Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 68

Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Sjöundi áratugurinn er um-gjörð nýrrar skáldsöguAuðar Övu Ólafsdóttur,Ungfrú Ísland, sem er jafn- framt hennar sjötta í röðinni. Titill bókarinnar vísar í meiningar samfélags þessa tíma um hvernig ungar konur næðu helst á fjallsnöf tilverunnar; þær urðu Ungfrú Ísland. Konur eins og söguhetja Auðar Övu, Hekla Gott- skálksdóttir, sem baukuðu við að láta eitthvað ann- að verða úr ævi sinni en að læra að elda gott kjöt í karrí þegar sokkabands- árunum lauk, voru með óþarfa brölt. Hekla hefur allt sem þarf til að trítla í sundbol um sviðið í Tívolí, föngulegt útlit hennar koma karl- arnir í Reykjavík fljótlega auga á þegar Hekla heldur til Reykjavíkur til að koma framtíðaráformum sínum í verk; að fá eigin skáldsögu gefna út. Það dugir lítt að taka hreinu umsátri fálega, hún á að telja sig svínheppna að fá slíka viðurkenningu á yndis- þokka sínum. Konur eins og Hekla voru í sjálfheldu þessa tíma; kyrr- staða var í viðhorfinu til stöðu kvenna og ekki var ætlast til þess að ævi þeirra yrði eitthvað frábrugðin ævi formæðra þeirra. Ungfrú Ísland segir um leið sögu nánustu vina Heklu, æskuvinkon- unnar Íseyjar, sem gegnir því hlut- verki sem þótti konum til sóma; hún er móðir, sýður ýsu, annast eigin- mann en flýr dauflega og einsleita til- veru með dagbókarskrifum, dagbók- ina felur hún fyrir eiginmanninum í skúringafötunni. Og æskuvinar, Jóns Johns, sam- kynhneigðs karlmanns sem, líkt og ungar skáldkonur, varð þess snemma áskynja að menn eins og hann áttu ekki vísan stað í íslensku samfélagi þessa tíma þar sem „kynvillingar“ voru gæddir ónáttúru, jafnvel hættu- legir börnum. Fjórða ungmennið sem bókin fjallar um er svo kærasti Heklu, Starkaður, sem á þann draum heit- astan að verða skáld en ólíkt Heklu fær hann engar hugmyndir. Hann ræktar þó skáldadrauminn með því að hanga á réttum kaffihúsum, með skáldum og listamönnum. Meðan hann dreymir um að fá ljóð birt í Þjóðviljanum veit hann ekki af því að hans heittelskaða hefur fengið ljóð og smásögur birt í blöðum, undir skáld- anafni karlmanns sem hann og skáldavinir hans hafa velt fyrir sér hver – að sjálfsögðu karlmaður – standi að baki. Auðvelt er að fá tilfinningu fyrir ís- lensku umhverfi ársins 1963 í Ungfrú Ísland og þrátt fyrir að lesandi hafi ef til vill ekki sjálfur upplifað þá tíma dregur hann ekki í efa hreina tóna lýsinganna. Allt frá því að Hekla stíg- ur upp í reykmettaða rútuna sem hossast frá æskuheimili hennar í Döl- unum til Reykjavíkur eru dagsannar trillur í umhverfislýsingum. Texti Auðar Övu er bústinn af lýs- ingum sem bregða birtu á Reykjavík sem var; kápuklæddur konur með vagn í köldum sólarglennum, rækju- rönd, heklaðir dúkar, soðin ýsa, heimavinnandi konur og útivinnandi menn og tengdamæður sem vilja að tengdadætur brjóti fyrir þær serví- ettur í blævæng. Um leið nær Auður Ava að glenna upp örvæntingu sögupersónanna fyr- ir lesendum eins og í opinni hjartaað- gerð, hvort sem það er örvænting Ís- eyjar yfir því að ekkert bíði hennar nema eiga barn eftir barn; örvænting Jóns Johns yfir því að geta aldrei leitt karlmann; Heklu yfir því að hún leyfi samfélaginu að lokum að bæla rithöfundinn í sér og Starkaðar yfir því að fá aldrei hugmynd. Um leið breytir bragðvís húmorinn að- stæðum oft í bráðfyndinn skollaleik. Þegar Starkaður leikur skáld en veit ekki hvaða bók skáld á að lesa þegar það er örvinglað og endar á að rífa fram Vídalínspostillu er lýsandi fyrir leik höfundar að kómískum að- stæðum sögunnar. Mun Hekla sjóða kartöflur og búa til kjöt í karrí eins og aðrar konur, spyr hann þegar hann kemst loks að því að kærastan er líka skáld. Aukapersónurnar gefa allar sög- unni aukaspena og úr þeim flæða hliðarfrásagnir af mæðrum sem eiga syni sem klára setningarnar fyrir þær og feður sem tala bara um eld- gos. Kjarval er þarna líka og á stutta en eftirminnilega innkomu. Þess má geta að kápa bókarinnar, sem Ólafur Kristjánsson hannar, er frábærlega vel heppnuð og skemmti- leg vísan í kápu Helgafells sem Gísli B. Björnsson hannaði árið 1962. Auður Ava býður upp á allt það besta sem bókmenntir geta boðið upp á; frásögnin geislar af falsleysi og ljóðrænu í senn en það sem springur þó hvað best út í Ungfrú Ís- land er sögumeistarinn Auður Ava. Vegna sagnagáfunnar og þess að höf- undur getur sagt sögur eins og sögur verða best sagðar, með viðburðum og persónum sem vekja tilfinningar og forvitni um að vita meira og meira, er Ungfrú Ísland bók sem lesandi svolgrar í sig. Myndir þú setja upp kartöflur? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sagnameistari „Auður Ava býður upp á allt það besta sem bókmenntir geta boðið upp á; frásögnin geislar af falsleysi og ljóðrænu í senn en það sem springur þó hvað best út í Ungfrú Ísland er sögumeistarinn Auður Ava,“ segir rýnir og bætir við að þetta sé bók sem lesandinn „svolgrar í sig.“ Skáldsaga Ungfrú Ísland bbbbb Eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 2018. Innbundin, 240 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is Fallega jólaskeiðin frá ERNU Bakhlið Hönnuður Ragnhildur Sif Reynisdóttir Verð kr. 21.500 Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Í tilefni þjóðhátíðardags og aldarafmælis fullveldis Rúmeníu, bjóða rúmenska sendiráðið í Danmörku og kjörræðismaður Rúmeníu á Íslandi, ásamt Bíó Para- dís, til kvikmyndasýningar og móttöku í Bíó Paradís í dag, fimmtudag, kl. 18. Sýnd verður kvikmyndin Ecaterina Teodoroiu (1978) eftir leikstjórann Dinu Cocea. Hún fjallar um konu sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá er sett upp ljósmyndasýning sem fjallar um konur í styrjöldinni. Áhugasamir skrái sig í netfanginu midasala@bioparadis.is. Rúmenskar konur í heimsstyrjöldinni. Minnast kvenna í fyrri heimsstyrjöldinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.