stríð hlaut LUX-verðlaun Evrópuþingsins
AFP
Höfuðskraut Benedikt setti LUX-verðlaunagripinn á höfuð sér að viðstöddum þingmönnum Evrópuþingsins,
ljósmyndurum og fjölmiðlafólki í Strassborg í gær. Kona fer í stríð heldur áfram sigurgöngu sinni.
Tilnefnd Halldóra Geirharðsdóttir í Kona fer í stríð. Hún er ein þeirra leik-
kvenna sem tilnefndar eru til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn
Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn
Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn
Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn
Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn
Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn
Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn
Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn
Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn
Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn
Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fös 7/12 kl. 19:30 10.sýn
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 14:30 333.s
Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Sun 16/12 kl. 11:00 334.s
Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 13:00 335.s
Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 14:30 336.s
Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Lau 22/12 kl. 11:00 337.s
Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Lau 22/12 kl. 13:00 338.s
Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 22/12 kl. 14:30 339.s
Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Fös 14/12 kl. 19:00 330.s Sun 23/12 kl. 11:00 340.s
Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Lau 15/12 kl. 11:00 331.s Sun 23/12 kl. 13:00 341.s
Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 13:00 332.s Sun 23/12 kl. 14:30 342.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Fim 22/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 1/12 kl. 19:30 21.sýn
Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fös 23/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 7/12 kl. 19:30 20.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Insomnia (Kassinn)
Fim 15/11 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/11 kl. 19:30 4.sýn Fös 30/11 kl. 19:30 6.sýn
Lau 24/11 kl. 19:30 3.sýn Fim 29/11 kl. 19:30 5.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 5/12 kl. 20:00
Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 12/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Elly (Stóra sviðið)
Fim 15/11 kl. 20:00 aukas. Sun 25/11 kl. 20:00 174. s Fös 7/12 kl. 20:00 179. s
Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Fim 29/11 kl. 20:00 175. s Sun 30/12 kl. 15:00 aukas.
Sun 18/11 kl. 20:00 171. s Lau 1/12 kl. 20:00 176. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas.
Fim 22/11 kl. 20:00 172. s Sun 2/12 kl. 20:00 177. s
Fös 23/11 kl. 20:00 173. s Fim 6/12 kl. 20:00 178. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 17/11 kl. 20:00 20. s Fös 30/11 kl. 20:00 22. s
Fös 23/11 kl. 20:00 21. s Fös 7/12 kl. 20:00 23. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Fim 20/12 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 21/12 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tvískinnungur (Litla sviðið)
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/11 kl. 20:00 67. s Fös 30/11 kl. 20:00 69. s Fös 14/12 kl. 20:00 Lokas.
Lau 24/11 kl. 20:00 68. s Lau 8/12 kl. 20:00 70.s
Allra síðustu sýningar!
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is