Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Danski arkitekt Jan Gehl heldur fyrirlestur í Gamla bíói í dag kl. 17 í tilefni af útgáfu íslenskrar þýð- ingar bókarinnar Mannlíf milli húsa sem hann gaf fyrst út 1971. „Und- anfarnir áratugir hafa sýnt svo ekki verður um villst að viðleitnin til þess að styrkja mannlíf í borgum og byggðum er enn ofarlega á baugi. Samfélagsþróun og allir heimsins rafrænu miðlar hafa ekki dregið úr mikilvægi þess að fólk komi saman, nema síður sé,“ segir Jan Gehl. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er aðgangur ókeypis. Arkitekt Jan Gehl heldur fyrirlestur. Mannlíf milli húsa Tríóið Meraki kemur fram á næstu tónleikum Freyjujazz í Listasafni Íslands í dag kl. 17.15. Tónlistarkonurnar Rósa Guðrún Sveinsdóttir saxófónleikari, Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Sara Mjöll Magnúsdóttir píanóleik- ari mynda tríóið Meraki. Þær kynntust við nám í Tónlistarskóla FÍH þaðan sem þær hafa allar lokið burtfararprófi og hafa ásamt því unnið saman í hinum ýmsu tónlist- arverkefnum. Tríóið mun flytja lög og útsetningar eftir meðlimi. Meraki kemur fram á Freyjujazzi Þórdís Gerður, Sara Mjöll og Rósa Guðrún. Hönnuðurinn Þórey Björk Hall- dórsdóttir og mynd- og raf- tónlistarmað- urinn Baldur Björnsson koma sér í dag kl. 17 fyrir í Hönn- unarsafni Íslands þar sem þau munu vera með skap- andi vinnustofu næstu þrjá mánuði og sölusýningu í safnbúð safnsins. Þórey og Baldur „skapa verk, hluti og upplifanir á mörkum hönnunar og myndlistar þar sem þau tvinna saman hæfileika hvort annars í nýj- ar nálganir. Meðan á vinnustofudvöl þeirra stendur munu þau vinna ný verk þar sem hugmyndin er að leika sér með hugtakið vörulína og sjá hvernig má tengja saman hluti sem ekki eiga sér augljósa tengingu,“ segir í tilkynningu. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Vinnustofa í safni Þórey Björk og Baldur ur veit þó aldrei hvenær endurskrifum lýkur,“ segir Hildur um skrifin. „Við Sigurjón og Kristín höfum verið í teymi sam- an, hist og raðað sögunni niður á þætti en svo hef ég verið að skrifa. Þau eru meira að lesa yfir og ritstýra,“ segir hún um vinnuferlið en Sigurjón býr að mikilli reynslu í sjónvarps- þáttahandritaskrifum og Kristín í leikstjórn fyrir leiksvið. Þættirnir verða hrollvekjandi, að sögn Hildar, og vænt- anlega þeir fyrstu sinnar gerðar hér á landi, þ.e. hrollvekja þar sem geimverur koma við sögu. Hildur hefur ekki skrifað sjónvarpsþáttahandrit áður og segir hún það hafa verið bæði mjög skemmtilegt og erfitt. „Þetta er náttúrlega alveg nýtt fyrir mér. Ég hef verið að skrifa bækur svo lengi en ekki fyrir sjónræna miðla þannig að fyrst ofskrifaði ég mikið en það var fínt að fá Kristínu inn af því hún er leikhúsmenntuð og góð í að sjá hverju leikarar geta miðlað. Ég hef ekki mikla reynslu í að skrifa fyrir leikara,“ segir Hildur kímin. Sigurjón þekki svo þáttaformið mjög vel og því um draumateymi að ræða. helgigisnaer@mbl.is Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir, handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson og leik- og leikhússtjórinn Kristín Ey- steinsdóttir eru langt komin með skrif sín á handriti að sjón- varpsþáttum sem byggðir eru á tveimur bókum Hildar, Vetr- arfríi og Vetrarhörkum. RVK Studios keypti framleiðsluréttinn að þáttum eftir bókunum fyrir um tveimur árum og hefur Hildur unnið að handritinu síðastliðið ár með aðstoð Sigurjóns og Kristínar. Þættirnir verða líklega átta talsins og lengd hvers þeirra um 40-50 mínútur, að sögn Hild- ar. Í Vetrarfríi segir af táningsstúlkunni Bergljótu sem hlakk- ar til að fara í tíundabekkjarpartí og Braga bróður hennar sem ætlar að gista hjá vini sínum. Foreldrar þeirra eru að fara í rómantíska sumarbústaðarferð en áætlanir fjölskyld- unnar verða að engu þegar furðuleg plága brýst út sem reyn- ist vera árás geimvera. Í Vetrarhörkum, framhaldi Vetr- arfrís, heldur baráttan svo áfram við geimverurnar. „Við erum vonandi að leggja lokahönd á handritið en mað- Handrit Vetrarfrís langt komið Morgunblaðið/Eggert Hrollvekjandi Hildur skrifar handrit að hrollvekjuþáttunum Vetrarfrí. TÍMAMÓTAÚTGÁFA Dagbækur Ólafs Davíðssonar fræðimanns koma nú út óritskoðaðar í fyrsta sinn með ítarlegum formála eftir Þorstein Vilhjálmsson Ástarsamband við skólabróður, partýhald í Reykjavík og hnignunin meðal landsins útvöldu sona „Mér hefur oft orðið dauðillt af tóbaksnautn. Ég hef bliknað og hnigið næstum því í dá, fengið jafnvel nábít og velgju og gubbað, en ég hef ekki látið það á mig fá og haldið áfram, og nú hef ég unnið sigur. Nú kann ég að reykja og taka í nefið.“ Ú R DAG BÓ K UM Ó L A F S D AV Í Ð S S ON A R „Innileiki og hispursleysi – og þessi leikandi létti stíll. Þar standa fáir Ólafi á sporði.“ Þ O R VA L D U R K R I S T I N S S ON LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.