Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 66

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 66
Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Gamla Læknishúsið við Eyrargötu á Eyrarbakka á sér langa og merkilega sögu eins og fram kemur meðal annars í skáldsögunni Læknishúsið eftir Bjarna Bjarnason sem kemur út um helgina. Í sögunni segir frá rithöfundi sem flytur til bráða- birgða í Læknishúsið með eiginkonu sinni og dætrum og fljótlega kemur í ljós að í því húsi á hann dramatíska sögu, bjó um tíma með öldr- uðum bræðum sem verða örlagavaldar í lífi hans, en einnig kemur mjög við sögu löngu látin stúlka, eða er það kannski andi hússins? Bjarni Bjarnason segir að langafi sinn hafi byggt Læknishúsið á Eyrarbakka árið 1916 og að það sem snerti húsið sem slíkt sé sögulega rétt í bókinni. „Það er líka rétt að ég var þarna á Bakkanum sem strákur, bjó um skeið hjá gömlum ömmu- bræðrum mínum, þeim Pétri og Sigga. Annar var blindur og hinn löngu hættur að tala. Þeir ráku bókasafnið sem var til húsa í Læknishúsinu, báru út blöðin, seldu happdrættismiða og Pétur, sá sjónlausi, sá um veðurathuganir. Ég hjálpaði hon- um við að lesa af regnmælinum og hann spurði mig hvort ég sæi þennan eða hinn tindinn til að meta skyggnið. Ég vissi ekki hvaða kennileiti hann átti við, en vildi verða að gagni, og voru svörin í samræmi við það. Árið á undan hafði ég búið með föður mínum í Færeyjum, þar sem hann hafði tekið saman við færeyska konu. Ég hafði sleppt skólagöngunni í Færeyjum og svo fluttum við til Eyrarbakka, en þá var ég kominn upp á lagið og lét skólagönguna líka eiga sig þar. Ég hef góða reynslu af þessu uppeldisafbrigði. Fólkið mitt var mikið á ferð og flugi þannig að stundum var ég einn með körlunum og rétti þeim hjálparhönd, las fyrir Pétur, og ráfaði þess á milli um Bakkann. Um þetta tímabil á ég hlýlegar minningar.“ Nærgöngul sál hússins – Í gegnum frásögnina skín líka hlýlegur tregi. „Það eru sannar tilfinningar. Seinna, eftir nokkur ár í Svíþjóð, bjó ég hjá ömmu minni í Kópavogi, en hún var yngri systir þeirra Péturs og Sigga. Þeir komu stundum við og gistu í nokkra daga. Ástæða kaupstaðarferð- anna voru fundir hjá Félagi nýalssinna, en Pétur var eldheitur nýalssinni. Þá spjallaði ég mikið við þá, en Pétur var þá gjarnan að boða mér trúna. Ég reyndi líka að ná sambandi við Sigga af því ég hafði áttað mig á að þó að hann talaði ekki þá var hann ekki skyni skroppinn. Ég fékk enn frekari mætur á þeim í og með í gegnum ömmu, af því hún kom aldrei fram við þá eins og þá kunnu sérvitringa sem þeir voru. Hún kom fram við þá eins og þeir væru aðdáunar- verðar fyrirmyndir sem hún elskaði heils hugar. Hún hefur tekið það sjónarmið með sér úr æsku, en sem ungir menn voru þeir efnilegir menn og henni ástríkir eldri bræður. Hennar sjónarmið frá því hún var lítil hafði ekket breyst.“ – Þeir eru stór partur í sögunni, en húsið sjálft er það líka, og stundum aðalpersóna. „Ekki er útilokað að það persónugerist hjá les- andanum, eins og kannski hjá höfundinum eftir löng kynni. Ég var þarna sem drengur, síðar oft við ritstörf, stundum mánuði í senn, og svo er rétt frá því greint í sögunni að þegar Kata var ólétt að tvíburunum vorum við á milli íbúða og fluttum austur nokkra vetrarmánuði. Þegar ég var þarna í húsinu að mynda eigin fjölskyldu fór að hluta til tragísk fjölskyldusaga hússins að leita enn frekar á mig, og nærvera húsandans varð enn sterkari. Fjögur ungmenni veiktust alvarlega í húsinu og var amma þeirra yngst. Eldri systir hennar, Val- gerður, og eldri bróðir, Sigurður, veiktust, og systkinabarn sem bjó hjá þeim, Vigdís, sem var ung vinnukona. Amma náði sér alveg, en Siggi kann að hafa borið varanlegan skaða af. Að minnsta kosti hætti hann að tala nokkrum árum síðar. Vigdís, sem er feimin og alvörugefin á ljós- myndum, og eldri systir ömmu, hún Valgerður, sem er falleg, glaðlynd og prakkaraleg að sjá á myndum, dóu báðar. Nærvera Valgerðar er mikil í húsinu, og finnst sumum þeir hafa séð hana horfa þar út um glugga. Stundum þegar ég hef verið þar um sinn einn að vinna tekur mig að dreyma hana, og þá rifjast upp hvar hún lést í húsinu. Sál hússins getur þannig orðið nokkuð nærgöngul.“ Persónulegar tilfinningar hjálpa – Hvernig var að taka þennan grunn og snúa honum yfir í dramatíska sögu? „Þegar maður gerir svona hjálpa persónulegar tilfinningar manni að tengjast textanum og miðla persónum sem kannski draga andann og einhver sem kynnist þeim kann því að fá áhuga á þeim. Ég hafði grunnaðstöðuna, okkur Kötu í Læknishús- inu, með lögreglubíl í garðinum, vegna hótana sem ráðherrum bárust tíðum þá. Og ég hafði framvinduna úthugsaða. Það reyndist þó ámóta erfitt að koma henni til skila og að hlaupa undan ógnvaldi í martröð. Ég kveikti á kertum og ætlaði að skrifa kafla, en dagarnir liðu og ekki kom hann. Eftir að hafa ráfað um húsið og fyllst örvæntingu þar til ég vissi bara að þetta mundi aldrei takast, þá kom allt í einu kaflinn fullskapaður. Þegar ég las hann reyndist þó bara um fjórðungur hans í samræmi við það sem ég hafði ætlað mér. Þetta ferli endurtók sig fyrir hvern kafla þang- að til bókin var komin. Það er eitthvað í henni sem tók völdin og hún ætlaði sér eitthvað ákveðið sem ég skildi bara í lokin. Að fást við þetta var eins konar andsetning. Þetta var óhlýðin saga. Mig dreymdi á tímabili að ég væri að reyna að sitja hryssu en ég hékk alltaf í taglinu fyrir aftan hana á örvæntingar- fullum hlaupum. Það var ekki fyrr en í lokin að taglhnýtingurinn fékk að fara á bak. Kannski er við hæfi að fyrsti lesturinn úr sögunni verður á bóndabæ, eða rjómabúinu á Erpsstöðum.“ Nærgöngul sál hússins  Bjarni Bjarnason segir sögu sem gerist í gamla Læknishúsinu á Eyrarbakka Morgunblaðið/Eggert Andsetinn Bjarni Bjarnason segir að sagan af Læknis- húsinu hafi verið óhlýðin. TOYOTA Rav4 sport hybrid awd. Árgerð 2018, nýr bíll, bensín, rafmagn, sjálfskiptur. Verð 6.280.000. Rnr.213188. LAND ROVER Discovery sport hse. Árgerð 2016, ekinn 37 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 9 gírar. Verð 6.490.000. Rnr.116108. MERCEDES-BENZ Glc 350 e 4matic amg. Árgerð 2018, ekinn -1 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur 7 gírar. Verð 9.790.000. Rnr.213293. BMW X5 xdrive40e plug in m pakki. Árgerð 2017, ekinn 20 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 9.890.000. Rnr.116133. FORD Kuga titanium. Árgerð 2016, ekinn 20 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 4.180.000. Rnr.116558. VOLVO Xc60 r-design. Árgerð 2015, ekinn 32 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Vetradekk. Verð 5.890.000. Rnr.213308. FORD F350 king ranch. Árgerð 2018, ekinn -1 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 8.693.000 með vsk. Rnr.213088. MERCEDES-BENZ Ml 250 bluetec 4matic. Árgerð 2014, ekinn 76 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 7 gírar. Verð 6.390.000. Rnr.213309. TOYOTA Land cruiser 150 GX. Árgerð 2017, ekinn 15 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 7.700.000. Rnr.213198. TOYOTA Land cruiser 150 GX “33 dekk. Árgerð 2017, ekinn 4 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar. Arctic Trucks breyttur. Verð 8.690.000. Rnr.116641.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.