Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 63
Fyrst fór ákveðin elíta að nota rit- málið og með uppgötvun prent- verksins færðist það til allrar al- þýðu manna, við vorum öll allt í einu orðin læs og skrifandi. Núna er tæknin svo að ryðja ritmálinu í burtu aftur – það er talað um það í fullri alvöru að eftir nokkur ár verði tölvurnar orðnar lyklaborðs- lausar, við tölum bara við þær, og þær verða ekki einu sinni hlutir, þær verða í veggjunum í kringum okkur. Við sjáum það líka að sífellt stærri hluti ungs fólks í kringum okkur er ekki raunverulega læs, getur ekki lesið sér til gagns, hvað þá það geti lesið skáldsögur eða flóknari texta og mér fannst spennandi að velta því upp hvað tekur við. Í fyrsta lagi: er þetta raunveruleg hætta, getum við hald- ið fúnkerandi samfélagi án ritmáls- ins og í öðru lagi hvaða áhrif það myndi hafa. Þetta er skemmtileg hugarleikfimi um það hvernig við værum án ritmálsins, ef við hefð- um ekki öll lært að skrifa og lesa þegar við vorum lítil, breytt heil- anum í okkur og tengt hann upp á nýtt. Búin að hræða fólk alveg nóg Ég skal alveg viðurkenna að ég bakka aðeins út úr þessum pæl- ingum, fer svolítið inn í þessa pæl- ingu en tek hana ekki alla leið, líka bara vegna þess að fyrri bókin mín var dystópía og mig langaði ekki að skrifa aðra dystópíu, ég er búin að hræða fólk alveg nóg,“ segir Sigríður og hlær. „Mér finnst það bara svo áhugaverð pæling hvar við værum án ritmálsins og líka bara hvort það er kannski hollt að velta því fyrir sér hvort það hafi verið jákvæð þróun að maðurinn tók upp ritmálið. Ég vitna í Claude Lévi-Strauss í upphafi bókarinnar þar sem hann heldur því fram að ritmálið hafi verið fundið upp til þess að hneppa annað fólk í ánauð, það hafi verið valdatæki áður en það varð eitthvað sem átti að koma almenningi til góða.“ – Edda getur logið í ákveðinn tíma en svo kemur að þeim punkti að hún getur ekki logið lengur „Það kemur alltaf að því að fólk rekst á sjálft sig og þrátt fyrir all- ar hennar gáfur og kosti er hún ákaflega brotin persóna sem á al- gerlega eftir að sætta sig við það hver hún er. Maður getur alveg ímyndað sér að á tilteknum tíma- punkti standi maður nakinn og verði að standa skil á sínu.“ Morgunblaðið/Hari Valdatæki Sigríður Haga- lín veltir ritmálinu fyrir sér í Hinu heilaga orði. MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Erfðaskráin er fimmtaskáldsaga Guðrúnar Guð-laugsdóttur um blaða-manninn Ölmu Jóns- dóttur, sem leysir ýmis sakamál. Í Erfðaskránni fer Alma austur fyrir fjall til þess að aðstoða dóttur sína, Gunnhildi, vegna dauðsfalls á bænum Bjargarlæk í Árnessýslu. Gunnhildur, sem er hjúkrunar- fræðingur af höfuðborgar- svæðinu, býr í eldra húsinu á Bjargarlæk ásamt ungri dótt- ur sinni. Starf Gunnhildar er að hugsa um þrjú öldruð systkini sem þar búa, Brynjólf, Þórdísi og Klöru. Gunnhildur var ráðin til starfans eftir að slest hafi upp á vin- skapinn hjá Brynjólfi, bróðurnum á bænum, og Birni, sem ráðinn hafði verið til þess að sjá um búskapinn, en hlutverk Rósu konu hans var á þeim tíma að hugsa um systkinin. Rósa og Björn bjuggu í nýju húsi í eigu systkinanna. Systkinin á Bjargarlæk eru ósam- mála um hvað gera skuli við gamla húsið. Brynjólfur og Klara vilja breyta því í safn en Þórdís hefur ástæðu til þess að vera alfarið á móti því. Sagan hefst á því að Gunnhildur hringir í móður sína, Ölmu Jóns- dóttur blaðamann, og biður hana að koma á Bjargarlæk sér til stuðnings þegar Brynjólfur finnst látinn einn morguninn og grunur vaknar hjá Gunnhildi um að dauða hans hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Alma er ekki lengi að komast að því að líklega hafi verið um morð ræða. Hún beitir ýmsum brögðum; snuðr- ar og nýtir sér tengslanet sitt á ýms- um stöðum til að leysa hið dularfulla mál. Í byrjun bókarinnar má lesa á milli línanna eitthvað gruggugt í fari Þórdísar varðandi dauða bróður hennar en þegar líður á beinast sjón- ir að öðrum persónum á bænum og utan hans. Höfundi tekst að búa til góða fléttu þar sem lesandinn sveifl- ast á milli þess hver sé morðingi Brynjólfs og þegar á líður hver beri ábyrgð á öðru dauðsfalli tengdu Bjargarlæk. Undirliggjandi þáttur í Erfða- skránni er ofbeldi sem framið er í æsku systkinanna á Bjargarlæk og aldrei var talað um. Persónusköpun er nokkuð trú- verðug. Alma gengur yfir strikið í rannsókn sinni en tilgangurinn er látinn helga meðalið. Karakterar systkinanna eru trú- verðugir sem og Rósu en karakter Björns er frekar klisjukenndur. Karakter Gunnhildar er ótrúverð- ugur á þann hátt að í upphafi er hún kynnt til sögunnar sem ábyrg mann- eskja en hagar sér ekki þannig þeg- ar hún lætur sig hverfa af vettvangi í seinni hluta bókarinnar. Erfðaskráin bendir á þann sára veruleika að áföll sem ekki er unnið úr geta grafið sig svo djúpt í sálar- tetrið að afleiðingarnar geta orðið banvænar. Morgunblaðið/Hari Morðgáta Erfðaskráin er fimmta skáldsaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur, sem leysir ýmis sakamál. Lífshættuleg leyndar- mál og banvæn þögn Skáldsaga Erfðaskráin bbbnn Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur. GPA, 2018. Kilja, 283 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR lítið þorp en svo fór það að skipta miklu minna máli.“ – Hvað er svo fram undan? „Þessa dagana er ég bara svo feg- inn að vera búinn með bókina að ég tek því rólega. Ég er þó aðeins byrj- aður að leggja drög að einhverjum sögum en ekki beint kominn af stað. Þegar ég var búinn með fyrstu skáldsöguna var ég mjög æstur í að byrja á næstu, en núna eftir aðra bók- ina finnst mér þetta vera svolítið mik- il vinna. Þegar ég hugsa um náunga sem hafa skrifað tíu bækur fæ ég pínulítinn svima núna, það er mikil áskorun að skrifa svona bók, en þetta er það sem ég finn mig í.“ Morgunblaðið/Eggert Áskorun Sigurjón Bergþór Daðason langaði til að gera eitthvað nýtt. Málverkið Chop Suey eftir Edward Hopper, einn dáðasta listamann bandarískrar myndlistarsögu, var í fyrrakvöld slegið hæstbjóðanda á uppboði Christie’s í New York fyrir 90,1 milljón dala, nær 11,3 milljarða króna, með gjöldum. Hopper málaði verkið árið 1929 og er það lang- verðmætasta málverk hans sem selt hefur verið; fyrir fimm árum var verk eftir hann selt á uppboði fyrir 40,5 milljónir dala. Chop Suey var verðmætast 91 verks úr eigu þekkts safnara banda- rískra listaverka, Barneys A. Ebs- worths, sem boðin voru upp. Hátt verð fékkst einnig fyrir mál- verk frá fyrri hluta ferils Willems de Koonings, Woman as Landscape frá 1955. Það var selt fyrir 68,9 milljónir dala, 8,6 milljarða kr., sem er metfé fyrir verk eftir listamanninn. Verðmætt Hluti málverks Edwards Hoppers, Chop Suey. Það var slegið kaupanda fyrir 11,3 milljarða kr. Metfé fyrir Hopper-verk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.